Erlent

Pólsk kona dæmd fyrir að áreita samkynhneigðan nágranna

Gay Pride gangan á síðasta ári.
Gay Pride gangan á síðasta ári.

Pólsk kona hefur verið dæmd til þess að greiða 3,100 pund fyrir að tala niðrandi um samkynhneigðan nágranna sinn. Konan, sem er 44 ára gömul og hefur verið nefnd Anna S kallaði nágranna sinn og lífsförunaut hans meðal annars Pedal.

Það er niðrandi orð yfir hommi á pólsku.

Konan og hommaparið búa í norðvestur-Póllandi. Parið hefur ítrekað verið áreitt í hverfinu en þá sérstaklega af Önnu S.

Meðal annars hafa nágrannar parsins kastað rusli í þá og öðrum lausamunum fyrir það eitt að vera samkynhneigðir.

Pólsk réttindasamtök samkynhneigðra fagna úrskurðinum og vona að hann sé tákn um nýja tíma, víðsýnni tíma.

Sjálfur segir nágranninn sem kærði konuna að hann vilji bara lifa í friði með lífsförunauti sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×