Erlent

Dauðsföllum vegna svínaflensu fjölgar - smittilfellum fækkar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svínaflensuveiran er ekki að stökkbreyta sér. Mynd/ AFP.
Svínaflensuveiran er ekki að stökkbreyta sér. Mynd/ AFP.
Níu manns létust vegna svínaflensunnar svokölluðu í Englandi í síðustu viku og er fjöldi dauðsfalla þar í landi orðinn 36, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar í landi.

Hins vegar fækkaði smittilfellum mjög mikið í sömu viku og engar vísbendingar eru um að veiran sé að stökkbreytast. Heilbrigðisyfivöld í Englandi segja að 530 manns hafi leitað sér læknisaðstoðar í síðasta mánuði vegna veirunnar en þeir hafi verið 793 í vikunni þar á undan. Heilbrigðisyfirvöld segja að í langflestum nýjum smittilfellum sé um að ræða léttvægar sýkingar.

Hér á Íslandi hafa verið staðfest 63 smittilfelli en enginn hefur látist úr veirunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×