Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum 3. janúar 2013 10:46 Þessi unga kona mótmæli í höfuðborginni í morgun, líkt og tugir þúsunda hafa gert síðustu vikur. Mynd/AFP Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. Þeir hafa verið ákærðir fyrir mannrán, nauðgun og morð og fer lögreglan fram á að þeir verði allir dæmdir til dauða. Þó er vafamál hvort að einn af sexmenningunum hafi náð sakhæfisaldri, þar sem hann heldur því fram að hann sé yngri en átján ára. Yfirvöld í landinu ætla að láta sérfræðinga kanna það nánar. Vonast er til að aðalmeðferðin í málinu geti hafist um helgina. Ákæruskjalið gegn mönnunum er yfir þúsund blaðsíður, þar á meðal er vitnisburður stúlkunnar áður en hún lést og frásögn þrjátíu vitna. Frá því að árásin átti sér stað hafa indverskir fjölmiðlar fjallað um lítið annað en kynferðislegt ofbeldi gegn konum en konu er nauðgað á tuttugu og eins mínútna fresti í landinu. Í fjölmennum mótmælum víðsvegar um landið, aðallega í höfuðborginni, krefjast borgarar þess að sett verði ný lög um nauðganir, að konur fái frekari vernd frá lögreglunni og breyttu viðhorfi samfélagsins um konur. Yfirvöld í landinu hafa gefið það út að settir verða á laggirnar fjórir nýjir dómstólar sem taka einungis nauðgunarmál fyrir, en á síðustu árum hafa nauðgunarmál ekki ratað inn á borð dómstóla vegna seinagangs í kerfinu. „Við viljum hörðustu mögulegu refsingu yfir þessum mönnum," sagði Ashima Sharma, átján ára nemi í Nýju-Delí, við bandarískan blaðamann í mótmælum í morgun. „Því við viljum að allir indverskir karlmenn átti sig á því að ekki eigi að koma fram við konur, líkt og þessir sex komu fram við hana." Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, varð fyrir árásinni 16. desember og lést af sárum sínum tveimur vikum síðar. Hún var á leiðinni heim til sín eftir að hafa farið í bíó til að sjá myndina Life of Pi ásamt karlkyns vini sínum. Þau ætluðu að taka strætó heim en þegar hann lagði af stað grunaði þau að ekki var allt með felldu. Fljótlega réðust mennirnir á þau en þeir höfðu tekið strætisvagninn á leigu. Þeir nauðguðu henni í marga klukkutíma á meðan strætóinn keyrði um borgina. Þeim var svo hent út á ferð en mennirnir notuðu meðal annars járnstöng við árásina. Konan var flutt til Singapúr til að fá bestu mögulegu læknisaðstoð sem völ er á. En læknar gátu ekki bjargað lífi hennar þar sem innvortis blæðingar voru of miklar. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. Þeir hafa verið ákærðir fyrir mannrán, nauðgun og morð og fer lögreglan fram á að þeir verði allir dæmdir til dauða. Þó er vafamál hvort að einn af sexmenningunum hafi náð sakhæfisaldri, þar sem hann heldur því fram að hann sé yngri en átján ára. Yfirvöld í landinu ætla að láta sérfræðinga kanna það nánar. Vonast er til að aðalmeðferðin í málinu geti hafist um helgina. Ákæruskjalið gegn mönnunum er yfir þúsund blaðsíður, þar á meðal er vitnisburður stúlkunnar áður en hún lést og frásögn þrjátíu vitna. Frá því að árásin átti sér stað hafa indverskir fjölmiðlar fjallað um lítið annað en kynferðislegt ofbeldi gegn konum en konu er nauðgað á tuttugu og eins mínútna fresti í landinu. Í fjölmennum mótmælum víðsvegar um landið, aðallega í höfuðborginni, krefjast borgarar þess að sett verði ný lög um nauðganir, að konur fái frekari vernd frá lögreglunni og breyttu viðhorfi samfélagsins um konur. Yfirvöld í landinu hafa gefið það út að settir verða á laggirnar fjórir nýjir dómstólar sem taka einungis nauðgunarmál fyrir, en á síðustu árum hafa nauðgunarmál ekki ratað inn á borð dómstóla vegna seinagangs í kerfinu. „Við viljum hörðustu mögulegu refsingu yfir þessum mönnum," sagði Ashima Sharma, átján ára nemi í Nýju-Delí, við bandarískan blaðamann í mótmælum í morgun. „Því við viljum að allir indverskir karlmenn átti sig á því að ekki eigi að koma fram við konur, líkt og þessir sex komu fram við hana." Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, varð fyrir árásinni 16. desember og lést af sárum sínum tveimur vikum síðar. Hún var á leiðinni heim til sín eftir að hafa farið í bíó til að sjá myndina Life of Pi ásamt karlkyns vini sínum. Þau ætluðu að taka strætó heim en þegar hann lagði af stað grunaði þau að ekki var allt með felldu. Fljótlega réðust mennirnir á þau en þeir höfðu tekið strætisvagninn á leigu. Þeir nauðguðu henni í marga klukkutíma á meðan strætóinn keyrði um borgina. Þeim var svo hent út á ferð en mennirnir notuðu meðal annars járnstöng við árásina. Konan var flutt til Singapúr til að fá bestu mögulegu læknisaðstoð sem völ er á. En læknar gátu ekki bjargað lífi hennar þar sem innvortis blæðingar voru of miklar.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira