Enski boltinn

Gylfi skoraði í sjötta mánuðinum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki sínu í gær. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær í fyrsta leik Swansea í febrúarmánuði og  hann hefur þar með skorað í sex mánuðum í röð í ensku úrvalsdeildinni en því hefur enginn annar íslenskur knattspyrnumaður náð í þessari skemmtilegustu deild í Evrópu.

Mánaðarmótin febrúar og janúar er annars frábær tími  fyrir íslenska landsliðsmanninn því annað árið í röð er hann að ná því að skora í þremur deildarleikjum í röð á þessum tíma.

Gylfa tókst ekki að skora í þremur deildarleikjum Swansea í ágúst en opnaði markareikning sinn á tímabilinu í leik á móti Chelsea 11. september.  Gylfi hefur nú skorað mark í september (1), október (1), nóvember (2), desember (1), janúar (2) og febrúar (1).

Fyrir þetta tímabil hafði Gylfi mest náð að skora í fjórum mánuðum í röð.  Eiður Smári Guðjohnsen náði heldur ekki að skora í meira en fjórum mánuðum í röð.

Gylfi náði ekki að skora í maí, síðasta mánuði síðasta tímabils, en hafði skoraði hinsvegar tvö mörk í fyrstu fjórum mánuðum ársins 2016.  Hann hefur því skorað í tíu af síðustu tólf keppnismánuðum ensku úrvalsdeildarinnar.



Sex markamánuðir í röð hjá Gylfa Þór Sigurðssyni:

Mörk í september 2016

1 mark í 3 leikjum (Skoraði á móti Chelsea)

Mörk í október 2016

1 mark í 4 leikjum (Skoraði á móti Arsenal)

Mörk í nóvember 2016

2 mörk í 3 leikjum (Skoraði á móti Everton og Crystal Palace)

Mörk í desember 2016

1 mark í 6 leikjum (Skoraði á móti Sunderland)

Mörk í janúar 2017

2 mörk í 4 leikjum (Skoraði á móti Liverpool og Southampton)

Mörk í febrúar 2017

1 mark í 1 leik (Skoraði á móti Manchester City)


Tengdar fréttir

Gylfi: Aldrei minn vilji að fara

Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt stærstan þátt í upprisu Swansea City. Hann kveðst sáttur við sína frammistöðu og líður vel með þá miklu ábyrgð sem er á hans herðum. Það kom ekki til greina að fara frá Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×