Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Ís­landi

Roy Hodgson segir að hann muni aldrei alveg jafna sig á tapi Englands gegn Íslandi á Evrópumótinu í fótbolta 2016. Á tæplega hálfrar aldar ferli sínum sem knattspyrnustjóri þá sé erfiðast að lifa með því tapi.

Fótbolti
Fréttamynd

Engin stig dregin af Chelsea

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea mun ekki þurfa að óttast stigafrádrátt þrátt fyrir að enska knattspyrnusambandið hafi lagt fram 74 kærur á hendur félaginu.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ljúft að klára leikinn svona“

ÍA, botnlið Bestu deildar karla, sigraði Breiðablik á heimavelli 3-0 í kvöld og sótti mikilvæg þrjú stig í baráttunni um að halda sér uppi. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari liðsins, var ánægður með spilamennsku sinna manna eftir leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þá gætum við lagst niður og gefist upp“

Breiðablik hefur nú tapað báðum leikjum sínum gegn ÍA sem situr á botni deildarinnar í sumar. Liðið er einnig án sigurs í síðustu fimm leikjum í deildinni og ljóst að Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, þarf að finna lausnir á ógöngu liðsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi

Janus Daði Smárason komst ekki á blað þegar Pick Szeged tapaði fyrir Wisla Plock í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta í kvöld. Elvar Ásgeirsson spilaði þá stóran þátt í sigri Ribe-Esbjerg í efstu deild Danmerkur.

Handbolti
Fréttamynd

Dag­leg mót­mæli trufla Spánarhjólreiðarnar

Hinar árlegu Spánarhjólreiðar hafa farið fram við daglega truflun vegna mótmæla við þátttöku ísraelsks liðs. Keppendur hafa hótað því að hætta vegna þess að keppnir hafa ítrekað verið styttar og stundum hefur sigurvegari ekki verið úrskurðaður vegna öryggisráðstafana. Íþróttamálaráðherra Spánar styður bann við þátttöku liða frá Ísrael.

Sport