Erlent

Leiðtogi talib­ana fallinn

baitullah mehsud
baitullah mehsud

Talsmaður talibana í Pakistan staðfesti í gær að leiðtogi þeirra, sem meðal annars er talinn hafa stýrt fjölmörgum sjálfsmorðsárásum, hefði fallið í flugskeytaárás Bandaríkjahers á miðvikudag.

Flugskeyta­árásin var gerð á hús tengdaföður Baitullahs Mehsud í Suður-Waziristan, sem er fjallahérað á landamærum Pakistans við Afganistan.

Kona hans féll einnig í árásinni. Talið er að fráfall Mehsuds muni hjálpa pakistönskum og bandarískum stjórnvöldum að ráða niðurlögum talibana og liðsmanna Al-Kaída í Pakistan.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×