Enski boltinn

Áhugi United á Longstaff minnkar með hækkandi verði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sean Longstaff er mættur til æfinga hjá Newcastle á ný eftir sumarfrí
Sean Longstaff er mættur til æfinga hjá Newcastle á ný eftir sumarfrí vísir/Getty
Manchester United íhugar nú að hætta alfarið við möguleg kaup á Sean Longstaff eftir að Newcastle skellti 50 milljón punda verðmiða á leikmanninn.

Ole Gunnar Solskjær hefur verið að horfa til ungra og efnilegra leikmanna í leikmannakaupum sínum. Hann er búinn að fá til sín tvo 21 árs gamla leikmenn í sumar, Daniel James frá Swansea og Aaron Wan-Bissaka frá Crystal Palace.

Wan-Bissaka kostaði United 50 milljónir punda, en hann var lykilmaður í liði Palace á síðasta tímabili og spilaði 39 leiki í öllum keppnum. Longstaff, sem einnig er 21 árs, kom hins vegar aðeins við sögu í níu úrvalsdeildarleikjum Newcastle.

Ed Woodward, framkvæmdarstjóri United, sagði Newcastle að hann væri tilbúinn til þess að borga um 18-20 milljónir punda fyrir leikmanninn. Kollegi hans hjá Newcastle vildi fá yfir 50 milljónir punda.

United telur leikmanninn ekki vera svo margra milljóna virði, enda var hann að spila í bikarkeppni U21 liða með Newcastle í upphafi síðasta tímabils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×