Erlent

Breski rað­nauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn

David Carrick, breski raðnauðgarinn og fyrrverandi lögreglumaðurinn, hefur fengið enn einn lífstíðardóminn. Að þessu sinni var hann dæmdur fyrir að brjóta á tólf ára stúlku og fyrrverandi kærustu. Hinn fimmtugi síbrotamaður fékk í kjölfarið sinn 37. lífstíðardóm en hann hefur áður verið dæmdur fyrir að brjóta á tólf konum yfir sautján ára tímabil.

Erlent

Viður­kenndu að kvið­dóm­endur sáu ekki ákæruskjalið

Bandarískir alríkissaksóknarar viðurkenndu í gær að kviðdómendur í ákærudómstól sem ákærðu James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) í september, sáu aldrei lokaútgáfu ákæranna. Dómari í málinu er sagður hafa „grillað“ saksóknarana um nokkuð skeið í dómsal í gær og hefur aðstæðum þar verið lýst sem „einstaklega vandræðalegum“.

Erlent

Trump stað­festir Epstein-lögin

Donald Trump Bandaríkjaforseti skrifaði í nótt undir frumvarp sem kveður á um að stjórnvöld geri öll skjöl varðandi kynferðisglæpamanninn Jeffrey Epstein opinber og aðgengileg almenningi.

Erlent

Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu

Bandarískir og rússneskir erindrekar eru sagðir hafa unnið á laun að áætlun sem á að koma á friði í Úkraínu. Vinnan hefur þó verið alfarið unnin án aðkomu Úkraínumanna og ráðamanna í Evrópu. Áætlun þessi er sögð byggja á friðarætluninni sem kennd er við Trump og snýr að Gasaströndinni.

Erlent

Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa

Ráðamenn í Póllandi hafa ákveðið að gera Rússum að loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússlands í Póllandi. Er það í kjölfar skemmdarverks á lestarteinum í Póllandi sem yfirvöld þar hafa sakað Rússa um að bera ábyrgð á.

Erlent

Öldunga­deild sam­þykkir líka birtingu Epstein-skjalanna

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld frumvarp um að birta Epstein-skjölin eftir að allir þingmenn nema einn í fulltrúadeild samþykktu birtingu skjalanna. Enginn mótmæli í öldungadeild og fer frumvarpið nú til Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, til undirritunar. 

Erlent

Full­trúa­deild sam­þykkir að birta Epstein-skjölin

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með yfirgnæfandi meirihluta að dómsmálaráðuneytið birti Epstein-skjölin. Frumvarpið var samþykkt með 427 atkvæðum gegn einu atkvæði þingmannsins Clay Higgins, Pepúblikana frá Louisiana.

Erlent

Hvíta húsið hlutaðist til um rann­sókn á Tate-bræðrum

Bandarískur embættismaður á snærum Hvíta hússins reyndi að hafa áhrif á rannsókn á Andrew Tate, sem sakaður er um mansal í þremur löndum, fyrr á þessu ári. Skammaði hann fulltrúa heimavarnarráðuneytis og skipaði þá að skila snjalltækjum Tate sem landamæraverðir lögðu hald á.

Erlent

Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Ep­stein

Fyrrverandi rektor Harvard-háskóla og fjármálaráðherra Bandaríkjanna segist ætla að draga sig í hlé á opinberum vettvangi eftir uppljóstranir um að hann hafi átt í vinasambandi við Jeffrey Epstein löngu eftir að sá síðarnefndi hlaut dóm sem kynferðisbrotamaður. Hann skammist sín ákaflega.

Erlent

Mislingafaraldurinn í Banda­ríkjunum breiðir úr sér

Mislingafaraldur sem hófst í samfélagi mennóníta í Texas og dreifðist til Oklahoma og Nýju Mexíkó, hefur nú verið tengdur við hópsmit í Utah og Arizona. Mislingar hafa greinst í alls 43 ríkjum.Þrír hafa látist af völdum mislinga á árinu.

Erlent

Þekktir vísinda­menn lögðu lag sitt við Ep­stein

Ýmsir þekktir vísindamenn voru á meðal þeirra sem áttu í trúnaðarsamskiptum við Jeffrey Epstein, bandaríska kynferðisbrotamanninn og auðkýfinginn. Einn áhrifamesti málvísindamaður heims hélt samskiptum sínum við Epstein áfram jafnvel eftir að hann hlaut dóm fyrir kynferðisbrot.

Erlent