Erlent

Ræðismaður Ísraela tekinn á teppið

Avigdor Lieberman utanríkisráðherra Ísraels hefur tekið framtaki ræðismannsins illa. Mynd/AP
Avigdor Lieberman utanríkisráðherra Ísraels hefur tekið framtaki ræðismannsins illa. Mynd/AP
Utanríkisráðherra Ísraels hefur lagt til að ræðismaður landsins í Boston segi af sér fyrir að gagnrýna stefnu stjórnvalda í landnemabyggðum. Nadav Tamir ræðismaður Ísraels í Boston skrifaði um landnemabyggðir Ísraels á herteknu svæðunum í minnisblaði sem ætlað var til innanhússbrúks.

Því var hinsvegar lekir til ísraelskrar sjónvarpsstöðvar. Í minnisblaðinu sagði að deilur við Bandaríkin um landnemabyggðirnar sköðuðu Ísrael stórlega.

Bandaríkjamenn leggja hart að Ísraelum að frysta frekari stækkun landnemabyggða. Ísraelar segja að ekki sé verið að fjölga landnemabyggðum heldur sé um að ræða eðlilega stækkun á þeim byggðum sem fyrir séu, þar sem fólki fjölgar.

Palestínumenn segja að meðan landnemum fjölgi sé tilgangslaust að halda áfram friðarviðræðum.

Avigdor Lieberman utanríkisráðherra Ísraels hefur tekið framtaki ræðismannsins illa. Tamir var kallaður heim frá Boston til samráðs eins og það er kallað á diplomatamáli þegar menn eru teknir á teppið.

Liberman sagði opinberlega af ef diplomatar væru ósammála stefnu ríkisstjórna sinna ættu þeir að segja af sér. Þeir ættu ekki að gagnrýna og leka í fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×