Erlent

Minni andúð og fé í boði

Í sátt og samlyndi Þau þáðu greiðslu fyrir blandað hjónaband.fréttablaðið/AP
Í sátt og samlyndi Þau þáðu greiðslu fyrir blandað hjónaband.fréttablaðið/AP

Hjónaböndum súnnía og sía hefur fjölgað töluvert í Írak á ný, en þeim hafði fækkað mjög meðan átökin milli þessara íslömsku trúflokka voru hvað hörðust fyrir nokkrum misserum.

Gagnkvæm andúð virðist minni en var, en að auki eiga peningagreiðslur sem bjóðast frá stjórnvöldum væntanlega sinn þátt í fjölgun þessara hjónabanda. Hjónin fá tvö þúsund Bandaríkjadali frá hinu opinbera ef þau eru hvort af sinni trúnni. Stjórnvöld hafa auk þess efnt fimmtán sinnum til fjöldabrúðkaupa milli fólks í ólíkum trúflokkum.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×