Erlent

Leiðtogi Talíbana í Pakistan mögulega fallinn

MYND/AP

Líkur eru taldar á því að Pakistanski Talíbanaleiðtoginn Baitullah Mehsud hafi látist í árás ómannaðrar flugvélar á vegum Bandaríkjahers sem gerð var á miðvikudaginn. Þegar hafði verið staðfest að kona Mehsuds hafi látist í árásinni og að Mehsud hafi sloppið en nú berast fregnir af því að leiðtoginn hafi látist. Hátt settur maður innan Bandaríkjastjórnar sagði á blaðamannafundi að dauði Mahsuds geti vel verið staðreynd þrátt fyrir að ekkert hafi verið staðfest enn sem komið er.

Yfirvöld segja að reynist sögur af fráfalli Mehsuds á rökum reistar geti það haft úrslitaáhrif í baráttunni gegn Talíbönum í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×