Erlent

Hvarf Maddíar: Leitað að tvífara Viktoríu Beckham

Konan sem leitað er að.
Konan sem leitað er að.

Einkaspæjari sem rannsakað hefur hvarf Madeileine McCann, litlu stúlkunnar sem hvarf af hótelherbergi sínu í Portúgal árið 2007 birti í gær á blaðamannafundi mynd af konu sem hann telur tengjast hvarfi hennar. Konan sást í Barcelóna á Spáni tveimur dögum eftir hvarf Maddíar og það er vitnisburður tveggja Breta sem ræddu við hana þá sem sannfærir spæjarann sem vinnur fyrir McCann hjónin, að hún tengist hvarfinu.

Ekki hefur verið gefið upp hvað það var sem konan sagði við mennina en McCann hjónin biðla til þeirra sem þekkja konuna um að hafa samband. Hún er talin vera á fertugsaldri, horuð og fremur lágvaxin með brúnt stutt hár. Spæjarinn sagði á fundinum í gær að helst líktist hún Victoriu Beckham, eiginkonu fótboltamannsins Davids Beckham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×