Erlent

Tugir látnir í sprengjuárásum í Írak

Eyðileggingin í Mosul er gríðarleg.
Eyðileggingin í Mosul er gríðarleg.

Tæplega fjörutíu létust í fjórum bílsprengjum sem sprungu með skömmu millibili í írösku borgunum Mosul og Bagdad í morgun. Að minnsta kosti 150 eru særðir að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá.

Tveir bílar sprungu í loft upp í Mosul og þar létust tuttugu og mun fleiri særðust. Þá sprungu tvær bílsprengjur á byggingasvæðum í Baghdad með þeim afleiðingum að hartnær sextán létust og margir tugir eru sárir. Á föstudaginn var létust um fjörutíu Shía múslímar, í röð sprengjuárása í landinu.

Í dag er nákvæmlega mánuður liðinn síðan bandarískir hermenn drógu sig út úr íröskum borgum og létu eftirlitsstörf í hendur þarlendum öryggissveitum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×