Erlent

Kortleggja París á skrítnu hjóli

nýstárlegt þríhjól Starfsmaður Google hjólar um götur Parísar á þríhjólinu nýstárlega.fréttablaðið/ap
nýstárlegt þríhjól Starfsmaður Google hjólar um götur Parísar á þríhjólinu nýstárlega.fréttablaðið/ap

Bandaríska tölvufyrir­tækið Google hefur ráðið tvo unga menn til að hjóla um götur Parísar á nýstárlegu þríhjóli. Á hjólinu eru níu myndavélar, GPS-staðsetningartæki, tölva og rafall.

Myndirnar og upplýsingarnar verða notaðar í þrívíddarmyndir sem munu prýða götukort Google sem almenningur getur skoðað sér að kostnaðarlausu. París verður kortlögð götu fyrir götu þangað til 20. ágúst þegar haldið verður í norðurhluta Frakklands.

Svipuð þríhjól kembdu fyrr í sumar götur Bretlands og Ítalíu en nú er komið að Frakklandi. Til að virða einkalíf fólks hefur Google sett upp hugbúnað sem sér til þess að hvorki sjáist í andlit né bílnúmeraplötur á götukortinu.- fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×