Enski boltinn

Swansea hafnaði tilboði í Gylfa í janúarglugganum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi hefur verið besti leikmaður Swansea í vetur.
Gylfi hefur verið besti leikmaður Swansea í vetur. vísir/getty
Swansea City hafnaði tilboði í Gylfa Þór Sigurðsson í janúarglugganum.

Huw Jenkins, stjórnarformaður Swansea, greinir frá þessu í leikskránni fyrir leik Swansea og Leicester City sem er nýhafinn.

„Ég get staðfest að það var áhugi á Gylfa, Fernando Llorente og Federico Fernández. Við höfnuðum álitlegum tilboðum í þá alla því þeir eru okkur mikilvægir,“ skrifaði Jenkins.

Sú saga flaug nokkuð hátt að Swansea hefði hafnað 30 milljón punda tilboði frá kínversku liði í Gylfa. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmri viku sagðist Gylfi hafa vitað af áhuga frá Asíu.

Gylfi hefur verið besti leikmaður Swansea á tímabilinu. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur skorað átta mörk og gefið sjö stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Fylgjast má með beinni textalýsingu frá leik Swansea og Leicester með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Gylfi skoraði í sjötta mánuðinum í röð

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær í fyrsta leik Swansea í febrúarmánuði og hann hefur þar með skorað í sex mánuðum í röð í ensku úrvalsdeildinni en því hefur enginn annar íslenskur knattspyrnumaður náð í þessari skemmtilegustu deild í Evrópu.

Gylfi: Aldrei minn vilji að fara

Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt stærstan þátt í upprisu Swansea City. Hann kveðst sáttur við sína frammistöðu og líður vel með þá miklu ábyrgð sem er á hans herðum. Það kom ekki til greina að fara frá Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×