Gylfi: Aldrei minn vilji að fara Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2017 08:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu í vikunni. Vísir/Getty Það er óhætt að segja að janúarmánuður hafi verið gjöfull fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga hans í Swansea City. Þegar árið 2017 gekk í garð voru Svanirnir á botni ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 12 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Mánuði síðar er staðan allt önnur. Swansea hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er komið með 21 stig. Og það sem mikilvægast er, liðið er komið upp úr fallsæti. „Andrúmsloftið er miklu betra og það er léttara yfir hópnum, enda hefur janúar verið fínn. Níu stig gera heilmikið fyrir lið í neðri hlutanum,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið í gær.Ánægður með nýja stjórann Í byrjun árs var Paul Clement ráðinn knattspyrnustjóri Swansea. Hann hafði getið sér gott orð sem aðstoðarmaður Carlos Ancelotti en reynsla hans sem aðalþjálfari var lítil. Gylfi ber Clement vel söguna. „Hann er góður og veit alveg hvað hann er að gera. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því. Síðan hann kom höfum við spilað mjög vel og sótt stig,“ sagði Gylfi.Í frjálsu hlutverki á kantinum Í öllum þremur sigurleikjum Swansea í janúar hefur Gylfi spilað úti á vinstri kantinum. Framan af tímabili spilaði hann bæði sem fremsti miðjumaður og framherji. Hann segir að þetta hringl með stöður hafi ekki mikil áhrif á sig og þegar honum sé stillt upp á kantinum hafi hann mikið frjálsræði. „Ég er mikið inni á miðjunni og ekki að hanga úti á kanti. Hann gefur mér frjálst hlutverk til að fara inn á miðjuna þegar við erum með boltann og erum að sækja,“ sagði Gylfi og bætti því að hann færði sig vanalega út til vinstri þegar Swansea er ekki með boltann. Gylfi hefur skorað sjö mörk og gefið sjö stoðsendingar og komið með beinum hætti að helmingi marka Swansea í úrvalsdeildinni. Hann kveðst ánægður með frammistöðu sína á tímabilinu. „Ég er mjög sáttur. Það hefur gengið vel að skora og leggja upp mörk. Vonandi heldur það áfram og við bætum aðeins fleiri sigrum við,“ sagði Gylfi sem setur sér alltaf markmið varðandi mörk og stoðsendingar fyrir hvert tímabil. Hann segist vera á góðri leið með að ná þeim.Vísir/GettyÁhugi frá Asíu Gylfi var orðaður við ýmis félög í janúarglugganum en hann segir að það hafi ekki komið til greina að fara frá Swansea. „Það var einhver áhugi en ég ætlaði ekki að skipta um lið. Mig langar að vera hérna áfram, snúa blaðinu við og halda okkur í deildinni. Það var aldrei minn vilji að fara neitt,“ sagði Gylfi. Sú saga flaug nokkuð hátt að Swansea hefði hafnað 30 milljóna punda tilboði frá kínversku liði í Gylfa í janúarglugganum. „Ég heyrði ekkert af neinu tilboði. Ég veit ekkert hvort það er satt. En það var einhver áhugi frá Asíu,“ sagði Gylfi. Landsliðsmaðurinn hefur verið besti leikmaður Swansea á tímabilinu og er án efa mikilvægasti leikmaður velska liðsins. Gylfi er meðvitaður um ábyrgðina sem er á hans herðum og segist þrífast á henni. „Mér finnst það fínt. Ég veit að ég þarf að standa mig vel í hverjum einasta leik og það er undir mér, og nokkrum öðrum, komið að skora og búa til mörk. Þetta heldur mér gangandi,“ sagði Gylfi.Yndisleg stund á Anfield Swansea ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á morgun en þá sækir liðið Manchester City heim. Gylfi hefur á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni skorað á völlum eins og Old Trafford og Anfield. Hann skoraði sigurmark Swansea gegn Liverpool á Anfield fyrir tveimur vikum og segir það hafa verið draumi líkast, enda stuðningsmaður Manchester United frá æsku. „Það var frábært og eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var lítill. Þetta var yndisleg stund,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson að lokum.Vísir/Getty Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi um Lars Lagerbäck: Gott fyrir karlinn að hann sé ennþá í fótboltanum Gylfi Þór Sigurðsson, lykilmaður íslenska fótboltalandsliðsins, er ekkert svekktur út í Lars Lagerbäck þótt að Svíinn hafi ráðið sig sem þjálfara norska landsliðsins. 3. febrúar 2017 20:24 Clement líkir Gylfa við Lampard og segir hann betri en leikmenn hjá Bayern og Real Madrid Paul Clement er eðlilega í skýjunum með spilamennsku íslenska landsliðsmannsins. 3. febrúar 2017 08:00 Gylfi: Makélélé er nú farinn að ræða við menn undir fjögur augu Gylfi Þór Sigurðsson segir að Claude Makélélé sé farinn að láta meira til sín taka hjá Swansea City. 4. febrúar 2017 09:00 Gylfi tilnefndur sem leikmaður mánaðarins | Hjálpaðu honum að vinna Gylfi Þór Sigurðsson er tilnefndur sem besti leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 3. febrúar 2017 12:37 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Það er óhætt að segja að janúarmánuður hafi verið gjöfull fyrir Gylfa Þór Sigurðsson og félaga hans í Swansea City. Þegar árið 2017 gekk í garð voru Svanirnir á botni ensku úrvalsdeildarinnar með aðeins 12 stig, fjórum stigum frá öruggu sæti. Mánuði síðar er staðan allt önnur. Swansea hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er komið með 21 stig. Og það sem mikilvægast er, liðið er komið upp úr fallsæti. „Andrúmsloftið er miklu betra og það er léttara yfir hópnum, enda hefur janúar verið fínn. Níu stig gera heilmikið fyrir lið í neðri hlutanum,“ sagði Gylfi í samtali við Fréttablaðið í gær.Ánægður með nýja stjórann Í byrjun árs var Paul Clement ráðinn knattspyrnustjóri Swansea. Hann hafði getið sér gott orð sem aðstoðarmaður Carlos Ancelotti en reynsla hans sem aðalþjálfari var lítil. Gylfi ber Clement vel söguna. „Hann er góður og veit alveg hvað hann er að gera. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því. Síðan hann kom höfum við spilað mjög vel og sótt stig,“ sagði Gylfi.Í frjálsu hlutverki á kantinum Í öllum þremur sigurleikjum Swansea í janúar hefur Gylfi spilað úti á vinstri kantinum. Framan af tímabili spilaði hann bæði sem fremsti miðjumaður og framherji. Hann segir að þetta hringl með stöður hafi ekki mikil áhrif á sig og þegar honum sé stillt upp á kantinum hafi hann mikið frjálsræði. „Ég er mikið inni á miðjunni og ekki að hanga úti á kanti. Hann gefur mér frjálst hlutverk til að fara inn á miðjuna þegar við erum með boltann og erum að sækja,“ sagði Gylfi og bætti því að hann færði sig vanalega út til vinstri þegar Swansea er ekki með boltann. Gylfi hefur skorað sjö mörk og gefið sjö stoðsendingar og komið með beinum hætti að helmingi marka Swansea í úrvalsdeildinni. Hann kveðst ánægður með frammistöðu sína á tímabilinu. „Ég er mjög sáttur. Það hefur gengið vel að skora og leggja upp mörk. Vonandi heldur það áfram og við bætum aðeins fleiri sigrum við,“ sagði Gylfi sem setur sér alltaf markmið varðandi mörk og stoðsendingar fyrir hvert tímabil. Hann segist vera á góðri leið með að ná þeim.Vísir/GettyÁhugi frá Asíu Gylfi var orðaður við ýmis félög í janúarglugganum en hann segir að það hafi ekki komið til greina að fara frá Swansea. „Það var einhver áhugi en ég ætlaði ekki að skipta um lið. Mig langar að vera hérna áfram, snúa blaðinu við og halda okkur í deildinni. Það var aldrei minn vilji að fara neitt,“ sagði Gylfi. Sú saga flaug nokkuð hátt að Swansea hefði hafnað 30 milljóna punda tilboði frá kínversku liði í Gylfa í janúarglugganum. „Ég heyrði ekkert af neinu tilboði. Ég veit ekkert hvort það er satt. En það var einhver áhugi frá Asíu,“ sagði Gylfi. Landsliðsmaðurinn hefur verið besti leikmaður Swansea á tímabilinu og er án efa mikilvægasti leikmaður velska liðsins. Gylfi er meðvitaður um ábyrgðina sem er á hans herðum og segist þrífast á henni. „Mér finnst það fínt. Ég veit að ég þarf að standa mig vel í hverjum einasta leik og það er undir mér, og nokkrum öðrum, komið að skora og búa til mörk. Þetta heldur mér gangandi,“ sagði Gylfi.Yndisleg stund á Anfield Swansea ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur á morgun en þá sækir liðið Manchester City heim. Gylfi hefur á ferli sínum í ensku úrvalsdeildinni skorað á völlum eins og Old Trafford og Anfield. Hann skoraði sigurmark Swansea gegn Liverpool á Anfield fyrir tveimur vikum og segir það hafa verið draumi líkast, enda stuðningsmaður Manchester United frá æsku. „Það var frábært og eitthvað sem mann dreymdi um þegar maður var lítill. Þetta var yndisleg stund,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson að lokum.Vísir/Getty
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi um Lars Lagerbäck: Gott fyrir karlinn að hann sé ennþá í fótboltanum Gylfi Þór Sigurðsson, lykilmaður íslenska fótboltalandsliðsins, er ekkert svekktur út í Lars Lagerbäck þótt að Svíinn hafi ráðið sig sem þjálfara norska landsliðsins. 3. febrúar 2017 20:24 Clement líkir Gylfa við Lampard og segir hann betri en leikmenn hjá Bayern og Real Madrid Paul Clement er eðlilega í skýjunum með spilamennsku íslenska landsliðsmannsins. 3. febrúar 2017 08:00 Gylfi: Makélélé er nú farinn að ræða við menn undir fjögur augu Gylfi Þór Sigurðsson segir að Claude Makélélé sé farinn að láta meira til sín taka hjá Swansea City. 4. febrúar 2017 09:00 Gylfi tilnefndur sem leikmaður mánaðarins | Hjálpaðu honum að vinna Gylfi Þór Sigurðsson er tilnefndur sem besti leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 3. febrúar 2017 12:37 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Gylfi um Lars Lagerbäck: Gott fyrir karlinn að hann sé ennþá í fótboltanum Gylfi Þór Sigurðsson, lykilmaður íslenska fótboltalandsliðsins, er ekkert svekktur út í Lars Lagerbäck þótt að Svíinn hafi ráðið sig sem þjálfara norska landsliðsins. 3. febrúar 2017 20:24
Clement líkir Gylfa við Lampard og segir hann betri en leikmenn hjá Bayern og Real Madrid Paul Clement er eðlilega í skýjunum með spilamennsku íslenska landsliðsmannsins. 3. febrúar 2017 08:00
Gylfi: Makélélé er nú farinn að ræða við menn undir fjögur augu Gylfi Þór Sigurðsson segir að Claude Makélélé sé farinn að láta meira til sín taka hjá Swansea City. 4. febrúar 2017 09:00
Gylfi tilnefndur sem leikmaður mánaðarins | Hjálpaðu honum að vinna Gylfi Þór Sigurðsson er tilnefndur sem besti leikmaður janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 3. febrúar 2017 12:37