Gylfi: Aldrei minn vilji að fara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2017 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu í vikunni. Vísir/Getty Það er óhætt að segja að janúarmánuður hafi verið gjöfull fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga hans í Swansea City. Þegar árið 2017 gekk í garð voru Svanirnir á botni ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 12 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Mánuði síðar er staðan allt önnur. Swansea hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er komið með 21 stig. Og það sem mikilvægast er, liðið er komið upp úr fallsæti. „Andrúmsloftið er miklu betra og það er léttara yfir hópnum, enda hefur janúar verið fínn. Níu stig gera heilmikið fyrir lið í neðri hlutanum,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið í gær.Ánægður með nýja stjórann Í byrjun árs var Paul Clement ráðinn knattspyrnustjóri Swansea. Hann hafði getið sér gott orð sem aðstoðarmaður Carlos Ancelotti en reynsla hans sem aðalþjálfari var lítil. Gylfi ber Clement vel söguna. „Hann er góður og veit alveg hvað hann er að gera. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því. Síðan hann kom höfum við spilað mjög vel og sótt stig,“ sagði Gylfi.Í frjálsu hlutverki á kantinum Í öllum þremur sigurleikjum Swansea í janúar hefur Gylfi spilað úti á vinstri kantinum. Framan af tímabili spilaði hann bæði sem fremsti miðjumaður og framherji. Hann segir að þetta hringl með stöður hafi ekki mikil áhrif á sig og þegar honum sé stillt upp á kantinum hafi hann mikið frjálsræði. „Ég er mikið inni á miðjunni og ekki að hanga úti á kanti. Hann gefur mér frjálst hlutverk til að fara inn á miðjuna þegar við erum með boltann og erum að sækja,“ sagði Gylfi og bætti því að hann færði sig vanalega út til vinstri þegar Swansea er ekki með boltann. Gylfi hefur skorað sjö mörk og gefið sjö stoðsendingar og komið með beinum hætti að helmingi marka Swansea í úrvalsdeildinni. Hann kveðst ánægður með frammistöðu sína á tímabilinu. „Ég er mjög sáttur. Það hefur gengið vel að skora og leggja upp mörk. Vonandi heldur það áfram og við bætum aðeins fleiri sigrum við,“ sagði Gylfi sem setur sér alltaf markmið varðandi mörk og stoðsendingar fyrir hvert tímabil. Hann segist vera á góðri leið með að ná þeim.Vísir/GettyÁhugi frá Asíu Gylfi var orðaður við ýmis félög í janúarglugganum en hann segir að það hafi ekki komið til greina að fara frá Swansea. „Það var einhver áhugi en ég ætlaði ekki að skipta um lið. Mig langar að vera hérna áfram, snúa blaðinu við og halda okkur í deildinni. Það var aldrei minn vilji að fara neitt,“ sagði Gylfi. Sú saga flaug nokkuð hátt að Swansea hefði hafnað 30 milljóna punda tilboði frá kínversku liði í Gylfa í janúarglugganum. „Ég heyrði ekkert af neinu tilboði. Ég veit ekkert hvort það er satt. En það var einhver áhugi frá Asíu,“ sagði Gylfi. Landsliðsmaðurinn hefur verið besti leikmaður Swansea á tímabilinu og er án efa mikilvægasti leikmaður velska liðsins. Gylfi er meðvitaður um ábyrgðina sem er á hans herðum og segist þrífast á henni. „Mér finnst það fínt. Ég veit að ég þarf að standa mig vel í hverjum einasta leik og það er undir mér, og nokkrum öðrum, komið að skora og búa til mörk. Þetta heldur mér gangandi,“ sagði Gylfi.Yndisleg stund á Anfield Swansea ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á morgun en þá sækir liðið Manchester City heim. Gylfi hefur á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni skorað á völlum eins og Old Trafford og Anfield. Hann skoraði sigurmark Swansea gegn Liverpool á Anfield fyrir tveimur vikum og segir það hafa verið draumi líkast, enda stuðningsmaður Manchester United frá æsku. „Það var frábært og eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var lítill. Þetta var yndisleg stund,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson að lokum.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi um Lars Lagerbäck: Gott fyrir karlinn að hann sé ennþá í fótboltanum Gylfi Þór Sigurðsson, lykilmaður íslenska fótboltalandsliðsins, er ekkert svekktur út í Lars Lagerbäck þótt að Svíinn hafi ráðið sig sem þjálfara norska landsliðsins. 3. febrúar 2017 20:24 Clement líkir Gylfa við Lampard og segir hann betri en leikmenn hjá Bayern og Real Madrid Paul Clement er eðlilega í skýjunum með spilamennsku íslenska landsliðsmannsins. 3. febrúar 2017 08:00 Gylfi: Makélélé er nú farinn að ræða við menn undir fjögur augu Gylfi Þór Sigurðsson segir að Claude Makélélé sé farinn að láta meira til sín taka hjá Swansea City. 4. febrúar 2017 09:00 Gylfi tilnefndur sem leikmaður mánaðarins | Hjálpaðu honum að vinna Gylfi Þór Sigurðsson er tilnefndur sem besti leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 3. febrúar 2017 12:37 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Það er óhætt að segja að janúarmánuður hafi verið gjöfull fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga hans í Swansea City. Þegar árið 2017 gekk í garð voru Svanirnir á botni ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 12 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Mánuði síðar er staðan allt önnur. Swansea hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er komið með 21 stig. Og það sem mikilvægast er, liðið er komið upp úr fallsæti. „Andrúmsloftið er miklu betra og það er léttara yfir hópnum, enda hefur janúar verið fínn. Níu stig gera heilmikið fyrir lið í neðri hlutanum,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið í gær.Ánægður með nýja stjórann Í byrjun árs var Paul Clement ráðinn knattspyrnustjóri Swansea. Hann hafði getið sér gott orð sem aðstoðarmaður Carlos Ancelotti en reynsla hans sem aðalþjálfari var lítil. Gylfi ber Clement vel söguna. „Hann er góður og veit alveg hvað hann er að gera. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því. Síðan hann kom höfum við spilað mjög vel og sótt stig,“ sagði Gylfi.Í frjálsu hlutverki á kantinum Í öllum þremur sigurleikjum Swansea í janúar hefur Gylfi spilað úti á vinstri kantinum. Framan af tímabili spilaði hann bæði sem fremsti miðjumaður og framherji. Hann segir að þetta hringl með stöður hafi ekki mikil áhrif á sig og þegar honum sé stillt upp á kantinum hafi hann mikið frjálsræði. „Ég er mikið inni á miðjunni og ekki að hanga úti á kanti. Hann gefur mér frjálst hlutverk til að fara inn á miðjuna þegar við erum með boltann og erum að sækja,“ sagði Gylfi og bætti því að hann færði sig vanalega út til vinstri þegar Swansea er ekki með boltann. Gylfi hefur skorað sjö mörk og gefið sjö stoðsendingar og komið með beinum hætti að helmingi marka Swansea í úrvalsdeildinni. Hann kveðst ánægður með frammistöðu sína á tímabilinu. „Ég er mjög sáttur. Það hefur gengið vel að skora og leggja upp mörk. Vonandi heldur það áfram og við bætum aðeins fleiri sigrum við,“ sagði Gylfi sem setur sér alltaf markmið varðandi mörk og stoðsendingar fyrir hvert tímabil. Hann segist vera á góðri leið með að ná þeim.Vísir/GettyÁhugi frá Asíu Gylfi var orðaður við ýmis félög í janúarglugganum en hann segir að það hafi ekki komið til greina að fara frá Swansea. „Það var einhver áhugi en ég ætlaði ekki að skipta um lið. Mig langar að vera hérna áfram, snúa blaðinu við og halda okkur í deildinni. Það var aldrei minn vilji að fara neitt,“ sagði Gylfi. Sú saga flaug nokkuð hátt að Swansea hefði hafnað 30 milljóna punda tilboði frá kínversku liði í Gylfa í janúarglugganum. „Ég heyrði ekkert af neinu tilboði. Ég veit ekkert hvort það er satt. En það var einhver áhugi frá Asíu,“ sagði Gylfi. Landsliðsmaðurinn hefur verið besti leikmaður Swansea á tímabilinu og er án efa mikilvægasti leikmaður velska liðsins. Gylfi er meðvitaður um ábyrgðina sem er á hans herðum og segist þrífast á henni. „Mér finnst það fínt. Ég veit að ég þarf að standa mig vel í hverjum einasta leik og það er undir mér, og nokkrum öðrum, komið að skora og búa til mörk. Þetta heldur mér gangandi,“ sagði Gylfi.Yndisleg stund á Anfield Swansea ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á morgun en þá sækir liðið Manchester City heim. Gylfi hefur á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni skorað á völlum eins og Old Trafford og Anfield. Hann skoraði sigurmark Swansea gegn Liverpool á Anfield fyrir tveimur vikum og segir það hafa verið draumi líkast, enda stuðningsmaður Manchester United frá æsku. „Það var frábært og eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var lítill. Þetta var yndisleg stund,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson að lokum.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi um Lars Lagerbäck: Gott fyrir karlinn að hann sé ennþá í fótboltanum Gylfi Þór Sigurðsson, lykilmaður íslenska fótboltalandsliðsins, er ekkert svekktur út í Lars Lagerbäck þótt að Svíinn hafi ráðið sig sem þjálfara norska landsliðsins. 3. febrúar 2017 20:24 Clement líkir Gylfa við Lampard og segir hann betri en leikmenn hjá Bayern og Real Madrid Paul Clement er eðlilega í skýjunum með spilamennsku íslenska landsliðsmannsins. 3. febrúar 2017 08:00 Gylfi: Makélélé er nú farinn að ræða við menn undir fjögur augu Gylfi Þór Sigurðsson segir að Claude Makélélé sé farinn að láta meira til sín taka hjá Swansea City. 4. febrúar 2017 09:00 Gylfi tilnefndur sem leikmaður mánaðarins | Hjálpaðu honum að vinna Gylfi Þór Sigurðsson er tilnefndur sem besti leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 3. febrúar 2017 12:37 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Gylfi um Lars Lagerbäck: Gott fyrir karlinn að hann sé ennþá í fótboltanum Gylfi Þór Sigurðsson, lykilmaður íslenska fótboltalandsliðsins, er ekkert svekktur út í Lars Lagerbäck þótt að Svíinn hafi ráðið sig sem þjálfara norska landsliðsins. 3. febrúar 2017 20:24
Clement líkir Gylfa við Lampard og segir hann betri en leikmenn hjá Bayern og Real Madrid Paul Clement er eðlilega í skýjunum með spilamennsku íslenska landsliðsmannsins. 3. febrúar 2017 08:00
Gylfi: Makélélé er nú farinn að ræða við menn undir fjögur augu Gylfi Þór Sigurðsson segir að Claude Makélélé sé farinn að láta meira til sín taka hjá Swansea City. 4. febrúar 2017 09:00
Gylfi tilnefndur sem leikmaður mánaðarins | Hjálpaðu honum að vinna Gylfi Þór Sigurðsson er tilnefndur sem besti leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 3. febrúar 2017 12:37