Erlent

Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio

Lars Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra Danmerkur og Vivian Motzfeldt utanríkisráðherra Grænlands funda með Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna á morgun í Washington D.C og hefur J.D. Vance varaforseti einnig óskað þess að sitja fundinn.

Erlent

Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði

Tæknimálastjóri Evrópusambandsins segir að X, samfélagsmiðill Elons Musk, verði að grípa strax til aðgerða til að stemma stigu við „hræðilegum“ kynferðislegum myndum af  börnum og konum á miðlinum eða sæta afleiðingum annars. Sambandið sektaði X nýlega um milljarða fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu.

Erlent

Þvert nei Græn­lendinga við yfir­töku Banda­ríkjanna

Landsstjórn Grænlands sagði í yfirlýsingu nú síðdegis að grænlenska þjóðin geti með engu móti fallist á að Bandaríkin taki yfir Grænland. Grænland sé hluti af danska konungsríkinu og þannig með aðild að Atlandshafsbandalaginu sem beri að tryggja varnir landsins.

Erlent

Trump ó­sáttur við orð olíu­for­stjórans og vill úti­loka hann

Donald Trump Bandaríkjaforseti „hallast að því“ að útiloka bandaríska olíufyrirtækið ExxonMobil frá starfsemi í Venesúela. Hann greindi frá þessu í gær eftir að forstjóri fyrirtækisins lýsti yfir efasemdum um arðvænleika fjárfestinga í landinu eftir að Nicolás Maduro forseta var steypt af stóli.

Erlent

Hafa lokað yfir hálfri milljón sam­félags­miðla­að­ganga

Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, hefur á fyrstu dögunum eftir gildistöku nýrra laga í Ástralíu látið loka um 550 þúsund aðgöngum notenda sem eru yngri en 16 ára. Í desember riðu Ástralar fyrstir þjóða á vaðið og settu lög sem fela í sér bann við samfélagsmiðlanotkun barna. 

Erlent

Rann­saka nú og skoða á­kærur gegn seðlabankastjóranum

Bandarískir alríkissaksóknarar hafa myndað ákærudómstól sem ætlað er að rannsaka Jerome Powell, seðlabankastjóra, og mögulega ákæra hann. Rannsóknin tengist vitnisburði hans á þingfundi þar sem hann var spurður út í endurbætur á húsnæði seðlabankans.

Erlent

Danir standi á kross­götum

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir landið standa á krossgötum. Mikið sé í húfi en ef það sé raunverulega þannig að Bandaríkjamenn hyggist snúa baki við bandamönnum sínum með því að hafa í hótunum við annað Atlantshafsbandalagsríki, sé öllu lokið.

Erlent

Páfi hefur á­hyggjur af tjáningar­frelsi á Vestur­löndum

Leó fjórtándi páfi hefur alvarlegar áhyggjur af stöðu tjáningarfrelsis á Vesturlöndum. Hann segir tungutak í ætt við það sem lesa má um í skáldsögum Georgs Orwell hafa grafið um sig í samfélaginu. Óljós markmið um inngildingu séu á bak við hina nýju orðræðu, en niðurstaðan sé útskúfun þeirra sem fallast ekki á hugmyndafræðina sem liggur henni til grundvallar.

Erlent

Banda­ríkin og Ísrael verði skot­mörk verði ráðist að Íran

Mohammad Bagher Qalibaf, forseti íranska þingsins hefur varað við því að bandarískir hermenn og Ísrael verði skotmörk ef Bandaríkin gera árás vegna mótmæla. Mótmæli gegn klerkastjórninni hafa nú staðið yfir víða í Íran í um tvær vikur. Í það minnsta 116 eru látnir og mikill fjöldi slasaður. Þúsundir hafa verið handtekin. 

Erlent

Spítalar yfir­fullir af látnum mót­mæ­lendum

Starfsmenn á þremur spítölum í Íran segja að fjöldi slasaðra og látinna mótmælenda sem streyma til þeirra sé slíkur að ekki þeir hafi ekki undan og ekki gefist tími til að veita þeim lífsbjargandi aðhlynningu. Ekkert lát er á gríðarlegum mótmælum sem staðið hafa yfir í landinu vikum saman. Bandaríkjaforseti segir Bandaríkin reiðubúin að hjálpa.

Erlent

Óttast inn­rætingu íslam­ista í breskum há­skólum

Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum styrkja ekki lengur ríkisborgara sína til háskólanáms í Bretlandi, af ótta við að nemendur verði útsettir fyrir innrætingu samtaka á borð við Múslimska bræðralagið. Múslimska bræðralagið eru alþjóðleg samtök múslima sem skilgreind eru sem hryðjuverkasamtök í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en ekki í Bretlandi.

Erlent

Hverfi Kúrda í Aleppo í her­kví

Sýrlenskir stjórnarhermenn hafa komið sér fyrir í borginni Aleppó í norðurhluta landsins eftir margra daga átök við vígasveitir Kúrda. Tugir manna hafa fallið og særst í átökunum.

Erlent

Nýtt mynd­band af banaskotinu: „Helvítis tík“

Fjöldi fólks kom saman í Minneapolis og Portland í Bandaríkjunum í gær til að mótmæla aðgerðum stjórnvalda í innflytjendamálum undanfarna daga. Meira en þúsund mótmæli hafa verið skipulögð um helgina um landið allt og er þess krafist að stjórnvöld stöðvi aðgerðir.

Erlent

Allt bendi til þess að breytingar séu í far­vatninu

Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Tugir eru látnir og yfir tvö þúsund hafa verið handteknir. Sérfræðingur í málefnum Írans telur möguleika á að einhverjar breytingar séu í farvatninu hvað varði stjórnarhætti landsins.

Erlent

Annar eig­andi skemmti­staðarins í Sviss í haldi

Jacques Moretti, annar tveggja eigenda Le Constellation, bars í Crans-Montana í svissnesku Ölpunum, er nú í gæsluvarðhaldi. Hann, og eiginkona hans, eru grunuð um manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og íkveikju af gáleysi vegna elds sem kviknaði á barnum á nýársnótt. Fjörutíu eru látin og fleiri en hundrað slösuð, flest táningar.

Erlent

Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filipps­eyjum

Að minnsta kosti tveir eru látnir og 36 er saknað eftir að fjall úr rusli og braki hrundi yfir sorpvinnslustöð á ruslahaug á Filippseyjum. Flóð rusls og braks flæddi yfir hús og eru margir sagðir hafa lokast inni. Þrettán var bjargað í nótt en einn þeirra lést í.

Erlent