Erlent

Nauðgararnir og morðingjarnir í Indlandi dæmdir til dauða

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Almennigur í Indlandi var mættur fyrir utan dómshúsið og krafðist dauðadóma yfir mönnunum.
Almennigur í Indlandi var mættur fyrir utan dómshúsið og krafðist dauðadóma yfir mönnunum. mynd/afp
Fjórir af þeim sex mönnum sem nauðguðu og myrtu 23 ára konu í Nýju-Delí í Indlandi í desember í fyrra hafa verið dæmdir til dauða af dómstólum þar í landi. Þetta kemur fram í frétt The Guardian.

Einn af sexmenningunum fannst hengdur í klefa sínum fyrr á þessu ári og sá yngsti sem var aðeins 17 ára þegar brotið átti sér stað hefur verið dæmdur til vistar í unglingaheimili.

Foreldrar konunnar hafa margoft óskað eftir því að mennirnir verði hengdir. Foreldrarnir og fjölskylda konunnar voru viðstödd dómsuppkvaðninguna.

Bróðir konunnar lýsti því við fjölmiðla hversu erfitt það hefði verið að horfa upp á mennina hlæja á meðan á réttarhöldunum stóð. Hann sagði jafnframt að fjölskyldan væri „ánægð“ með þessi málalok. Hann sagði að með dóminum væri einhverju réttlæti náð fyrir systur hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×