Erlent

Barn lést þegar Morakot skall á austurströnd Kína

Eitt barn lét lífið og fjölmörg hús hrundu til grunna þegar fellibylurinn Morakot skall á austurströnd Kína í dag. Áður hafði hann valdið manntjóni og eyðileggingu á Taívan.

Búið er að flytja nærri milljón íbúa frá austurstönd Kína vegna fellibylsins. Bylurinn fór yfir Taívan á föstudaginn. Úrhelli var mikið og olli bæði aurskriðum og miklum flóðum, þeim verstu í hálfa öld. Þrír íbúar á Taívan létust í veðurofasanum hið minnsta, tuttugu og sjö er saknað.

Vatnsflaumur eyðilagði undirstöður þessarar hótelbyggingar með þessum afleiðingum.

Búið var að koma öllum út áður en byggingin fór á hliðina og því mun engan hafa sakað alvarlega. Hótelið mun hafa verið eitt það þekktasta og vinsælasta á eyjunni.

Búið var að flytja nærri milljón íbúa burt frá heimilum sínum á austurströnd Kína snemma í morgun áður en fellibylurinn Morakot náði landi með vindhraða upp á ríflega þrjátíu og þrjá metra á sekúndu. Vitað er að eitt barn fórst í veðurofsanum og fjölmörg hús hafa hrunið til grunhn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×