Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Einar Jónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram, var ánægður með frammistöðu Janusar Daða Smárasonar í 39-26 sigri íslenska handboltalandsliðsins á því ítalska í F-riðli Evrópumótsins í gær. Handbolti 17.1.2026 10:31
Segir að Joshua vilji halda áfram að berjast eftir bílslysið Oleksandr Usyk, skynjaði löngun hjá Anthony Joshua að halda áfram að berjast eftir bílslysið sem hann lenti í undir lok síðasta árs. Sport 17.1.2026 09:32
Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Michael Carrick segir háværa umræðu í kringum Manchester United ekki trufla sig og ummæli Roy Keane bíta ekkert á hann. Enski boltinn 17.1.2026 09:01
EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Ísland vann Ítalíu með 13 marka mun í fyrsta leik á EM og menn eðlilega sáttir með það í þætti dagsins af EM í dag. Handbolti 16.1.2026 22:02
Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Ísland er komið á blað á EM eftir að hafa labbað mjög harkalega yfir sprækt ítalskt lið. Eftir erfiðar upphafsmínútur gáfu okkar menn í og unnu að lokum risasigur, 39-26. Handbolti 16.1.2026 22:01
Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Spennan var gríðarleg í leik Færeyja og Sviss, sem endaði með 28-28 jafntefli. Danmörk rúllaði síðan yfir Norður-Makedóníu á EM í handbolta. Handbolti 16.1.2026 21:32
Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Njarðvík teflir fram nýjum, bandarískum leikmanni í fallslagnum mikla við ÍA í Bónus-deildinni í körfubolta. ÍA getur með sigri náð Njarðvík að stigum. Körfubolti 16.1.2026 18:17
Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Ungverjaland vann nokkuð þægilegan 29-21 sigur gegn Póllandi í hinum leik F-riðilsins á EM í handbolta. Handbolti 16.1.2026 21:25
Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Íslenski markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson var í miklu stuði á vítapunktinum í fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í handbolta og sá til þess að Ítalir nýttu aðeins þrjú af sjö vítaköstum sínum í leiknum. Handbolti 16.1.2026 19:50
„Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ Vel lá á Gísla Þorgeiri Kristjánssyni eftir sigur Íslands á Ítalíu, 39-26, í fyrsta leik á EM í handbolta í dag. Leikstjórnandinn var ánægður með hvernig til tókst hjá íslenska liðinu gegn því ítalska. Handbolti 16.1.2026 19:36
„Höllin var æðisleg“ Janus Daði Smárason átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu í kvöld og var valinn besti maður leiksins af mótshöldurum. Janus Daði kom inn af bekknum og skilaði átta mörkum úr níu skotum og bætti við fimm stoðsendingum. Handbolti 16.1.2026 19:29
„Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ „Ég er bara mjög ánægður með liðið. Mér fannst þetta frábær leikur og góður sigur af okkar hálfu“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson eftir mjög öruggan 39-26 sigur gegn Ítalíu í fyrsta leik Íslands á EM. Hann byrjar nú að undirbúa liðið fyrir næsta leik gegn Póllandi en það verður eilítið erfitt. Handbolti 16.1.2026 19:23
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Íslenska karlalandsliðið í handbolta hóf keppni á EM 2026 með því rúlla yfir Ítalíu, 39-26, í F-riðli. Frammistaða Íslands var stórgóð á öllum sviðum. Handbolti 16.1.2026 19:15
Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann afar sannfærandi þrettán marka sigur á Ítalíu, 39-26, í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2026. Handbolti 16.1.2026 19:09
Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu Meiðslum hrjáð lið Slóveníu vann 41-40 gegn Svartfjallalandi í miklum markaleik í D-riðli Evrópumótsins í handbolta. Portúgalar sterkan sex marka sigur gegn Rúmeníu á sama tíma. Handbolti 16.1.2026 19:07
„Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Mér fannst við tækla þetta mjög vel“ sagði Elvar Örn Jónsson eftir 39-26 sigur gegn óhefðbundnu liði Ítalíu í fyrsta leik Íslands á EM í handbolta. Handbolti 16.1.2026 18:55
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Grindavík sigraði Álftanes 83-78 í 14. umferð Bónus deildarinnar í kvöld. Allt var í járnum en Grindvíkingum tókst að sigla sigrinum heim á lokamínútum leiksins. Körfubolti 16.1.2026 18:45
Íþróttakóngurinn ætlar að mæta á Ólympíuleikana Norsku konungshjónin munu ferðast suður til Ítalíu til að fylgjast með Vetrarólympíuleikunum sem hefjast í næsta mánuði. Sport 16.1.2026 17:46
Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Brotthvarf Xabi Alonso sem þjálfara spænska stórliðsins Real Madrid hefur breytt stöðunni varðandi hugsanlega endurnýjun samnings Brasilíumannsins Vinícius Júnior en Alonso var talinn ein helsta hindrunin í vegi fyrir nýjum samningi. Fótbolti 16.1.2026 17:02
Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool hefur sagt að hann sé ánægður með að fá Mohamed Salah aftur frá Afríkukeppninni í næstu viku og fullyrðir að framherjinn sé áfram „svo mikilvægur“ fyrir Liverpool. Enski boltinn 16.1.2026 16:16
„Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ „Það er mikill fiðringur. Koma á gamla, góða hótelið. Sjá hin liðin. Það er alltaf ákveðin spenna í loftinu þegar mótin eru að byrja,“ segir leikstjórnandinn Gísli Þorgeir Kristjánsson og augljóslega spenntur að hefja leik í kvöld. Handbolti 16.1.2026 15:30
Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Á bilinu 2.500 til 3.000 stuðningsmenn Íslands koma saman í Kristianstad í Svíþjóð til að styðja strákana okkar til sigurs gegn Ítalíu í fyrsta leik á EM. Vísir var í beinni frá stuðningsmannasvæðinu í keppnishöllinni í dag. Handbolti 16.1.2026 14:31
Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Oliver Glasner knattspyrnustjóri Crystal Palace hefur nú gefið það út að hann verður ekki áfram með Lundúnaliðið. Enski boltinn 16.1.2026 14:30
Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Einar Þorsteinn Ólafsson verður ekki með íslenska landsliðinu í fyrsta leik á EM í dag, gegn Ítalíu klukkan 17, vegna veikinda. Handbolti 16.1.2026 14:16