Enski boltinn

Starfsmaður Manchester United fluttur á spítala í Ástralíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Manchester United á æfingu í Perth í Ástralíu.
Leikmenn Manchester United á æfingu í Perth í Ástralíu. Getty/John Peters

Veikindi eins starfsmanns Manchester United voru það alvarleg að hann var fluttur á sjúkrahús í Perth í Ástralíu þar sem liðið er nú í æfingaferð.

Sky Sports og BBC Sport segja frá þessu en staðfesta jafnframt að umræddur aðili sé hvorki knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær né leikmaður í liðinu.

Stöð 9 í Ástralíu sagði frá því að maður á sextugsaldri hafi verið fluttur með sjúkrabíl á Konunglega sjúkrahúsið í Perth frá Crown Towers hótelinu þar sem Manchester United gistir.Í yfirlýsingu frá Manchester United segir að starfsmaður félagsins hafi veikst um nóttina og það hafi verið ákvörðun liðslæknis félagsins að fara með hann í frekari skoðun á sjúkrahús.

Manchester United kom til Ástralíu á mánudaginn og spila síðan fyrsta undirbúningsleik sinn fyrir tímabilið á móti Perth Glory á morgun.

Ole Gunnar Solskjær fór með 28 manna leikmannahóp í æfingaferðina en liðið spilar einnig við Leeds United áður en félagið heldur norður til Singapúr.

Rauðu djöflarnir spila síðan við Inter Milan og Tottenham International Champions Cup í þessari Asíuferð en síðustu leikirnir á undirbúningstímabilinu eru síðan á móti norska félaginu Kristiansund og svo AC Milan.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.