Enski boltinn

„Veikari“ fóturinn hjá Gylfa er sjóðandi heitur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að skora í þremur leikjum Swansea City í röð og íslenski landsliðsmaðurinn hefur skorað öll mörkin með „verri“ fætinum sínum.

Gylfi er nú kominn með átta mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þar af fjögur þeirra úr vítaspyrnum (3) eða aukaspyrnum (1).

Gylfi er réttfættur og tekur bæði vítin og aukaspyrnurnar með hægri fæti en hann hefur aftur á móti skorað öll mörkin sín utan af velli með vinstri fætinum.

Markið á móti Manchester City í dag og mörkin á móti Liverpool og Southampton voru öll skoruð með vinstri fætinum.

Gylfi hefur alls skorað 10 af 41 marki sínu í ensku úrvalsdeildinni með vinstri fæti og 40 prósent vinstra fóta marka hans hafa því komið á þessu tímabili.

Þetta er mikil breyting frá því á síðasta tímabili þegar hann skoraði jafnmörg mörk með skalla (1) og með vinstri fæti (1) en 9 af 11 mörkum hans í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili voru skoruð með hægri fæti.

Mörkin hans Gylfa í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu

1. Mark á móti Chelsea á heimavelli - Vítaspyrna með hægri

2. Mark á móti Arsenal á útivelli - Vinstri fótar skot

3. Mark á móti Everton á útivelli - Vítaspyrna með hægri

4. Mark á móti Crystal Palace á heimavelli - Aukaspyrna með hægri

5. Mark á móti Sunderland á heimavelli -  Vítaspyrna með hægri

6. Mark á móti Liverpool á útivelli - Vinstri fótar skot

7. Mark á móti Southampton á heimavelli - Vinstri fótar skot

8. Mark á móti Manchester City á útivelli - Vinstri fótar skot


Tengdar fréttir

Gylfi: Aldrei minn vilji að fara

Gylfi Þór Sigurðsson hefur átt stærstan þátt í upprisu Swansea City. Hann kveðst sáttur við sína frammistöðu og líður vel með þá miklu ábyrgð sem er á hans herðum. Það kom ekki til greina að fara frá Swansea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×