Gylfi markahæstur hjá Swansea í efstu deild Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 8. febrúar 2017 10:00 Gylfi Þór fagnar einu marka sinna með Swansea. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson varð á sunnudag markahæsti leikmaður Swansea í efstu deild frá upphafi er hann skoraði sitt 33. úrvalsdeildarmark fyrir félagið í 2-1 tapi gegn Manchester City. Þar með tók hann fram úr Bob Latchford sem spilaði með Swansea frá 1981 til 1984 og skoraði 32 mörk fyrir félagið í gömlu 1. deildinni. Gylfi varð í fyrra markahæsti leikmaður Swansea í úrvalsdeildinni sem var stofnuð árið 1992. „Guði sé lof fyrir Gylfa Sigurðsson,“ segir í fyrirsögn South Wales Evening Post um afrekið en ljóst er að nafn Gylfa er nú skráð stórum stöfum í sögubækur félagsins. Þrátt fyrir tapið um helgina hefur Swansea gengið betur að undanförnu eftir erfitt haust og hafði unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum á undan. Fyrir vikið komst Swansea úr fallsæti og er það ekki síst frammistöðu Gylfa að þakka en hann hefur skorað í síðustu þremur leikjum Swansea. „Engin furða að Paul Clement þjálfari telur að Sigurðsson sé nógu góður til að spila með liðum eins og Real Madrid og Bayern München,“ sagði greinahöfundur en í greininni eru mörk Gylfa greind með nákvæmum hætti. Sjá einnig: Sky Sports: Gylfi fær ekki fyrirsagnirnar en er líklega vanmetnastur í deildinni Kemur meðal annars fram að Gylfi hefur skorað sín 33 úrvalsdeildarmörk í 110 leikjum fyrir félagið og að hann skori því í 30 prósent leikja sinna sem sé frábær tölfræði fyrir miðjumann.Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að koma með beinum hætti að ríflega helmingi marka Swansea.vísir/gettyHann sé með betra markahlutfall en leikmenn á borð við Christian Eriksen, Ross Barkley, Eden Hazard og Kevin de Bruyne. Þá er enn fremur bent á að í þeim 31 leikjum sem Gylfi hefur skorað hefur Swansea aðeins tapað tíu þeirra. Alls hafa sextán unnist og Swansea hefur fengið alls 53 stig þegar Gylfi hefur verið á skotskónum. Sjá einnig: Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór Þetta tímabilið hefur Gylfi átt beinan þátt í fimmtán af 29 mörkum Swansea og á þar með beinan þátt í tólf af 21 stigi liðsins á tímabilinu. Gylfi á þó meira inni á Liberty-vellinum, heimavelli Swansea, þar sem 21 marka hans hafa komið á útivelli en Gylfi hefur skorað gegn nítján mismunandi liðum á ferlinum með Swansea - þar af öllu stóru liðunum (Chelsea, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Arsenal og Liverpool). Enski boltinn Tengdar fréttir Sky Sports: Gylfi fær ekki fyrirsagnirnar en er líklega vanmetnastur í deildinni Tölfræðin sannar að Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. 7. febrúar 2017 10:45 Gylfi skoraði í sjötta mánuðinum í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær í fyrsta leik Swansea í febrúarmánuði og hann hefur þar með skorað í sex mánuðum í röð í ensku úrvalsdeildinni en því hefur enginn annar íslenskur knattspyrnumaður náð í þessari skemmtilegustu deild í Evrópu. 6. febrúar 2017 08:00 Gylfi Þór þriðji í vali fólksins á leikmanni mánaðarins Tom Davies var með mikla yfirburði í netkosningu um leikmann janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 7. febrúar 2017 13:00 Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór Íslenski landsliðsmaðurinn trónir nú einn á toppi listanst yfir þá sem skapa mest af miðjunni. 6. febrúar 2017 11:30 Hjörvar: Get alveg séð Tottenham kyngja stoltinu og reyna að fá Gylfa aftur Messumenn fóru ítarlega yfir frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í síðustu leikjum. 7. febrúar 2017 14:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson varð á sunnudag markahæsti leikmaður Swansea í efstu deild frá upphafi er hann skoraði sitt 33. úrvalsdeildarmark fyrir félagið í 2-1 tapi gegn Manchester City. Þar með tók hann fram úr Bob Latchford sem spilaði með Swansea frá 1981 til 1984 og skoraði 32 mörk fyrir félagið í gömlu 1. deildinni. Gylfi varð í fyrra markahæsti leikmaður Swansea í úrvalsdeildinni sem var stofnuð árið 1992. „Guði sé lof fyrir Gylfa Sigurðsson,“ segir í fyrirsögn South Wales Evening Post um afrekið en ljóst er að nafn Gylfa er nú skráð stórum stöfum í sögubækur félagsins. Þrátt fyrir tapið um helgina hefur Swansea gengið betur að undanförnu eftir erfitt haust og hafði unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum á undan. Fyrir vikið komst Swansea úr fallsæti og er það ekki síst frammistöðu Gylfa að þakka en hann hefur skorað í síðustu þremur leikjum Swansea. „Engin furða að Paul Clement þjálfari telur að Sigurðsson sé nógu góður til að spila með liðum eins og Real Madrid og Bayern München,“ sagði greinahöfundur en í greininni eru mörk Gylfa greind með nákvæmum hætti. Sjá einnig: Sky Sports: Gylfi fær ekki fyrirsagnirnar en er líklega vanmetnastur í deildinni Kemur meðal annars fram að Gylfi hefur skorað sín 33 úrvalsdeildarmörk í 110 leikjum fyrir félagið og að hann skori því í 30 prósent leikja sinna sem sé frábær tölfræði fyrir miðjumann.Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að koma með beinum hætti að ríflega helmingi marka Swansea.vísir/gettyHann sé með betra markahlutfall en leikmenn á borð við Christian Eriksen, Ross Barkley, Eden Hazard og Kevin de Bruyne. Þá er enn fremur bent á að í þeim 31 leikjum sem Gylfi hefur skorað hefur Swansea aðeins tapað tíu þeirra. Alls hafa sextán unnist og Swansea hefur fengið alls 53 stig þegar Gylfi hefur verið á skotskónum. Sjá einnig: Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór Þetta tímabilið hefur Gylfi átt beinan þátt í fimmtán af 29 mörkum Swansea og á þar með beinan þátt í tólf af 21 stigi liðsins á tímabilinu. Gylfi á þó meira inni á Liberty-vellinum, heimavelli Swansea, þar sem 21 marka hans hafa komið á útivelli en Gylfi hefur skorað gegn nítján mismunandi liðum á ferlinum með Swansea - þar af öllu stóru liðunum (Chelsea, Manchester City, Manchester United, Tottenham, Arsenal og Liverpool).
Enski boltinn Tengdar fréttir Sky Sports: Gylfi fær ekki fyrirsagnirnar en er líklega vanmetnastur í deildinni Tölfræðin sannar að Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. 7. febrúar 2017 10:45 Gylfi skoraði í sjötta mánuðinum í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær í fyrsta leik Swansea í febrúarmánuði og hann hefur þar með skorað í sex mánuðum í röð í ensku úrvalsdeildinni en því hefur enginn annar íslenskur knattspyrnumaður náð í þessari skemmtilegustu deild í Evrópu. 6. febrúar 2017 08:00 Gylfi Þór þriðji í vali fólksins á leikmanni mánaðarins Tom Davies var með mikla yfirburði í netkosningu um leikmann janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 7. febrúar 2017 13:00 Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór Íslenski landsliðsmaðurinn trónir nú einn á toppi listanst yfir þá sem skapa mest af miðjunni. 6. febrúar 2017 11:30 Hjörvar: Get alveg séð Tottenham kyngja stoltinu og reyna að fá Gylfa aftur Messumenn fóru ítarlega yfir frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í síðustu leikjum. 7. febrúar 2017 14:00 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Sky Sports: Gylfi fær ekki fyrirsagnirnar en er líklega vanmetnastur í deildinni Tölfræðin sannar að Gylfi Þór Sigurðsson er einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. 7. febrúar 2017 10:45
Gylfi skoraði í sjötta mánuðinum í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í gær í fyrsta leik Swansea í febrúarmánuði og hann hefur þar með skorað í sex mánuðum í röð í ensku úrvalsdeildinni en því hefur enginn annar íslenskur knattspyrnumaður náð í þessari skemmtilegustu deild í Evrópu. 6. febrúar 2017 08:00
Gylfi Þór þriðji í vali fólksins á leikmanni mánaðarins Tom Davies var með mikla yfirburði í netkosningu um leikmann janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni. 7. febrúar 2017 13:00
Enginn miðjumaður í ensku úrvalsdeildinni býr til fleiri mörk en Gylfi Þór Íslenski landsliðsmaðurinn trónir nú einn á toppi listanst yfir þá sem skapa mest af miðjunni. 6. febrúar 2017 11:30
Hjörvar: Get alveg séð Tottenham kyngja stoltinu og reyna að fá Gylfa aftur Messumenn fóru ítarlega yfir frammistöðu Gylfa Þórs Sigurðssonar í síðustu leikjum. 7. febrúar 2017 14:00