Enski boltinn

Sættir sig við að vera áfram hjá Newcastle þrátt fyrir áhuga Manchester United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Longstaff í leik með Newcastle.
Longstaff í leik með Newcastle. vísir/getty

Sean Longstaff, leikmaður Newcastle, hefur verið ofarlega á óskalista Manchester United en nú er talið ólíklegt að hann fái draumaskiptin í félagaskiptaglugganum í sumar.

Daily Mail greinir frá því að Longstaff sé búinn að sætta sig við að það verði ólíklegt að hann fái að skipta til rauðu djöflanna en félögin hafa ekki náð saman um verðið á Englendingnum.

Newcastle vill fá 50 milljónir punda fyrir miðjumanninn en forráðamenn Manchester eru ekki tilbúnir að borga svo mikið fyrir hinn 22 ára gamla Longstaff.

Longstaff óskaði þó eftir að fá að ræða við Manchester United um kaup og kjör, fari það svo að liðin nái saman, svo félagaskiptin gætu gengið hraðar fyrir sig.

Hann mun þó sætta sig við að leika með Newcastle í úrvalsdeildinni í vetur en þar er hann fæddur og uppalinn. Newcastle er þó enn án stjóra eftir að Rafa Benitez yfirgaf félagið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.