Erlent

Atvinnulausum hefur fækkað

Atvinnuleysi dróst saman í Bandaríkjunum úr 9,5 prósentum í 9,4 prósent í júlí. Þetta er þvert á spár hagfræðinga en síðast dróst atvinnuleysi saman milli mánaða í apríl í fyrra.

Robert Gibbs, fjölmiðlafulltrúi Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, sagði að enn væri búist við að atvinnuleysi myndi fara upp í tíu prósent áður en hjólin fara að snúast efnahagslífinu í vil.

Þrátt fyrir að atvinnuleysi minnkaði milli mánaða misstu um 247 þúsund manns vinnuna í júlí. Gibbs segir að ekki verði horft fram hjá því en þetta sé þó á réttri leið.- vsp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×