Enski boltinn

Starfsmaður Man. Utd. sem var fluttur á sjúkrahús í stöðugu ástandi en fer aftur til Englands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dempsey er uppalinn hjá Manchester United og sneri aftur til félagsins í lok síðasta árs.
Dempsey er uppalinn hjá Manchester United og sneri aftur til félagsins í lok síðasta árs. vísir/getty
Mark Dempsey, einn af aðstoðarmönnum Ole Gunnars Solskjær hjá Manchester United, er sagt stöðugt en hann var fluttur á sjúkrahús í Perth í Ástralíu í gær.

Stöð 9 í Ástralíu greindi frá því að maður á sextugsaldri hafi verið fluttur með sjúkrabíl á Konunglega sjúkrahúsið í Perth frá Crown Towers hótelinu þar sem United-liðið gistir. United er í æfingaferð í Perth og vann 2-0 sigur á Perth Glory í æfingaleik í dag.

Umræddur starfsmaður United er Mark Dempsey sem tók til starfa hjá félaginu þegar Solskjær var ráðinn knattspyrnustjóri þess í lok síðasta árs.

Í samtali við The Sun sagði eiginkona Dempseys að hann hafi hnigið niður vegna ofþornunar og svefnleysis. Hún sagði jafnframt að ástand Dempseys væri stöðugt.

Ákveðið hefur verið að Dempsey fari aftur heim til Englands þegar hann verður útskrifaður af sjúkrahúsinu. Eftir dvölina í Ástralíu fer United-liðið til Singapúr og þaðan til Kína.



Dempsey ólst upp hjá United og lék einn deildarleik fyrir aðallið félagsins. Hann vann með Solskjær hjá Cardiff City og Molde og hefur stýrt félögum í Noregi og í Svíþjóð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×