Erlent

Nærri milljón flutt frá heimilum sínum vegna fellibylsins Morakot

Yfirvöld á suð-austurströnd Kína hafa flutt nærri milljón íbúa frá heimilum sínum vegna fellibylsins Morakot sem stefnir hraðbyr á landið. Fleiri en þrjátíu og fimm þúsund fiskibátar voru kallaðir heim og hafa héraðstjórnir í tveimur héruðum á svæðinu sent smáskilaboð í fleiri en átta milljón farsíma sem skráðir eru þar til að vara við bylnum.

Úrhelli og ofsaveður var í Taívan þegar fellibylurinn fór yfir fyrir nokkrum dögum. Hann olli verstu flóðum á suðurhluta eyjunnar í hálfa öld. Tuttugu og níu fórust. Minnst tíu fórust í flóðum og aurskriðum á norðurhuta Filippseyja þegar fellibylurinn fór þar yfir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×