Erlent

Þúsundir deyja úr snákabitum

Um fimmtíu tegundir af snákum eru til í Bangladesh og fjöldinn allur af fólki deyr af völdum snákabita á hverju ári.  fréttablaðið/ap
Um fimmtíu tegundir af snákum eru til í Bangladesh og fjöldinn allur af fólki deyr af völdum snákabita á hverju ári. fréttablaðið/ap
Um sex þúsund manns deyja árlega af völdum snákabita í Bangladesh. Snákabit eru önnur algengasta dánarorsökin af ónáttúrulegum orsökum í landinu. Drukknun er algengasta orsökin.

Heilbrigðisráðuneyti landsins hefur látið rannsaka snákabit. Í ljós kom að um 700 þúsund manns eru bitnir af snákum á hverju ári, og aðeins þrjú prósent fá læknishjálp. Fimmtán prósent eru bitnir í svefni. Flestir eru bitnir á göngu á kvöldin.

160 milljónir manna búa í hinu fátæka Bangladesh og þar eru um fimmtíu tegundir af snákum. - þeb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×