Erlent

Miklu fleiri piltar með tannskemmdir en stúlkur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gos eyðir glerungnum. Mynd/ Heiða.
Gos eyðir glerungnum. Mynd/ Heiða.
Þriðji hver piltur á aldrinum 15-16 ára er með skemmdir í tannglerungi vegna gosdrykkju. Þetta sýnir ný rannsókn frá Frederiksberg í Danmörku, sem fjallað er um í tímariti danskra tannlækna.

Lene Esmark, tannlæknir í Frederiksberg, segir að fjöldinn komi sér ekki á óvart. Hins vegar komi munur á milli stráka og stelpna sér mjög á óvart. Niðurstöðurnar sýni nefnilega að einungis tíunda hver stúlka er með skemmd í glerungi vegna gosdrykkju.

„Í hópnum sem kaupir godrykki eru drengir miklu fjölmennari en stúlkur. Og margir af þeim sem kaupa gosdrykki segja að það séu foreldrarnir sem borgi fyrir það. Svo við þurfum að leita til foreldranna og benda þeim á skaðann," segir Lene Esmark.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×