Vandinn sagður rista djúpt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. apríl 2013 16:04 Frá mótmælum í Delí fyrr í dag. Mynd/AP Kynferðisofbeldi á Indlandi hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarna mánuði, en það var hrottaleg hópnauðgun í strætisvagni í Delí sem vakti þá alheimsathygli sem enn stendur yfir. Árásin endaði með því að þolandinn, hin 23 ára Jyoti Singh, lést af sárum sínum. Í gær var svo greint frá handtöku tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa rænt fimm ára stúlku í Delí, haldið henni nauðugri í þrjá daga og nauðgað henni ítrekað. Mótmæli vegna kynferðisárása hafa verið tíð undanfarið en Bhagyashri Dengle hjá barnaverndarsamtökunum Plan India segir að þrátt fyrir alla umfjöllunina og mótmælin hafi enn ekkert breyst. Hún segir vandann rista djúpt og segir að ástandið muni ekki breytast á einni nóttu. Dengle nefnir framgöngu lögreglumanns í mótmælum síðasta föstudag sem náðist á myndbandsupptöku þar sem hann sló og hrinti kvenkyns mótmælanda. Hún segir það merki um að vitundarvakning hafi ekki enn átt sér stað fyrst að lögreglumaður komi þannig fram. „Börn eru enn berskjaldaðri og margar stúlkur upplifa óöryggi við það eitt að nota almenningssalerni eða ganga heim úr skólanum, þar sem karlmenn stríða þeim og áreita þær,“ segir Dengle, og bætir því við að sumir foreldrar hafi brugðið á það ráð að halda dætrum sínum heima.Vikulegar fréttir af hryllilegu ofbeldi „Því miður hefur hugarfarið ekki breyst,“ segir Poonam Muttreja, yfirmaður hjá kvenréttindasamtökunum Population Foundation of India. „Hvorki hjá almenningi, lögreglu eða stjórnmálamönnum.“ Undanfarið hafa birst vikulegar fréttir í indverskum dagblöðum af hryllilegu kynferðisofbeldi þar í landi. Meðal þeirra er frétt af unglingsstúlku sem nauðgað var af föður sínum, nítján ára pilti sem nauðgaði tólf ára fatlaðri stúlku, og karlmanni sem skvetti sýru á kynfæri eiginkonu sinnar. Fyrr í þessum mánuði samþykkti forseti landsins herðingu á refsilöggjöf í nauðgunarmálum, en meðal annars gera lögin dómstólum það kleift að dæma síbrotamenn í kynferðisbrotamálum til dauða. Einnig eru nú harðari viðurlög við sýruárásum og mansali. „Yfirvöld hafa brugðist skjótt við en þetta er einungis lítill hluti af því sem þarf að gera,“ segir Manmohan Singh, forsætisráðherra landsins. „Árásin á litlu stúlkuna minnir okkur enn og aftur á að við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að losna við þessa úrkynjun úr samfélagi okkar.“ Samkvæmt tölum frá mannréttindasamtökum jukust nauðganir á börnum úr rúmlega tvö þúsund í rúmlega sjö þúsund á árunum 2001 til 2011. Þá upplifa 95% indverskra kvenna óöryggi á almenningsstöðum Tengdar fréttir Réttarhöld hefjast í Delí Réttarhöld yfir sakborningum í hópnauðgunarmáli í Delí á Indlandi hefjast innan fárra daga, en málið hefur vakið heimsathygli. Þann 16. desember síðastliðinn réðust sex menn á unga konu í strætisvagni og misþyrmdu henni, en tveimur vikum síðar lést hún af sárum sínum á sjúkrahúsi í Singapúr. 21. janúar 2013 09:53 Fimm játað hópnauðgun á Indlandi Fimm karlmenn hafa játað að hafa hópnauðgað svissneskri konu og ráðist á eiginmann hennar í Madhya Pradesh héraðinu á Indlandi á föstudagskvöld. Fjölmiðlar þar í landi hafa nafngreint mennina en lögregla leitar nú sjötta mannsins sem talinn er tengjast málinu. 17. mars 2013 09:54 Ferðafólk forðast Indland vegna kynferðisárása Fækkun um 25 prósent á fyrstu mánuðum ársins. 31. mars 2013 17:01 Fimm ára stelpu nauðgað á Indlandi Fimm ára gamalli telpu var rænt, hún svelt og henni nauðgað í Nýju Delí á Indlandi í vikunni. Málið hefur valdið mikilli reiði á Índlandi og hafa mótmæli sprottið þar upp núna um helgina. 20. apríl 2013 15:47 Þremur stúlkubörnum nauðgað og þær myrtar í Indlandi Nýtt hrottalegt nauðgunarmál hefur vakið óhug meðal almennings í Indlandi. Þremur systrum á aldrinum 6 til 11 ára var nauðgað og þær síðan myrtar áður en líkum þeirra var kastað niður í brunn. 20. febrúar 2013 08:58 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Kynferðisofbeldi á Indlandi hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarna mánuði, en það var hrottaleg hópnauðgun í strætisvagni í Delí sem vakti þá alheimsathygli sem enn stendur yfir. Árásin endaði með því að þolandinn, hin 23 ára Jyoti Singh, lést af sárum sínum. Í gær var svo greint frá handtöku tveggja manna sem grunaðir eru um að hafa rænt fimm ára stúlku í Delí, haldið henni nauðugri í þrjá daga og nauðgað henni ítrekað. Mótmæli vegna kynferðisárása hafa verið tíð undanfarið en Bhagyashri Dengle hjá barnaverndarsamtökunum Plan India segir að þrátt fyrir alla umfjöllunina og mótmælin hafi enn ekkert breyst. Hún segir vandann rista djúpt og segir að ástandið muni ekki breytast á einni nóttu. Dengle nefnir framgöngu lögreglumanns í mótmælum síðasta föstudag sem náðist á myndbandsupptöku þar sem hann sló og hrinti kvenkyns mótmælanda. Hún segir það merki um að vitundarvakning hafi ekki enn átt sér stað fyrst að lögreglumaður komi þannig fram. „Börn eru enn berskjaldaðri og margar stúlkur upplifa óöryggi við það eitt að nota almenningssalerni eða ganga heim úr skólanum, þar sem karlmenn stríða þeim og áreita þær,“ segir Dengle, og bætir því við að sumir foreldrar hafi brugðið á það ráð að halda dætrum sínum heima.Vikulegar fréttir af hryllilegu ofbeldi „Því miður hefur hugarfarið ekki breyst,“ segir Poonam Muttreja, yfirmaður hjá kvenréttindasamtökunum Population Foundation of India. „Hvorki hjá almenningi, lögreglu eða stjórnmálamönnum.“ Undanfarið hafa birst vikulegar fréttir í indverskum dagblöðum af hryllilegu kynferðisofbeldi þar í landi. Meðal þeirra er frétt af unglingsstúlku sem nauðgað var af föður sínum, nítján ára pilti sem nauðgaði tólf ára fatlaðri stúlku, og karlmanni sem skvetti sýru á kynfæri eiginkonu sinnar. Fyrr í þessum mánuði samþykkti forseti landsins herðingu á refsilöggjöf í nauðgunarmálum, en meðal annars gera lögin dómstólum það kleift að dæma síbrotamenn í kynferðisbrotamálum til dauða. Einnig eru nú harðari viðurlög við sýruárásum og mansali. „Yfirvöld hafa brugðist skjótt við en þetta er einungis lítill hluti af því sem þarf að gera,“ segir Manmohan Singh, forsætisráðherra landsins. „Árásin á litlu stúlkuna minnir okkur enn og aftur á að við þurfum öll að leggjast á eitt til þess að losna við þessa úrkynjun úr samfélagi okkar.“ Samkvæmt tölum frá mannréttindasamtökum jukust nauðganir á börnum úr rúmlega tvö þúsund í rúmlega sjö þúsund á árunum 2001 til 2011. Þá upplifa 95% indverskra kvenna óöryggi á almenningsstöðum
Tengdar fréttir Réttarhöld hefjast í Delí Réttarhöld yfir sakborningum í hópnauðgunarmáli í Delí á Indlandi hefjast innan fárra daga, en málið hefur vakið heimsathygli. Þann 16. desember síðastliðinn réðust sex menn á unga konu í strætisvagni og misþyrmdu henni, en tveimur vikum síðar lést hún af sárum sínum á sjúkrahúsi í Singapúr. 21. janúar 2013 09:53 Fimm játað hópnauðgun á Indlandi Fimm karlmenn hafa játað að hafa hópnauðgað svissneskri konu og ráðist á eiginmann hennar í Madhya Pradesh héraðinu á Indlandi á föstudagskvöld. Fjölmiðlar þar í landi hafa nafngreint mennina en lögregla leitar nú sjötta mannsins sem talinn er tengjast málinu. 17. mars 2013 09:54 Ferðafólk forðast Indland vegna kynferðisárása Fækkun um 25 prósent á fyrstu mánuðum ársins. 31. mars 2013 17:01 Fimm ára stelpu nauðgað á Indlandi Fimm ára gamalli telpu var rænt, hún svelt og henni nauðgað í Nýju Delí á Indlandi í vikunni. Málið hefur valdið mikilli reiði á Índlandi og hafa mótmæli sprottið þar upp núna um helgina. 20. apríl 2013 15:47 Þremur stúlkubörnum nauðgað og þær myrtar í Indlandi Nýtt hrottalegt nauðgunarmál hefur vakið óhug meðal almennings í Indlandi. Þremur systrum á aldrinum 6 til 11 ára var nauðgað og þær síðan myrtar áður en líkum þeirra var kastað niður í brunn. 20. febrúar 2013 08:58 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Réttarhöld hefjast í Delí Réttarhöld yfir sakborningum í hópnauðgunarmáli í Delí á Indlandi hefjast innan fárra daga, en málið hefur vakið heimsathygli. Þann 16. desember síðastliðinn réðust sex menn á unga konu í strætisvagni og misþyrmdu henni, en tveimur vikum síðar lést hún af sárum sínum á sjúkrahúsi í Singapúr. 21. janúar 2013 09:53
Fimm játað hópnauðgun á Indlandi Fimm karlmenn hafa játað að hafa hópnauðgað svissneskri konu og ráðist á eiginmann hennar í Madhya Pradesh héraðinu á Indlandi á föstudagskvöld. Fjölmiðlar þar í landi hafa nafngreint mennina en lögregla leitar nú sjötta mannsins sem talinn er tengjast málinu. 17. mars 2013 09:54
Ferðafólk forðast Indland vegna kynferðisárása Fækkun um 25 prósent á fyrstu mánuðum ársins. 31. mars 2013 17:01
Fimm ára stelpu nauðgað á Indlandi Fimm ára gamalli telpu var rænt, hún svelt og henni nauðgað í Nýju Delí á Indlandi í vikunni. Málið hefur valdið mikilli reiði á Índlandi og hafa mótmæli sprottið þar upp núna um helgina. 20. apríl 2013 15:47
Þremur stúlkubörnum nauðgað og þær myrtar í Indlandi Nýtt hrottalegt nauðgunarmál hefur vakið óhug meðal almennings í Indlandi. Þremur systrum á aldrinum 6 til 11 ára var nauðgað og þær síðan myrtar áður en líkum þeirra var kastað niður í brunn. 20. febrúar 2013 08:58