Erlent

Síðasti "Tommy-inn" lagður til grafar

Harry Patch að spjalla við Gordon Brown í fyrra.
Harry Patch að spjalla við Gordon Brown í fyrra.

Síðasti breski hermaðurinn sem tók þátt í fyrrri heimstyrjöldinni verður lagður til grafar í dag.

Harry Patch var síðasti eftirlifandi bretinn sem tók þátt í styrjöldinni sem átti að binda enda á öll stríð. Hann var 111 ára þegar hann lést og munu margir hátt settir í breska hernum og konungsfjölskyldunni mæta í jarðarförina. Auk þeirra verða á staðnum menn á aldur við Patch sem börðust fyrir lönd á borð við Frakkland, Belgíu og Þýskaland í sama stríði.

Harry var sendur á vígstöðvarnar 18 ára gamall. Í endurminningum sínum sagðist hann ekki hafa viljað skrá sig í herinn en að það hafi ekki verið spurning um að vilja það heldur var það eitthvað sem þurfti að gera. Hann slasaðist alvarlega í sprengjuárás í skotgröf í Frakklandi árið 1917 og þarmeð lauk herþjónustu hans. Athöfnin fer fram í dómkirkjunni í Wells í Somerset á Englandi og munu klukkur kirkjunnar hringja 111 sinnum Patch til heiðurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×