Erlent

Verða hengdir fyrir nauðgun og morð í strætisvagni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Frá mótmælum í Nýju-Delí vegna málsins.
Frá mótmælum í Nýju-Delí vegna málsins. vísir/afp
Hæstiréttur á Indlandi hefur staðfest dauðadóm yfir fjórum karlmönnum sem sakfelldir voru fyrir nauðgun og morð á ungri konu í Nýju-Delí í desember 2012. Verða mennirnir hengdir fyrir glæpinn.

Mennirnir réðust á konuna í strætisvagni ásamt tveimur öðrum og misþyrmdu henni og lést hún tveimur vikum síðar af sárum sínum á sjúkrahúsi í Singapúr.

Einn sexmenninganna fyrirfór sér í fangelsi og annar fékk þriggja ára fangelsisdóm þar sem hann var einungis sautján ára þegar árásin var gerð og því var réttað yfir honum við sérstakan unglingadómstól.

Árásin vakti heimsathygli og varð til þess að lög við kynferðisofbeldi voru hert á Indlandi.


Tengdar fréttir

Dönskum ferðamanni nauðgað á Indlandi

Danskri konu sem var á ferðalagi um Nýju Delí á Indlandi var nauðgað af hópi karlmanna í gær og öll verðmæti tekin af henni. AFP fréttastofan greinir frá málinu en konan hafði verið í hópi samferðamanna þegar hún varð viðskila við hann.

Indversku hrottarnir mættu í dómsal í morgun

Mennirnir fimm, sem grunaðir eru um að hafa nauðgað og misþyrmt tuttugu og þriggja ára konu um borð í strætisvagni í Nýju-Delí á Indlandi um miðjan síðasta mánuð, mættu nú á ellefta tímanum fyrir dómara í höfuðborginni.

Vandinn sagður rista djúpt

Tíðar fréttir af kynferðisárásum á Indlandi hafa vakið óhug og athygli víða. Indversk réttindasamtök segja lítið hafa breyst þrátt fyrir umfjöllunina.

Önnur hópnauðgun í Indlandi

Lögreglan í Punjab-héraði í Indlandi hefur handtekið sex karlmenn í tengslum við hópnauðgun sem átti sér stað í rútu í gær.

Réttarhöld hefjast í Delí

Réttarhöld yfir sakborningum í hópnauðgunarmáli í Delí á Indlandi hefjast innan fárra daga, en málið hefur vakið heimsathygli. Þann 16. desember síðastliðinn réðust sex menn á unga konu í strætisvagni og misþyrmdu henni, en tveimur vikum síðar lést hún af sárum sínum á sjúkrahúsi í Singapúr.

Þrír af sakborningunum í Delí neita sök

Þrír af fimm mönnum sem grunaðir eru um að hafa rænt, nauðgað og myrt 23 ára gamla konu í Delí á Indlandi munu neita sök. Þetta segir Manohar Lal Sharma í samtali við BBC fréttastofuna. Hann segir að mennirnir, sem heita Mukesh Singh, Akshay Thakur og Ram Singh, eigi rétt á sanngjörnum réttarhöldum. Allir mennirnir fimm voru leiddir fyrir dómara í gær og réttarhöld halda áfram á fimmtudag. Sjötti grunaði maðurinn er einungis sautján ára gamall. Réttað verður yfir honum fyrir unglingadómstól. Verði mennirnir sakfelldir munu þeir hugsanlega hljóta dauðarefsingu.

Konan jarðsungin í gær

Ung kona sem var fórnarlamb hópnauðgunar í strætisvagni í Delí á dögunum var jarðsungin í gær með líkbrennslu en hún lést á sjúkrahúsi í Singapore, þar sem hlúð hafði verið að sárum hennar.

Nauðgararnir og morðingjarnir í Indlandi dæmdir til dauða

Bróðir konunnar lýsti því við fjölmiðla hversu erfitt það hefði verið að horfa upp á mennina hlæja á meðan á réttarhöldunum stóð. Hann sagði jafnframt að fjölskyldan væri "ánægð“ með þessi málalok.

Grátbað hrottana um að hætta

Vinur indversku konunnar sem lést eftir hrottalega hópnauðgun um síðustu helgi hefur nú í fyrsta sinn talað opinberlega um árásina.

Sakfelldir fyrir hrottalega nauðgun

Fjórir menn eiga yfir sér dauðarefsingu á Indlandi. Þeir voru sakfelldir í morgun fyrir hópnauðgun í lok síðasta árs.

Fimm ára stelpu nauðgað á Indlandi

Fimm ára gamalli telpu var rænt, hún svelt og henni nauðgað í Nýju Delí á Indlandi í vikunni. Málið hefur valdið mikilli reiði á Índlandi og hafa mótmæli sprottið þar upp núna um helgina.

Aðalmeðferð hefst í nauðgunarmálinu

Aðalmeðferð í máli fimm manna sem sakaðir eru um að hafa nauðgað ungri konu í strætisvagni í Nýju Delí á Indlandi í desember síðastliðnum hófst í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×