Enski boltinn

Solskjær vildi hraða inn í Manchester United og það hefur tekist miðað við nýjustu mælingar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Solskjær í Ástralíu.
Solskjær í Ástralíu. vísir/getty
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, vildi bæta ungum, hröðum og ferskum leikmönnum inn í hóp Manchester United og miðað við mælingar Manchester-liðsins tókst það ágætlega.

Manchester United er nú í Ástralíu þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi leiktíð en liðið mætir Perth Glory í fyrsta æfingarleik tímabilsins síðar í dag.

Aaron Wan-Bissaka og Daniel James hafa gengið í raðir Manchester í sumar; Wan-Bissaka frá Crystal Palace og James frá Swansea en þeir eru taldir líklegir að byrja æfingarleikinn í dag.





Solskjær hefur verið með liðið sitt í mælingum í Ástralíu og þar var meðal annars mælt hversu hraðir leikmennirnir eru en Solskjær hefur mikið talað um hraðann á vængmanninum James.

„Kannski Aaron Wan-Bissaka!“ sagði Norðmaðurinn er hann var aðspurður um hvort einhver leikmaður gæti haldið í við hraðann á James. „Þeir báðir hafa topp, topp hraða,“ sagði Solskjær sem er annars ánægður með þá báða.

„Mér finnst þeir hafa verið frábærir. Auðvitað er þetta skref upp á við hvað varðar gæðin hjá samherjum og leikmönnum á æfingum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×