Erlent

Gæsir reyttar lifandi og fiðrið selt í Skandínavíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gæsunum er misþyrmt vegna fiðursins. Mynd/ AFP.
Gæsunum er misþyrmt vegna fiðursins. Mynd/ AFP.
Þúsundir gæsa eru reyttar lifandi og er fiðrið af þeim selt í dúnsængur, kodda, yfirhafnir og fleira. Þetta sýna gögn sem danska ríkisútvarpið, DR 1, fjallar um á vef sínum í dag.

Aðstoðarforstjóri dönsku dýraverndunarsamtakanna, Dyrenes Beskyttelse, segir að um sé að ræða dýraníð af verstu gerð. Það sé hrikalega sársaukafullt fyrir fuglana að vera reyttir lifandi. Og sænskur dýralæknir líkir þessu við það að rífa hárin af manneskju, nema hvað í tilfelli fuglanna sé þetta verra, því að fjaðrirnar þekji allan búk þeirra. Fuglarnir eru reyttir í Kína, Póllandi og Ungverjalandi og víðar en fiðrið er síðan selt til stórra skandínavískra fyrirtækja.

Umræða um misþyrmingu á gæsum er ekki ný af nálinni því að í febrúar bauð IKEA í Svíþjóð viðskiptavinum um allan heim að skila dúnvörum sem þeir höfðu keypt í búðum keðjunnar gegn endurgreiðslu. Fyrirtækið gæti ekki lengur fullyrt að dúnn í vörum þeirra væri ekki af lifandi fuglum. Þetta var eftir að sænsk sjónvarpsstöð sýndi myndir frá búgarði í Ungverjalandi þar sem gæsir voru plokkaðar lifandi..






Fleiri fréttir

Sjá meira


×