Enski boltinn

Gylfi: Makélélé er nú farinn að ræða við menn undir fjögur augu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Claude Makélélé og Gylfi Þór Sigurðsson.
Claude Makélélé og Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Samsett/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson er ánægður með hvernig Paul Clement, nýr knattspyrnustjóri Swansea City, hefur komið inn hjá félaginu.

Gylfi hefur skoraði sigurmarkið í tveimur síðustu leikjum liðsins og Swansea er komið upp úr fallsæti.

„Hann hefur komið með sínar áherslur og það hefur gengið eftir. Því fylgir mikið sjálfstraust og þetta helst allt í hendur. En það hafa ekki verið neitt gríðarlega stórar breytingar. Hann hefur fínpússað lítil atriði,“ sagði Gylfi í samtali við íþróttdeild 365 og bætir svo við:

„Hann er góður og veit alveg hvað hann er að gera. Það er ekki hægt að kvarta neitt yfir því. Síðan hann kom höfum við spilað mjög vel og sótt stig," segir Gylfi.

Swansea fékk nokkra leikmenn í janúarglugganum og þá styrkti Clement líka þjálfarateymið. Meðal þeirra sem hann fékk sér til aðstoðar er Claude Makélélé, fyrrum leikmaður Real Madrid, Chelsea og fleiri liða.

„Hann var aðeins til hliðar fyrstu vikuna og var að fylgjast með hópnum. En núna er hann farinn að ræða við menn undir fjögur augu og er að komast meira inn í þetta,“ sagði Gylfi um nýja aðstoðarþjálfarann.

Claude Makélélé lék fimm ár með Chelsea á árunum 2003 til 2008 eftir að hafa komið þangað frá spænska stórliðinu Real Madrid. Makélélé, sem lék 71 landsleik fyrir Frakka á sínum ferli, endaði ferilinn síðan hjá Paris Saint-Germain 2011.

Makélélé varð tvisvar sinnum enskur meistari, tvisvar sinnum spænskur meistari og einu sinni franskur meistari. Hann var í silfurliði Frakka á HM í Þýskalandi 2006.


Tengdar fréttir

Gylfi: Aldrei minn vilji að fara

Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt stærstan þátt í upprisu Swansea City. Hann kveðst sáttur við sína frammistöðu og líður vel með þá miklu ábyrgð sem er á hans herðum. Það kom ekki til greina að fara frá Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×