Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sonur norsku krónprinsessunnar er grunaður um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fjölda annarra brota. Málið fer nú til ríkissaksóknara en konungsfjölskyldan hefur ekki viljað tjá sig um málið Erlent 27.6.2025 12:19 Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stjórnvöld í Danmörku hyggjast leggja fram frumvarp til breytinga á höfundarréttarlögum, þannig að einstaklingum verði tryggður höfundarrétturinn að eigin persónu og rödd. Erlent 27.6.2025 11:48 Þriðjungur eyjaskeggja sækir um hæli í Ástralíu vegna loftslagsógnar Rúmur þriðjungur íbúa Kyrrahafsríkisins Túvalú hefur sótt um sérstaka vegabréfsáritun til Ástralíu vegna þeirrar hættu sem eyríkið er í vegna loftslagsbreytinga. Aðeins brot af þeim fjölda getur vænst þess að fá áritun. Erlent 27.6.2025 10:18 Maðurinn bak við Stokkhólmseinkennið allur Clark Olofsson, einn frægasti glæpamaður Svíþjóðar, er látinn 78 ára að aldri. Olofsson var annar af tveimur sem báru ábyrgð á Norrmalmstorgs-ráninu 1973, sex daga gíslatöku þar sem gíslarnir urðu svo hændir að bankaræningjunum að hugtakið Stokkhólmseinkenni var skapað. Erlent 27.6.2025 08:13 Hreinsanir hafnar í Íran Hreinsanir eru sagðar standa yfir í Íran og hefur fjöldi manns verið handtekinn og margir teknir af lífi, ásakaðir um tengsl við ísraelsku leyniþjónustuna. Erlent 27.6.2025 07:41 Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ Erlent 27.6.2025 07:09 Twitter-morðinginn tekinn af lífi Maður sem hafði verið sakfelldur fyrir að myrða níu í íbúð sinni í Tókýó í Japan var í nótt tekinn af lífi, að því er dómsmálaráðuneytið þar í landi segir. Erlent 27.6.2025 06:57 Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Erlent 26.6.2025 14:50 Vísað á brott vegna vímuefnaneyslu, ekki afskræmds varaforseta Starfsmenn tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna neita því að hafa meinað norskum ferðamanni inngöngu í landið vegna myndar í síma hans af afskræmdum varaforsetanum JD Vance. Maðurinn hafi ekki fengið inngöngu vegna fyrri vímuefnanotkunar. Erlent 26.6.2025 13:46 Hætta þátttöku í alþjóðlegu bólusetningarsamstarfi fyrir börn Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur afneitari læknavísinda hélt reiðilestur yfir þátttakendum á fundi alþjóðlegs samstarfsverkefnis um bólusetningar barna í gær. Þar tilkynnti hann að Bandaríkin ætluðu að hætta að styrkja bólusetningarnar sem hafa bjargað milljónum mannslífa. Erlent 26.6.2025 13:15 Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Íranskir miðlar hafa birt myndskeið af Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga landsins, þar sem hann segir meðal annars að Íran hafi greitt Bandaríkjunum „þungt högg í andlitið“. Erlent 26.6.2025 12:11 „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar segir stofnunina búa yfir áreiðanlegum gögnum um að kjarnorkuinnviðir Írans og geta þeirra til framleiðslu á kjarnorkuvopnum hafi verið „verulega skert“ af loftárásum Bandaríkjanna. Erlent 26.6.2025 10:58 Hvar er Khamenei? „Fólk hefur áhyggjur af leiðtoganum. Getur þú sagt okkur hvar hann er?“ spurði sjónvarpsþáttastjórnandi í Íran í gær en gestur hans var Mehdi Fazaeli, starfsmaður Ayatollah Ali Khamenei. Erlent 26.6.2025 08:54 Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Fram kom á fyrsta fundi nýrrar ráðgjafarnefndar Bandaríkjanna um bólusetningar í gær að nefndin hyggist endurskoða bólusetningar barna og unglinga, sem hafa tíðkast um árabil. Erlent 26.6.2025 07:10 Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Volódimír Selenskí Úkraínuforseti og Alain Berset aðalritari Evrópuráðsins skrifuðu undir samkomulag um stofnun sérstaks dómstóls vegna árásarglæpa á hendur Úkraínu í Strassborg í dag. Erlent 26.6.2025 00:06 Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fulltrúar Bandaríkjanna og Íran muni hittast í næstu viku og hefja viðræður um mögulegan kjarnorkusamning. Hann segir þó skipta litlu máli hvort samkomulag náist þar sem þegar væri búið að eyðileggja kjarnorkuáætlun Íran. Erlent 25.6.2025 20:13 Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. Erlent 25.6.2025 19:16 Kristrún missti af fundi með Selenskí Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra missti af fundi sem leiðtogar Norðurlanda áttu með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í dag vegna þess að hún þurfti að ná flugi heim til Íslands. Erlent 25.6.2025 18:20 Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. Erlent 25.6.2025 18:12 Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar Spánverjum með tvöföldum tollum eftir að þeir höfnuðu tillögu NATO-forrystunnar um að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Erlent 25.6.2025 16:28 Lögðu grunninn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna samþykktu að stórauka hernaðarútgjöld sín næsta áratuginn og ítrekuðu samstöðu sína gagnvart vaxandi ógn úr austri á fundi þeirra í Haag í dag. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir það leggja grunn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO. Erlent 25.6.2025 14:50 Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. Erlent 25.6.2025 10:55 Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Leiðtogi jaðarhægriflokksins Svíþjóðardemókrata baðst afsökunar á gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum hans í gær. Umfangsmikil úttekt á sögu hvítrar þjóðernishyggju og öfgahægristefnu innan flokksins verður birt á morgun. Erlent 25.6.2025 09:12 Diddy ætlar ekki að bera vitni Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. Erlent 25.6.2025 08:40 Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. Erlent 25.6.2025 06:54 33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis, hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka í forkosningum Demókrata um hver verður frambjóðandi flokksins í borgarstjórakosningum í New York sem fram fara í nóvember. Erlent 25.6.2025 06:38 Bretar eignast aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn Til stendur að Bretland eignist aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn. Bretar hafa ekki haft yfir slíkri þotu að ráða síðan 1998, þegar dregið var úr hernaðarumsvifum þeirra eftir að Kalda stríðinu lauk. Erlent 24.6.2025 23:53 Myndaveisla: Fyrsti dagur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun en þar eru samankomnir stjórnmálaleiðtogar bandalagsríkja að ræða stöðuna í heimsmálum með tilliti til hernaðar- og varnarmála. Áfram geisar stríð í Úkraínu og mikið hefur verið um að vera Erlent 24.6.2025 22:37 Æsispennandi forval: Framtíð Demókrataflokksins gæti ráðist í New York Demókratar í New York ganga að kjörborðinu í dag í æsispennandi forvali fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í haust. Helstu tveir frambjóðendurnir eru hnífjafnir í könnunum en niðurstöður forvalsins gætu haft mikla þýðingu fyrir framtíð Demókrataflokksins, sem hefur verið í naflaskoðun frá því að Kamala Harris tapaði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta síðasta nóvember. Erlent 24.6.2025 21:59 Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“ Stjórnvöld í Íran og Ísrael hafa sakað hvort annað um brot á vopnahléi í dag en mikil óvissa ríkir um hvort vopnahlé muni halda. Öllum yfirlýsingum stjórnvalda í Íran, Ísrael og í Bandaríkjunum ber að taka með miklum fyrirvara að sögn prófessors. Erlent 24.6.2025 21:16 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sonur norsku krónprinsessunnar er grunaður um nauðganir, ofbeldi og líkamsárásir auk fjölda annarra brota. Málið fer nú til ríkissaksóknara en konungsfjölskyldan hefur ekki viljað tjá sig um málið Erlent 27.6.2025 12:19
Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Stjórnvöld í Danmörku hyggjast leggja fram frumvarp til breytinga á höfundarréttarlögum, þannig að einstaklingum verði tryggður höfundarrétturinn að eigin persónu og rödd. Erlent 27.6.2025 11:48
Þriðjungur eyjaskeggja sækir um hæli í Ástralíu vegna loftslagsógnar Rúmur þriðjungur íbúa Kyrrahafsríkisins Túvalú hefur sótt um sérstaka vegabréfsáritun til Ástralíu vegna þeirrar hættu sem eyríkið er í vegna loftslagsbreytinga. Aðeins brot af þeim fjölda getur vænst þess að fá áritun. Erlent 27.6.2025 10:18
Maðurinn bak við Stokkhólmseinkennið allur Clark Olofsson, einn frægasti glæpamaður Svíþjóðar, er látinn 78 ára að aldri. Olofsson var annar af tveimur sem báru ábyrgð á Norrmalmstorgs-ráninu 1973, sex daga gíslatöku þar sem gíslarnir urðu svo hændir að bankaræningjunum að hugtakið Stokkhólmseinkenni var skapað. Erlent 27.6.2025 08:13
Hreinsanir hafnar í Íran Hreinsanir eru sagðar standa yfir í Íran og hefur fjöldi manns verið handtekinn og margir teknir af lífi, ásakaðir um tengsl við ísraelsku leyniþjónustuna. Erlent 27.6.2025 07:41
Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ „Þið eruð orðin margs vísari um Sean Combs. Hann fer fyrir glæpastarfsemi. Hann virðir ekki svarið „Nei“.“ Erlent 27.6.2025 07:09
Twitter-morðinginn tekinn af lífi Maður sem hafði verið sakfelldur fyrir að myrða níu í íbúð sinni í Tókýó í Japan var í nótt tekinn af lífi, að því er dómsmálaráðuneytið þar í landi segir. Erlent 27.6.2025 06:57
Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Erlent 26.6.2025 14:50
Vísað á brott vegna vímuefnaneyslu, ekki afskræmds varaforseta Starfsmenn tolla- og landamæraeftirlits Bandaríkjanna neita því að hafa meinað norskum ferðamanni inngöngu í landið vegna myndar í síma hans af afskræmdum varaforsetanum JD Vance. Maðurinn hafi ekki fengið inngöngu vegna fyrri vímuefnanotkunar. Erlent 26.6.2025 13:46
Hætta þátttöku í alþjóðlegu bólusetningarsamstarfi fyrir börn Heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna og þekktur afneitari læknavísinda hélt reiðilestur yfir þátttakendum á fundi alþjóðlegs samstarfsverkefnis um bólusetningar barna í gær. Þar tilkynnti hann að Bandaríkin ætluðu að hætta að styrkja bólusetningarnar sem hafa bjargað milljónum mannslífa. Erlent 26.6.2025 13:15
Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin Íranskir miðlar hafa birt myndskeið af Ayatollah Ali Khamenei, leiðtoga landsins, þar sem hann segir meðal annars að Íran hafi greitt Bandaríkjunum „þungt högg í andlitið“. Erlent 26.6.2025 12:11
„Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Forstöðumaður bandarísku leyniþjónustunnar segir stofnunina búa yfir áreiðanlegum gögnum um að kjarnorkuinnviðir Írans og geta þeirra til framleiðslu á kjarnorkuvopnum hafi verið „verulega skert“ af loftárásum Bandaríkjanna. Erlent 26.6.2025 10:58
Hvar er Khamenei? „Fólk hefur áhyggjur af leiðtoganum. Getur þú sagt okkur hvar hann er?“ spurði sjónvarpsþáttastjórnandi í Íran í gær en gestur hans var Mehdi Fazaeli, starfsmaður Ayatollah Ali Khamenei. Erlent 26.6.2025 08:54
Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Fram kom á fyrsta fundi nýrrar ráðgjafarnefndar Bandaríkjanna um bólusetningar í gær að nefndin hyggist endurskoða bólusetningar barna og unglinga, sem hafa tíðkast um árabil. Erlent 26.6.2025 07:10
Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Volódimír Selenskí Úkraínuforseti og Alain Berset aðalritari Evrópuráðsins skrifuðu undir samkomulag um stofnun sérstaks dómstóls vegna árásarglæpa á hendur Úkraínu í Strassborg í dag. Erlent 26.6.2025 00:06
Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fulltrúar Bandaríkjanna og Íran muni hittast í næstu viku og hefja viðræður um mögulegan kjarnorkusamning. Hann segir þó skipta litlu máli hvort samkomulag náist þar sem þegar væri búið að eyðileggja kjarnorkuáætlun Íran. Erlent 25.6.2025 20:13
Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga að láta Úkraínumenn fá fleiri háþróuð loftvarnarkerfi af gerðinni Patriot. Samt er óljóst hvort hann vilji selja þeim hergögnin eða gefa þau. Erlent 25.6.2025 19:16
Kristrún missti af fundi með Selenskí Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra missti af fundi sem leiðtogar Norðurlanda áttu með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í dag vegna þess að hún þurfti að ná flugi heim til Íslands. Erlent 25.6.2025 18:20
Tók í spaðann á Trump: „Hann er nú heillandi, karlinn“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra sat leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkjanna í Haag í dag ásamt Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra. Þá ræddi hún við fulltrúa ýmissa þjóða, þar á meðal Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún tók einnig í spaðann á Donald Trump forseta Bandaríkjanna, sem hún lýsir sem heillandi. Erlent 25.6.2025 18:12
Segir Spánverja munu borga fyrir að borga ekki nóg Donald Trump Bandaríkjaforseti hótar Spánverjum með tvöföldum tollum eftir að þeir höfnuðu tillögu NATO-forrystunnar um að verja fimm prósentum af vergri landsframleiðslu í varnarmál. Erlent 25.6.2025 16:28
Lögðu grunninn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO Leiðtogar Atlantshafsbandalagsríkjanna samþykktu að stórauka hernaðarútgjöld sín næsta áratuginn og ítrekuðu samstöðu sína gagnvart vaxandi ógn úr austri á fundi þeirra í Haag í dag. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir það leggja grunn að „sterkara, sanngjarnara og banvænna“ NATO. Erlent 25.6.2025 14:50
Telur engan vafa um að Bandaríkin verji bandamenn sína Framkvæmdastjóri NATO segir það „algerlega ljóst“ að Bandaríkin standi við skuldbindingar sínar um að koma bandamönnum sínum til varnar þrátt fyrir að Bandaríkjaforseti hafi ekki viljað taka af tvímæli um það. Leiðtogafundur bandalagsins heldur áfram í dag þar sem aðildarríki ætla að samþykkja að stórauka varnarútgjöld sín. Erlent 25.6.2025 10:55
Biðst afsökunar á gyðingahatri Svíþjóðardemókrata Leiðtogi jaðarhægriflokksins Svíþjóðardemókrata baðst afsökunar á gyðingahatri flokksmanna á upphafsárum hans í gær. Umfangsmikil úttekt á sögu hvítrar þjóðernishyggju og öfgahægristefnu innan flokksins verður birt á morgun. Erlent 25.6.2025 09:12
Diddy ætlar ekki að bera vitni Réttarhöld yfir rapparanum Sean Combs, einnig þekktur sem P Diddy, hafa nú staðið yfir í sjö vikur en er farið að sjá fyrir endann á þeim. Verjendur rapparans ætla ekki að kalla til nein vitni en rúmlega þrjátíu manns hafa nú þegar borið vitni í málinu. Combs sagðist sjálfur ekki ætla bera vitni. Erlent 25.6.2025 08:40
Trump gefur lítið fyrir Pentagon skýrsluna og segir árásina hafa heppnast fullkomlega Donald Trump Bandaríkjaforseti hafnar algjörlega þeim fullyrðingum að ekki hafi tekist að granda kjarnorkumannvirkjum Írana í herförinni síðustu helgi. Erlent 25.6.2025 06:54
33 ára sósíalisti hafði betur gegn Cuomo í New York Andrew Cuomo, fyrrverandi ríkisstjóri New York-ríkis, hefur ákveðið að draga framboð sitt til baka í forkosningum Demókrata um hver verður frambjóðandi flokksins í borgarstjórakosningum í New York sem fram fara í nóvember. Erlent 25.6.2025 06:38
Bretar eignast aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn Til stendur að Bretland eignist aftur herþotur sem geta flutt kjarnorkuvopn. Bretar hafa ekki haft yfir slíkri þotu að ráða síðan 1998, þegar dregið var úr hernaðarumsvifum þeirra eftir að Kalda stríðinu lauk. Erlent 24.6.2025 23:53
Myndaveisla: Fyrsti dagur leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hófst í Haag í morgun en þar eru samankomnir stjórnmálaleiðtogar bandalagsríkja að ræða stöðuna í heimsmálum með tilliti til hernaðar- og varnarmála. Áfram geisar stríð í Úkraínu og mikið hefur verið um að vera Erlent 24.6.2025 22:37
Æsispennandi forval: Framtíð Demókrataflokksins gæti ráðist í New York Demókratar í New York ganga að kjörborðinu í dag í æsispennandi forvali fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í haust. Helstu tveir frambjóðendurnir eru hnífjafnir í könnunum en niðurstöður forvalsins gætu haft mikla þýðingu fyrir framtíð Demókrataflokksins, sem hefur verið í naflaskoðun frá því að Kamala Harris tapaði gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta síðasta nóvember. Erlent 24.6.2025 21:59
Átök í Miðausturlöndum: „Erfitt að meta hvað er í raun og veru í gangi“ Stjórnvöld í Íran og Ísrael hafa sakað hvort annað um brot á vopnahléi í dag en mikil óvissa ríkir um hvort vopnahlé muni halda. Öllum yfirlýsingum stjórnvalda í Íran, Ísrael og í Bandaríkjunum ber að taka með miklum fyrirvara að sögn prófessors. Erlent 24.6.2025 21:16