„Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Stóru orðin voru ekki spöruð þegar lið Þróttar í Bestu deild kvenna var rætt í Bestu mörkunum eftir öruggan 4-1 sigur liðsins á FH á dögunum. Liðið er í 2. sæti með 16 stig líkt og topplið Breiðabliks sem er þó með betri markatölu. Íslenski boltinn 20.5.2025 17:43
Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool virðist ætla að ganga frá kaupum á hægri og vinstri bakverði fyrir næsta tímabil. Hollendingurinn Jeremie Frimpong, hægri vængbakvörður Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er sagður hafa staðist læknisskoðun. Serbinn Milos Kerkez, vinstri bakvörður Bournemouth, er sagður í viðræðum við félagið. Enski boltinn 20.5.2025 16:45
Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Pepe Reina, hinn 42 ára gamli markvörður, hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna eftir tæplega þrjá áratugi sem atvinnumaður í fótbolta. Hann mun spila sinn síðasta leik með Como í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar næsta föstudag. Fótbolti 20.5.2025 16:02
Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Fótbolti 20.5.2025 13:46
Eygló og Raj urðu Reykjavíkurmeistarar Fjölniskonan Eygló Dís Ármannsdóttir og Víkingurinn Raj K. Bonifacius urðu Reykjavíkurmeistarar í tennis þegar Meistaramóti Reykjavíkur lauk í gær á tennisvöllum Víkings í Fossvoginum. Sport 20.5.2025 11:31
Tryllt eftirspurn eftir miðum Það er ljóst að margfalt færri komast að en vilja, á oddaleik Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla í körfubolta annað kvöld. Körfubolti 20.5.2025 11:05
Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þó að margir hafi efast um þá ákvörðun dómarans Arnars Þórs Stefánssonar að dæma af jöfnunarmark Vals gegn Breiðabliki, í stórleiknum í Bestu deildinni í gærkvöld, þá virðist sú ákvörðun hafa verið hárrétt. Fótbolti 20.5.2025 10:33
Tólf ára sundstelpa slær í gegn Hin tólf ára gamla Yu Zidi er farin að synda svo hratt að hún hefði getað komist í undanúrslit á síðustu Ólympíuleikum. Sport 20.5.2025 09:32
Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Það voru skoruð falleg mörk en líka gerð slæm mistök í stórleikjum í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöld. Mörkin má nú sjá öll á Vísi. Íslenski boltinn 20.5.2025 09:00
Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Úrslitaeinvígi um Íslandsmeistatitil kvenna í handbolta hefst á morgun er Haukar sækja nýkrýnda Evrópubikarmeistara Vals heim. Þar með lýkur langri bið Hauka eftir því að einvígið hefjist. Handbolti 20.5.2025 08:32
Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Afar óvænt tíðindi bárust frá Ítalíu þegar miðillinn La Stampa fullyrti að Þjóðverjinn Jürgen Klopp hefði samþykkt í fyrrakvöld að verða næsti þjálfari Roma. Aðeins langsótt kenning virðist hafa legið að baki fréttinni. Fótbolti 20.5.2025 08:06
„Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Daníel Andri Halldórsson er nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta og fær það verkefni að festa liðið í sessi í efstu deild. Hann tekur næsta skref á sínum ferli með miklu sjálfsöryggi eftir að hafa lært mikið á stuttum ferli til þessa. Körfubolti 20.5.2025 07:31
Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Spænska knattspyrnufélagið Valencia hefur hótað að lögsækja streymisveituna Netflix vegna heimildarmyndar veitunnar um Vinícius Júnior, leikmann Real Madríd og Brasilíu. Fótbolti 20.5.2025 07:02
Dagskráin í dag: Eldingin mætir Úlfunum í úrslitum vestursins Úrslitaeinvígi vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta hefst í kvöld með stórleik Oklahoma City Thunder og Minnesota Timberwolves. Þá mætast Djurgården og AIK í efstu deild karla í knattspyrnu í Svíþjóð. Sport 20.5.2025 06:01
Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, gat tínt til fjölmargt jákvætt í leik lærisveina sinna eftir 3-1 sigur liðsins gegn Skagamönnum í botnbaráttuslag liðanna uppi í Skipaskaga í kvöld. Til að mynda skyndisóknir liðsins og markaskorun Kjartans Kára Halldórssonar sem reif fram markaskóna eftir markaþurrð það sem af er sumri. Fótbolti 19.5.2025 23:33
Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Skagamenn hafa fengið á sig 18 mörk í fyrstu sjö leikjum sínum í Bestu-deild karla í fótbolta en eftir 3-1 tap liðsins gegn FH í sjöundu umferð deildarinnar uppi á Skipaskaga í dag er liðið í næstneðsta sæti deildarinnar með sex stig. Fótbolti 19.5.2025 23:29
Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar og hélt sína fyrstu ræðu á Alþingi fyrir helgi. Hann nýtti tækifærið og þakkaði öllum þeim sem hafa starfað sem sjálfboðaliðar í kringum íþróttir og minnti þá landann á gríðarlegt mikilvægi íþrótta í samfélaginu. Körfubolti 19.5.2025 23:17
„Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Einar Jónsson, þjálfari Fram var hreinlega bara ekki búinn að meðtaka sigur liðsins á Val nú í kvöld þegar hann mætti í viðtal strax að leik loknum. Handbolti 19.5.2025 22:37
Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Gunnlaugur Árni Sveinsson, kylfingur í GKG, tók þátt í lokaúrtökumóti fyrir Opna bandaríska meistaramótið í golfi í dag. Gunnlaugur Árni fór frábærlega af stað og sat um tíma í 2. sæti. Sú spilamennska entist þó ekki út daginn og hann er úr leik. Golf 19.5.2025 22:31
„Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Valur heimsótti Breiðablik á Kópavogsvöll í kvöld þegar sjöunda umferð Bestu deild karla leið undir lok. Valsmenn komust yfir en urðu á endanum að sætta sig við 2-1 tap. Sport 19.5.2025 22:07
„Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er meðvitaður um varnarvandræði liðsins í hornspyrnum en er að vinna í vandamálinu. Hann var ánægður með karakter sinna manna, sem stigu upp í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir í fyrri hálfleik. 2-2 jafntefli varð lokaniðurstaðan þegar Víkingar komu í heimsókn. Íslenski boltinn 19.5.2025 22:03
„Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Breiðablik vann góðan 2-1 sigur á Val í kvöld þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í lokaleik sjöundu umferð Bestu deild karla. Sport 19.5.2025 21:54
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Stjarnan og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli sín á milli á Samsung vellinum í sjöundu umferð Bestu deildar karla. Víkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað skorað meira en eitt mark þar. Stjarnan mætti mun betur búin inn í seinni hálfleikinn og skoraði tvö mark, en skortir kunnáttu til að verjast hornspyrnum og þurfti að sætta sig við stig. Íslenski boltinn 19.5.2025 18:31
Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum FH kom sér upp úr botnsæti Bestu-deildar karla í fótbolta með 3-1 sigri sínum gegn ÍA í sjöundu umferð deildarinnar á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld. Kjartan Kári Halldórsson skoraði tvö marka FH í leiknum en þetta voru fyrstu mörk hans í deildinni í sumar. Íslenski boltinn 19.5.2025 18:31
Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Ómari Ingi Magnússon hefur framlengt samning sinn við þýska stórliðið Magdeburg til ársins 2028. Hann hélt upp á því með stórleik og ákvað Gísli Þorgeir Kristjánsson að gera slíkt hið sama. Þeir voru langt í frá einu Íslendingarnir sem létu að sér kveða í kvöld. Handbolti 19.5.2025 19:54