Erlent

Réttarhöld hefjast í Delí

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fjölmargar minningarathafnir hafa verið haldnar um konuna.
Fjölmargar minningarathafnir hafa verið haldnar um konuna. Mynd/AP
Réttarhöld yfir sakborningum í hópnauðgunarmáli í Delí á Indlandi hefjast innan fárra daga, en málið hefur vakið heimsathygli. Þann 16. desember síðastliðinn réðust sex menn á unga konu í strætisvagni og misþyrmdu henni, en tveimur vikum síðar lést hún af sárum sínum á sjúkrahúsi í Singapúr.

Fimm mannanna eru á sakhæfsaldri en sá sjötti er einungis sautján ára og fer mál hans fyrir sérstakan unglingadómstól. Verjandi eins sakborninganna reynir nú að fá réttarhöldin flutt frá Delí, en reiði borgarbúa er mikil og dregur verjandinn í efa að mennirnir hljóti réttláta málsmeðferð þar.

Verði mennirnir fundnir sekir geta þeir átt yfir höfði sér dauðarefsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×