Konan lýsti árásinni áður en hún lést - lögreglan vill dauðarefsingu yfir hrottunum 3. janúar 2013 10:46 Þessi unga kona mótmæli í höfuðborginni í morgun, líkt og tugir þúsunda hafa gert síðustu vikur. Mynd/AFP Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. Þeir hafa verið ákærðir fyrir mannrán, nauðgun og morð og fer lögreglan fram á að þeir verði allir dæmdir til dauða. Þó er vafamál hvort að einn af sexmenningunum hafi náð sakhæfisaldri, þar sem hann heldur því fram að hann sé yngri en átján ára. Yfirvöld í landinu ætla að láta sérfræðinga kanna það nánar. Vonast er til að aðalmeðferðin í málinu geti hafist um helgina. Ákæruskjalið gegn mönnunum er yfir þúsund blaðsíður, þar á meðal er vitnisburður stúlkunnar áður en hún lést og frásögn þrjátíu vitna. Frá því að árásin átti sér stað hafa indverskir fjölmiðlar fjallað um lítið annað en kynferðislegt ofbeldi gegn konum en konu er nauðgað á tuttugu og eins mínútna fresti í landinu. Í fjölmennum mótmælum víðsvegar um landið, aðallega í höfuðborginni, krefjast borgarar þess að sett verði ný lög um nauðganir, að konur fái frekari vernd frá lögreglunni og breyttu viðhorfi samfélagsins um konur. Yfirvöld í landinu hafa gefið það út að settir verða á laggirnar fjórir nýjir dómstólar sem taka einungis nauðgunarmál fyrir, en á síðustu árum hafa nauðgunarmál ekki ratað inn á borð dómstóla vegna seinagangs í kerfinu. „Við viljum hörðustu mögulegu refsingu yfir þessum mönnum," sagði Ashima Sharma, átján ára nemi í Nýju-Delí, við bandarískan blaðamann í mótmælum í morgun. „Því við viljum að allir indverskir karlmenn átti sig á því að ekki eigi að koma fram við konur, líkt og þessir sex komu fram við hana." Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, varð fyrir árásinni 16. desember og lést af sárum sínum tveimur vikum síðar. Hún var á leiðinni heim til sín eftir að hafa farið í bíó til að sjá myndina Life of Pi ásamt karlkyns vini sínum. Þau ætluðu að taka strætó heim en þegar hann lagði af stað grunaði þau að ekki var allt með felldu. Fljótlega réðust mennirnir á þau en þeir höfðu tekið strætisvagninn á leigu. Þeir nauðguðu henni í marga klukkutíma á meðan strætóinn keyrði um borgina. Þeim var svo hent út á ferð en mennirnir notuðu meðal annars járnstöng við árásina. Konan var flutt til Singapúr til að fá bestu mögulegu læknisaðstoð sem völ er á. En læknar gátu ekki bjargað lífi hennar þar sem innvortis blæðingar voru of miklar. Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Lögreglan í höfuðborg Indlands, Nýju-Delí, hefur ákært sex menn fyrir að hafa nauðgðað og myrt tuttugu og þriggja ára konu í strætisvagni í borginni um miðjan desember. Dómari tekur málið fyrir í dag en mennirnir sex munu ekki mæta sjálfir fyrir dómara af öryggisástæðum. Þeir hafa verið ákærðir fyrir mannrán, nauðgun og morð og fer lögreglan fram á að þeir verði allir dæmdir til dauða. Þó er vafamál hvort að einn af sexmenningunum hafi náð sakhæfisaldri, þar sem hann heldur því fram að hann sé yngri en átján ára. Yfirvöld í landinu ætla að láta sérfræðinga kanna það nánar. Vonast er til að aðalmeðferðin í málinu geti hafist um helgina. Ákæruskjalið gegn mönnunum er yfir þúsund blaðsíður, þar á meðal er vitnisburður stúlkunnar áður en hún lést og frásögn þrjátíu vitna. Frá því að árásin átti sér stað hafa indverskir fjölmiðlar fjallað um lítið annað en kynferðislegt ofbeldi gegn konum en konu er nauðgað á tuttugu og eins mínútna fresti í landinu. Í fjölmennum mótmælum víðsvegar um landið, aðallega í höfuðborginni, krefjast borgarar þess að sett verði ný lög um nauðganir, að konur fái frekari vernd frá lögreglunni og breyttu viðhorfi samfélagsins um konur. Yfirvöld í landinu hafa gefið það út að settir verða á laggirnar fjórir nýjir dómstólar sem taka einungis nauðgunarmál fyrir, en á síðustu árum hafa nauðgunarmál ekki ratað inn á borð dómstóla vegna seinagangs í kerfinu. „Við viljum hörðustu mögulegu refsingu yfir þessum mönnum," sagði Ashima Sharma, átján ára nemi í Nýju-Delí, við bandarískan blaðamann í mótmælum í morgun. „Því við viljum að allir indverskir karlmenn átti sig á því að ekki eigi að koma fram við konur, líkt og þessir sex komu fram við hana." Konan, sem hefur ekki verið nafngreind, varð fyrir árásinni 16. desember og lést af sárum sínum tveimur vikum síðar. Hún var á leiðinni heim til sín eftir að hafa farið í bíó til að sjá myndina Life of Pi ásamt karlkyns vini sínum. Þau ætluðu að taka strætó heim en þegar hann lagði af stað grunaði þau að ekki var allt með felldu. Fljótlega réðust mennirnir á þau en þeir höfðu tekið strætisvagninn á leigu. Þeir nauðguðu henni í marga klukkutíma á meðan strætóinn keyrði um borgina. Þeim var svo hent út á ferð en mennirnir notuðu meðal annars járnstöng við árásina. Konan var flutt til Singapúr til að fá bestu mögulegu læknisaðstoð sem völ er á. En læknar gátu ekki bjargað lífi hennar þar sem innvortis blæðingar voru of miklar.
Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira