Erlent

Obama styður fíkniefnastríð mexíkóskra stjórnvalda

Forystumenn Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada í Guadalajara í dag. Mynd/AP
Forystumenn Bandaríkjanna, Mexíkó og Kanada í Guadalajara í dag. Mynd/AP
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, kveðst styðja fíkniefnastríð mexíkóskra stjórnvalda sterkt og ákveðið. Obama er staddur í Guadalajara þar sem hann fundar með Felipe Calderon, forseta landsins, og Stephen Harper, forsætisráðherra Kanada. Þremenningarnir ræða meðal annars fíkniefnastríðið, svínaflensuna og horfur í efnahagsmálum.

Síðan Calderon hóf baráttu gegn eiturlyfjahringum árið 2006 hafa yfir 11 þúsund manns fallið í valinn. Af þeim eru yfir eitt þúsund lögreglumenn.

Obama telur brýnt að löndin vinni eftir megni sameiginlega gegn eiturlyfjahringum og annarri skipulagðri glæpastarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×