Swansea hafnaði tilboði í Gylfa í janúarglugganum

Huw Jenkins, stjórnarformaður Swansea, greinir frá þessu í leikskránni fyrir leik Swansea og Leicester City sem er nýhafinn.
„Ég get staðfest að það var áhugi á Gylfa, Fernando Llorente og Federico Fernández. Við höfnuðum álitlegum tilboðum í þá alla því þeir eru okkur mikilvægir,“ skrifaði Jenkins.
Sú saga flaug nokkuð hátt að Swansea hefði hafnað 30 milljón punda tilboði frá kínversku liði í Gylfa. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir rúmri viku sagðist Gylfi hafa vitað af áhuga frá Asíu.
Gylfi hefur verið besti leikmaður Swansea á tímabilinu. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur skorað átta mörk og gefið sjö stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni í vetur.
Fylgjast má með beinni textalýsingu frá leik Swansea og Leicester með því að smella hér.
Tengdar fréttir

Sky Sports: Gylfi fær ekki fyrirsagnirnar en er líklega vanmetnastur í deildinni
Tölfræðin sannar að Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar.

Gylfi skoraði í sjötta mánuðinum í röð
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær í fyrsta leik Swansea í febrúarmánuði og hann hefur þar með skorað í sex mánuðum í röð í ensku úrvalsdeildinni en því hefur enginn annar íslenskur knattspyrnumaður náð í þessari skemmtilegustu deild í Evrópu.

„Veikari“ fóturinn hjá Gylfa er sjóðandi heitur
Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora í þremur leikjum Swansea City í röð og íslenski landsliðsmaðurinn hefur skorað öll mörkin með "verri“ fætinum sínum.

Valinn besti stjórinn fyrir fyrsta mánuðinn í starfi
Paul Clement, knattspyrnustjóri Swansea City, var valinn stjóri janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi markahæstur hjá Swansea í efstu deild
„Guði sé lof fyrir Gylfa Sigurðsson,“ segir í fyrirsögn South Wales Evening Post.

Gylfi um Lars Lagerbäck: Gott fyrir karlinn að hann sé ennþá í fótboltanum
Gylfi Þór Sigurðsson, lykilmaður íslenska fótboltalandsliðsins, er ekkert svekktur út í Lars Lagerbäck þótt að Svíinn hafi ráðið sig sem þjálfara norska landsliðsins.

Gylfi Þór þriðji í vali fólksins á leikmanni mánaðarins
Tom Davies var með mikla yfirburði í netkosningu um leikmann janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Skorar Gylfi í fjórða leiknum í röð? | Myndband
Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór
Íslenski landsliðsmaðurinn trónir nú einn á toppi listanst yfir þá sem skapa mest af miðjunni.

Gylfi lagði upp mark í sigri á meisturunum | Sjáðu mörkin
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp seinna mark Swansea City í 2-0 sigri á Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn
Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða.

Stjóri Gylfa kryddar umræðuna fyrir leik helgarinnar
Swansea City hefur verið duglegt að safna stigum að undanförnu og hefur með því tekist að komast upp úr fallsæti í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi: Makélélé er nú farinn að ræða við menn undir fjögur augu
Gylfi Þór Sigurðsson segir að Claude Makélélé sé farinn að láta meira til sín taka hjá Swansea City.

Gylfi: Aldrei minn vilji að fara
Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt stærstan þátt í upprisu Swansea City. Hann kveðst sáttur við sína frammistöðu og líður vel með þá miklu ábyrgð sem er á hans herðum. Það kom ekki til greina að fara frá Swansea.

Enn eitt markið frá Gylfa dugði ekki til gegn City | Sjáðu mörkin
Gylfi Þór Sigurðsson skoraði frábært mark fyrir Swansea í 2-1 tapi gegn Manchester City og það á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hjörvar: Get alveg séð Tottenham kyngja stoltinu og reyna að fá Gylfa aftur
Messumenn fóru ítarlega yfir frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í síðustu leikjum.