Enski boltinn

Pogba spilaði síðari hálfleik í tveggja marka sigri Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn United fagna marki hins unga James Garner.
Leikmenn United fagna marki hins unga James Garner. vísir/getty
Manchester United byrjar tímabilið 2019/2020 á sigri en þeir unnu 2-0 sigur á ástralska liðinu, Perth Glory, í æfingarleik í Ástralíu í dag en United er þar í æfingarferð til að undirbúa sig fyrir komandi leiktíð.

Romelu Lukaku var ekki í leikmannahópnum og PauL Pogba mátti sætta sig við að sitja á bekknum í fyrri hálfleik. Daniel James byrjaði sinn fyrsta leik en Aaron Wan-Bissaka byrjaði á bekknum.





Leikmenn United voru sterkari og fengu góð færi. Anthony Martial og Jesse Lingard fengu fín færi í fyrri hálfleiknum en náðu ekki að koma boltanum í netið.

Daniel James ógnaði með hraða sínum og krafti á vængnum en staðan var enn markalaus er liðin gengu til búningsherbergja. Ole Gunnar Solskjær gerði margar breytingar í hálfleik og þetta lið byrjaði síðari hálfleikinn.





Fyrsta mark leiksins kom á 60. mínútu. Eftir darraðadans í vítateig Perth Glory féll boltinn fyrir Englendinginn sem kláraði færið vel. United komið yfir.

Það var svo hinn átján ára gamli James Garner sem skoraði annað mark leiksins er hann tvöfaldaði forystuna fyrir United með góðu skoti. Lokatölur 2-0.





Lokatölur 2-0 sigur United í Ástralíu en þeir verða þó áfram í Ástralíu því þeir mæta Leeds í æfingarleik á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×