Erlent

Um 1.200 hafa látist úr svínaflensu

Um 1.200 manns hafa látist eftir að hafa sýkst af svínaflensu (H1N1) samkvæmt nýjum tölum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.

Svínaflensan hefur þegar greinst í 168 löndum og eru staðfest tilfelli alls um 163 þúsund. Þó telur stofnunin að fjöldi tilfella sé enn meiri þar sem ekki þarf lengur að staðfesta einstök tilfelli.

Gríðarleg eftirspurn er eftir bóluefni við svínaflensu. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld segja að þar í landi þurfi um 160 milljónir manna að fá bóluefni.

Svínaflensa í mönnum var fyrst greind í Mexíkó í apríl á þessu ári. Samkvæmt Landlæknisembættinu svipar einkennunum til einkenna árstíðarbundinnar inflúensu.- th




Fleiri fréttir

Sjá meira


×