Enski boltinn

Valinn besti stjórinn fyrir fyrsta mánuðinn í starfi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Clement með verðlaunin sín.
Clement með verðlaunin sín. vísir/getty
Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, var valinn stjóri janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Undir stjórn Clements vann Swansea þrjá af fjórum leikjum sínum í janúar og komst upp úr fallsæti.

Swansea vann sigra á Crystal Palace, Liverpool og Southampton í janúar. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmörk Swansea gegn Liverpool og Southampton.

Þetta var fyrsti mánuður Clements í starfi og það er óhætt að segja að hann fari vel af stað.

Clement hafði betur í baráttu við Ronald Koeman hjá Everton, Mark Hughes hjá Stoke City og Mauricio Pochettino hjá Tottenham Hotspur sem voru einnig tilnefndir.

Antonio Conte, stjóri Chelsea, fékk þessi verðlaun síðustu þrjá mánuðina á undan.

Swansea mætir Englandsmeisturum Leicester City á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Gylfi skoraði í sjötta mánuðinum í röð

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær í fyrsta leik Swansea í febrúarmánuði og hann hefur þar með skorað í sex mánuðum í röð í ensku úrvalsdeildinni en því hefur enginn annar íslenskur knattspyrnumaður náð í þessari skemmtilegustu deild í Evrópu.

Gylfi: Aldrei minn vilji að fara

Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt stærstan þátt í upprisu Swansea City. Hann kveðst sáttur við sína frammistöðu og líður vel með þá miklu ábyrgð sem er á hans herðum. Það kom ekki til greina að fara frá Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×