Enski boltinn

Solskjær vildi hraða inn í Manchester United og það hefur tekist miðað við nýjustu mælingar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær í Ástralíu.
Solskjær í Ástralíu. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vildi bæta ungum, hröðum og ferskum leikmönnum inn í hóp Manchester United og miðað við mælingar Manchester-liðsins tókst það ágætlega.

Manchester United er nú í Ástralíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi leiktíð en liðið mætir Perth Glory í fyrsta æfingarleik tímabilsins síðar í dag.

Aaron Wan-Bissaka og Daniel James hafa gengið í raðir Manchester í sumar; Wan-Bissaka frá Crystal Palace og James frá Swansea en þeir eru taldir líklegir að byrja æfingarleikinn í dag.
Solskjær hefur verið með liðið sitt í mælingum í Ástralíu og þar var meðal annars mælt hversu hraðir leikmennirnir eru en Solskjær hefur mikið talað um hraðann á vængmanninum James.

„Kannski Aaron Wan-Bissaka!“ sagði Norðmaðurinn er hann var aðspurður um hvort einhver leikmaður gæti haldið í við hraðann á James. „Þeir báðir hafa topp, topp hraða,“ sagði Solskjær sem er annars ánægður með þá báða.

„Mér finnst þeir hafa verið frábærir. Auðvitað er þetta skref upp á við hvað varðar gæðin hjá samherjum og leikmönnum á æfingum.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.