Enski boltinn

Áhugi United á Longstaff minnkar með hækkandi verði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sean Longstaff er mættur til æfinga hjá Newcastle á ný eftir sumarfrí
Sean Longstaff er mættur til æfinga hjá Newcastle á ný eftir sumarfrí vísir/Getty

Manchester United íhugar nú að hætta alfarið við möguleg kaup á Sean Longstaff eftir að Newcastle skellti 50 milljón punda verðmiða á leikmanninn.

Ole Gunnar Solskjær hefur verið að horfa til ungra og efnilegra leikmanna í leikmannakaupum sínum. Hann er búinn að fá til sín tvo 21 árs gamla leikmenn í sumar, Daniel James frá Swansea og Aaron Wan-Bissaka frá Crystal Palace.

Wan-Bissaka kostaði United 50 milljónir punda, en hann var lykilmaður í liði Palace á síðasta tímabili og spilaði 39 leiki í öllum keppnum. Longstaff, sem einnig er 21 árs, kom hins vegar aðeins við sögu í níu úrvalsdeildarleikjum Newcastle.

Ed Woodward, framkvæmdarstjóri United, sagði Newcastle að hann væri tilbúinn til þess að borga um 18-20 milljónir punda fyrir leikmanninn. Kollegi hans hjá Newcastle vildi fá yfir 50 milljónir punda.

United telur leikmanninn ekki vera svo margra milljóna virði, enda var hann að spila í bikarkeppni U21 liða með Newcastle í upphafi síðasta tímabils.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.