Erlent

Konan jarðsungin í gær

MYND/AFP
Ung kona sem var fórnarlamb hópnauðgunar í strætisvagni í Delí á dögunum var jarðsungin í gær með líkbrennslu en hún lést á sjúkrahúsi í Singapore, þar sem hlúð hafði verið að sárum hennar.

Hópur manna kom fram vilja sínum gagnvart konunni og beitti hana grófu ofbeldi. Mál hennar hefur vakið mikla athygli á heimsvísu og varpað ljósi á óeðlilegt umburðarlyndi í indverskri refsilöggjöf gagnvart áreiti í garð kvenna.

Manmohan Singhl, forsætisráðherra Indlands, var á flugvellinum í Delí þegar jarðneskar leifar konunnar voru fluttar heim en í heilar tvær vikur hafa staðið yfir mótmæli á Indlandi þar sem krafist er lagabreytinga, aukins jafnréttis og aðgerða til að fyrirbyggja ofbeldi í garð kvenna í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×