Erlent

Lestarræningja gefið frelsi til að deyja

Ronnie Biggs.
Ronnie Biggs.

Lestarræninginn Ronnie Biggs hefur verið látinn laus úr fangelsi þar sem hann er dauðvona. Það var dómsmálaráðherra Bretlands, Jackie Straw sem tók ákvörðunin þrátt fyrir að hafa synjað Biggs áður. Frá þessu greinir the Daily Telegraph.

Ronnie Biggs framdi ásamt hópi manna eitt frægasta lestarrán sögunnar. Þá réðist hann ásamt fimmtán öðrum mönnum á lest sem var á leiðinni til London frá Glasgow árið 1963. Hann og hans menn komust undan með 2,6 milljónir punda.

Hann var síðar handsamaður og dæmdur í þrjátíu ára fangelsi. Honum tókst hinsvegar að klifra fangelsisvegg stuttu síðar og flúði til Brasilíu. Hann ferðaðist um heiminn þangað til árið 2001 en þá gaf hann sig fram við bresk yfirvöld. Þá þegar var hann orðinn veikur. Hann vildi læknisaðstoð í skiptum fyrir frelsi sitt.

Nú er hann dauðvona auk þess sem hann á 80 ára afmæli á laugardaginn. Sama dag eru 46 ár liðinn frá lestarráninu mikla.

Ákvörðun Straw hefur verið gríðarlega umdeild. Lögmaður Biggs segir þó engan sigra í þessu máli. Biggs er ekki að fara á barinn, eins og hann orðaði það, heldur er hann að fara á spítala þar sem hann mun deyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×