Erlent

Sao Paulo orðin reyklaus

Búið er að banna reykingar á krám á Íslandi og í Brasilíu.
Búið er að banna reykingar á krám á Íslandi og í Brasilíu.

11 milljón manna borgin Sao Paulo í Brasilíu er orðinn reyklaus. Bannað er að reykja á veitingastöðum og börum. Hvergi má reykja nema undir berum himni og á einkaheimilum.

Bannið tók gildi í vikunni en borgarstjórinn, Jose Serra segir flesta vera hlynnta banninu. Þó hafa kráareigendur kveinkað sér undan því þar sem það sé flókið. Þeir gagnrýna einnig lögin þar sem þeir þurfa að borga sekt ef viðskiptavinur kveikir sér í sígarettu.

Þess má geta að álíka reykbann tók gildi hér á landi þann 1. júní 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×