Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn „Ég elska þig mamma, ég elska þig pabbi. Takk fyrir allt,“ sagði grátandi Lando Norris, nýbúinn með síðasta spölinn að sínum fyrsta heimsmeistaratitli í Formúlu 1. Allt það helsta úr lokakeppni ársins má sjá á Vísi. Formúla 1 7.12.2025 19:46
Kristall skoraði í sögulegum sigri á FCK Kristall Máni Ingason stimplaði sig út í jólafrí með því að skora seinna mark Sönderjyske á Parken í dag, í sögulegum 2-0 sigri liðsins á FC Kaupmannahöfn, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Fótbolti 7.12.2025 19:33
Tryggvi reif til sín flest fráköst Tryggvi Snær Hlinason var á meðal bestu manna hjá Bilbao þegar liðið vann 79-72 sigur gegn Gran Canaria í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Körfubolti 7.12.2025 19:21
Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Íris Ómarsdóttir skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Fiorentina á Ternana í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Íslenska landsliðskonan Katla Tryggvadóttir var í byrjunarliði þeirra fjólubláu. Fótbolti 7.12.2025 16:02
Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Georginio Rutter tryggði Brighton stig á ögurstundu í leik liðsins við West Ham United í ensku úrvalsdeildinni síðdegis. Enski boltinn 7.12.2025 16:02
Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Michael Owen, fyrrum framherji Liverpool, sem varð síðar óvinsæll hjá félaginu þegar hann samdi við Manchester United, hefur lagt orð í belg varðandi framgang Mohamed Salah eftir leik Liverpool við Leeds í gær. Enski boltinn 7.12.2025 15:35
Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Hinn 26 ára gamli Lando Norris, ökumaður McLaren, er heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 árið 2025 og í fyrsta skipti á sínum ferli. Þetta varð ljóst eftir keppni dagsins í Abu Dhabi. Formúla 1 7.12.2025 12:32
Karólína lagði upp en Hlín meiddist Hlín Eiríksdóttir fór meidd af velli í 3-0 tapi Leicester City fyrir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Enski boltinn 7.12.2025 14:31
Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Íslenskir stuðningsmenn Liverpool eru í losti eftir að Egyptinn Mohamed Salah kastaði handsprengju eftir jafntefli liðsins við Leeds í gær. Allt logar hjá félaginu sem og stuðningsmönnum eftir að Egyptinn lét stjórnendur liðsins heyra það. Enski boltinn 7.12.2025 13:51
Kominn með nóg og vill fara frá United Kobbie Mainoo, miðjumaður Manchester United, er sagður hafa fengið nóg af tækifæraleysi undir stjórn Rúbens Amorim og vill komast burt á láni til að spila fótbolta á nýju ári. Enski boltinn 7.12.2025 13:17
Ísland lauk keppni á EM Íslenska sundlandsliðið lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Lublin í Póllandi í morgun. Mótið klárast síðar í dag. Sport 7.12.2025 11:54
Fyrrum eigandi Liverpool látinn Bandaríski fjárfestirinn Tom Hicks, fyrrum eigandi Liverpool á Englandi, er látinn 79 ára að aldri. Enski boltinn 7.12.2025 11:21
„Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrrum landsliðsmaður í fótbolta og þjálfari FH, segir son sinn, Ísak Bergmann Jóhannesson, vera að uppskera vegna gríðarmikillar vinnu er hann brillerar í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem og með íslenska landsliðinu. Fótbolti 7.12.2025 11:00
Alexander vann úrvalsdeildina: „Ég stefni á Ally Pally! Ég er ekki búinn hérna“ Úrslitakvöldið í úrvalsdeildinni í pílukasti fór fram á Bullseye í gær þar sem Alexander Veigar Þorvaldsson og Hallgrímur Egilsson mættust í hreinum úrslitaleik um sigurinn árið 2025. Sá fyrrnefndi fagnaði sigri eftir hörkuviðureign. Sport 7.12.2025 10:17
Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Úrslitin ráðast í Formúlu 1 mótaröðinni í Abu Dhabi seinna í dag í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Þrír ökuþórar eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum. Formúla 1 7.12.2025 09:30
Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og sérfræðingur í Match of the Day á breska ríkisútvarpinu, BBC, gagnrýndi framkomu Mohamed Salah eftir leik liðsins við Leeds í gær. Salah rauf þögnina við fjölmiðla eftir þriðja leik hans á varamannabekk liðsins í röð þar sem hann útilokaði ekki brottför frá félaginu. Enski boltinn 7.12.2025 09:04
Útilokar ekki að koma heim „Ég er með samning út næsta tímabil en ég ætla að setjast niður með fjölskyldunni og mínu fólki og sjá hvað er best fyrir okkur og taka ákvörðun út frá því,“ segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason sem er líklega á förum frá sænska liðinu Norrköping í Svíþjóð eftir fall liðsins úr efstu deild. Fótbolti 7.12.2025 08:03
Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Nóg er um að vera á rásum Sýnar Sport á öðrum sunnudegi í aðventu. Úrslitin ráðast í Formúlu 1, enski boltinn rúllar, hörkuleikur í Bónus deild karla og geggjaður dagur í NFL-deildinni. Sport 7.12.2025 06:01
Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Stelpurnar okkar kláruðu HM með glæsibrag og geta gengið sáttar frá mótinu en nú verða ekki fleiri frípassar gefnir. Handbolti 6.12.2025 23:15
Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Þau vantaði ekki mörkin í enska boltanum á Sýn Sport í dag. Mörg hver skrautleg, falleg og dramatísk. Öll má þau sjá að neðan. Enski boltinn 6.12.2025 22:16
Messi og Miami MLS-meistarar Inter Miami er MLS-meistari í fótbolta í fyrsta sinn. Liðið vann 2-1 sigur á Vancouver Whitecaps í úrslitaleik í Miami í kvöld. Fótbolti 6.12.2025 22:02
„Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Gott mót með frábærum hópi endar með góðum sigurleik. Ég hefði ekki getað hugsað mér það betra“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson eftir síðasta leik Íslands á HM í handbolta, 33-30 sigur gegn Færeyjum. Handbolti 6.12.2025 21:57
Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Mohamed Salah segir Liverpool hafa fleygt sér undir rútuna, efast um framtíð sína hjá félaginu og segir samband hans og Arne Slot brostið. Egyptinn var á varamannabekknum hjá liðinu þriðja leikinn í röð í 3-3 jafntefli við Leeds United í kvöld. Enski boltinn 6.12.2025 21:46
„Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Matthildur Lilja Jónsdóttir var að spila á sínu fyrsta stórmóti á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna en íslenska liðið lauk leik á mótinu með góðum sigri á Færeyjum í lokaumferð milliriðilsins í Dortmund í kvöld. Matthildur Lija skoraði sitt fyrsta mark fyrir íslenska liðið í leiknum. Handbolti 6.12.2025 21:41