Erlent

Evrópu­sam­bandið og Ind­land ganga frá fríverslunarsamningi

Fulltrúar Evrópusambandsins og Indlands hafa lagt lokahönd á fríverslunarsamning sem hefur verið í smíðum, með hléum, í nærri tvo áratugi. Báðir aðilar eru sagðir freista þess að styrkja tengslin sín á milli og við önnur ríki heims, meðal annars vegna óútreiknanlegrar framgöngu Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu.

Erlent

Bovino sendur til Kali­forníu og Leavitt dregur í land

Svo virðist sem gríðarleg reiði og hörð gagnrýni vegna framgöngu innflytjendayfirvalda í Minneapolis sé farin að hafa áhrif á stjórnvöld vestanhafs en erlendir miðlar greina frá því að ákvörðun hafi verið tekin um að láta Greg Bovino, sem farið hefur fyrir aðgerðum í borginni, snúa aftur til fyrri starfa í Kaliforníu.

Erlent

Trump sagður hafa lofað ó­háðum rann­sóknum í Minnesota

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að senda Tom Homan, svokallaðan „landamærakeisara“ sinn, til Minnesota. Þar á hann að ræða við Tim Walz, ríkisstjóra, og aðra embættismenn um ástandið þar og aðgerðir alríkisútsendara. Gífurlega spenna er í ríkinu eftir að útsendarar þessir skutu aðra manneskju til bana um helgina.

Erlent

Einn lifði flug­slys í Maine af en sjö dóu

Sjö létu lífið en einn lifði af þegar einkaþota endaði á hvolfi í flugtaki í Maine í Bandaríkjunum í dag. Mikil snjókoma var á Bangor-flugvellinum þar sem slysið varð og var honum lokað eftir slysið.

Erlent

Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa

Ísraelski herinn segist hafa endurheimt líkamsleifar síðasta gíslsins sem enn var saknað á Gasa eftir hryðjuverkaárás og gíslatökur Hamas í október 2023. Nokkuð umfangsmikil leit hafði staðið yfir að Ran Gvili, sem var sá síðasti sem enn var saknað eftir að samkomulag um vopnahlé milli Ísraela og Hamas tók gildi í október síðastliðnum.

Erlent

Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana

Victoria Hart, 33 ára gömul þriggja barna móðir frá Bretlandi, var stungin til bana á heimili sínu á Spáni um helgina. Börn hennar voru heima þegar móður þeirra var ráðinn bani, en elsti sonur hennar sem er ellefu ára, mun hafa kallað eftir aðstoð. Sex ára tvíburadætur Hart voru einnig í húsinu en meintur árásarmaður er sagður hafa sjálfur gefið sig fram við lögreglu.

Erlent

Flug­ferðum af­lýst og hvatt til heima­vinnu vegna snjó­komu

Fjölda flug- og lestarferða hefur verið aflýst í Danmörku í dag og á sumum stöðum um landið er fólk sem það getur hvatt til að vinna heima þar sem það á við vegna snjóstorms sem gengur yfir landið í dag. Snjórinn byrjaði að falla í suðurhluta landsins í morgun en búist er við að veðrið gangi yfir stóran hluta landsins þegar líður á daginn.

Erlent

Leita að líkams­leifum síðasta gíslsins

Yfirvöld í Ísrael hafa greint frá því að umfangsmiklar aðgerðir standi yfir á Gasa sem snúa að því að freista þess að finna líkamsleifar lögreglumannsins Ran Gvili. Hann er eini gíslinn sem Hamas-samtökin tóku þann 7. október 2023 sem hefur ekki verið skilað.

Erlent

Skotinn til bana: Mynd­efnið þvert á orð ráð­herrans

Alex Jeffrey Pretti, 37 ára gamall hjúkrunarfræðingur og bandarískur ríkisborgari, var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í gær. Heimvarnarráðherra Bandaríkjanna hélt því fram að Pretti hefði ráðist á fulltrúana, þvert á það sem má sjá á myndefni af vettvangi.

Erlent

Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana

Skýrari mynd er að teiknast upp af af atburðarásinni þegar karlmaður var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minneapolis í dag. Þó er enn margt á huldu í tengslum við aðdraganda árásarinnar.

Erlent

Annar maður skotinn til bana af ICE

Annar maður hefur var skotinn til bana af fulltrúum Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna, ICE, í Minnesota. Nokkrar vikur eru síðan fulltrúi ICE skaut konu til bana.

Erlent

„Eftir þetta getur enginn treyst honum“

Útlit er fyrir að ákveðinn vendipunktur hafi orðið á sambandi Bandaríkjanna og Evrópusambandsins. Þjóðarleiðtogar og embættismenn í Evrópu eru sagðir líta á tilraunir Trumps til að kúga Evrópu með tollum og hótunum til að eignast Grænland marka tímamót.

Erlent

Tug­þúsundir mót­mæltu ICE

Tugir þúsunda leituðu út á götur í Minnesota-fylki í Bandaríkjunum til að mótmæla Innflytjenda- og tollaeftirliti Bandaríkjanna (ICE). Fulltrúi ICE skaut konu til bana fyrr í mánuðinum.

Erlent

Grinch siglt til hafnar í Marseille

Franskir saksóknarar eru að rannsaka olíuflutningaskip sem stöðvað var á Miðjarðarhafinu í gær. Skipið, sem ber nafnið Grinch er talið tilheyra svokölluðum „skuggaflota“ sem notaður er til að komast hjá viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum. Áhlaupið í gær var í fyrsta sinn Evrópuþjóð stöðvar skip á siglingu með þessum hætti og tekur stjórn á því.

Erlent

Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir ára­tug á flótta

Kanadamaðurinn Ryan Wedding, sem keppt hefur á Vetrarólympíuleikunum fyrir hönd Kanada, hefur verið handtekinn en hann var einn af þeim tíu mönnum sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) vilja mest koma höndum yfir. Wedding hefur verið ákærður fyrir morð, smygl og peningaþvætti og hefur verið á flótta frá 2015.

Erlent

Viður­kenna loks, fyrir mis­tök, að Úkraínu­menn hafi sökkt Moskvu

Rússneskur dómstóll hefur dæmt yfirmann í úkraínska hernum fyrir að hafa sökkt beitiskipinu Moskvu, flaggskipi Rússa á Svartahafi, árið 2022. Í úrskurði herdómstóls í borginni Moskvu, sem birtur var á síðu dómstólsins en síðan fjarlægður, var í fyrsta sinn viðurkennt að Úkraínumenn hefðu sökkt skipinu með stýriflaug.

Erlent

Repúblikanar leita aftur á náðir Musks

Elon Musk, auðugasti maður heims, er að snúa sér aftur að stjórnmálum í Bandaríkjunum eftir að hann lappaði upp á samband sitt við Donald Trump, forseta. Auðjöfurinn ætlar sér að opna veski sitt á nýjan leik fyrir þingkosningarnar í nóvember en háttsettir Repúblikanar eru sagðir hafa leitað á náðir Musks og beðið hann um aðstoð.

Erlent

Rússar, Úkraínu­menn og Banda­ríkja­menn funda í fyrsta sinn við sama borð

Fulltrúar Rússlands, Úkraínu og Bandaríkjanna eru nú sagðir ætla að halda samningafund í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um stríðið í Úkraínu og mögulegt vopnahlé. Fundurinn fer fram í dag og er um að ræða fyrstu viðræðurnar frá innrás Rússa fyrir hartnær fjórum árum þar sem Rússar og Úkraínumenn sitja við sama borð ásamt Bandaríkjunum.

Erlent

„Við getum gert það sem við viljum“

Línur eru farnar að skýrast um innihald samkomulagsins sem náðist á fundi Marks Rutte, framkvæmdastjóra NATO, og Donalds Trump Bandaríkjaforseta í gær, þó enn sé margt á huldu. Forsetinn segir að Bandaríkin megi gera það sem þeim sýnist á Grænlandi „að eilífu.“ Enn er margt ófrágengið, að sögn heimildarmanna New York Times.

Erlent

Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa

Franskir hermenn gerðu í dag áhlaup um borð í olíuflutningaskip sem talið er tilheyra Skuggaflota Rússlands. Skipið var undan ströndum Spánar á Miðjarðarhafinu þegar hermennirnir fóru um borð en það var vegna gruns um að skipið væri ekki skráð löglega og mun sá grunur hafa reynst réttur.

Erlent