Enski boltinn

Juventus hefur ekki lengur áhuga á Pogba

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba á æfingu með United í Ástralíu.
Pogba á æfingu með United í Ástralíu. vísir/getty
Ítölsku meistararnir í Juventus hafa ekki lengur áhuga á að klófesta franska heimsmeistarann, Paul Pogba, en Pogba er sagður vilja burt frá Manchester United.

Pogba hefur verið duglega orðaður burt frá Manchester-liðinu undanfarnar vikur en nú er Juventus úr sögunni. Þetta tilkynnti aðstoðarforseti Juventus, Pavel Neved, í samtali við umboðsmann Pogba, Mino Raiola.







Raiola sagði í síðustu viku að Pogba vildi nýjar áskoranir og Juventus hafði verið nefndur sem hans næsti áfangastaður en hann lék þar við góðan orðstír frá 2012 til 2016.

United hefur hent 150 milljóna punda verðmiða á Pogba en Juventus mun nú leita eftir öðrum möguleikum á miðjuna hjá sér fyrir næstu leiktíð. Pogba er að minnsta kosti úr sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×