Erlent

Segir útrýmingarbúðirnar helvíti á jörðu

Benedikt XVI. páfi hélt ræðu í Castel Gandolfo á Ítalíu á sunnudag, þar sem hann sagði að útrýmingarbúðir nasista væru ýkt tákn illsku og helvíti á jörðu. Hann sagði þær dæmi um hvernig helvíti kæmi fram á jörðu þegar menn gleymdu guði og tækju sér vald til að dæma sjálfir hvað sé rétt og rangt og gefa og taka líf.

Benedikt heimsótti útrýmingarbúðirnar í Auschwitz á ferð sinni um Pólland í maí 2006. Þá sagðist hann heimsækja búðirnar sem afkomandi Þjóðverja og spurði guð hvers vegna hann hefði þagað þegar fjöldamorðin stóðu yfir í helförinni.

- þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×