Fleiri fréttir Fellibylur á leið til Jamaíka Jamaíka-búar búa sig nú í ofboði undir öflugasta fellibyl ársins, Ívan, en hann þokast nær Karíbafinu. Almenningur hamstrar birgðir og neglir fyrir glugga í von um að takmarka skemmdir en vindhraðinn nær allt að 240 kílómetra hraða á klukkustund. 10.9.2004 00:01 Óvíst um fjölda fátæklinga Norsk stjórnvöld og Evrópusambandið greinir á um tölu fátæklinga í Noregi. Stjórnvöld telja að um níutíu þúsund Norðmenn lifi undir fátæktarmörkum en sérfræðingar í Brussel telja að þeir séu fjórfalt fleiri, eða um 360 þúsund. 10.9.2004 00:01 Ufsinn á 125 þúsund krónur Þýskir ferðamenn fengu nýverið himinháar sektir fyrir eins konar landhelgisbrot í Noregi þegar þeir renndu í grandaleysi fyrir ufsa, sér til matar, í friðsælum norskum firði. Í firðinum eru líka laxeldiskvíar og eru veiðar stranglega bannaðar í grennd við þær þar sem ferðamenn hafa oftar en ekki látið öngla sína detta innan kvínna í von um lax á öngla sína. 10.9.2004 00:01 2 látnir í lestarslysi í Svíþjóð Að minnsta kosti tveir eru látnir í alvarlegu lestarslysi sem varð í suðurhluta Svíþjóðar í morgun. Lítil lest sem var á leið frá Karlskrona til Kristianstad rakst á vörubíl sem einhverra hluta vegna hafði verið skilinn eftir á lestarteinunum. Bílstjóri vörubílsins var ekki í honum þegar slysið varð og er nú yfirheyrður af lögreglu. 10.9.2004 00:01 Breskt par drepið í Taílandi Lögregla í Taílandi leitar að morðingja ungs bresks pars á bakpokaferðalagi í landinu. Svo virðist sem parið hafi lent í rifrildi við eiganda veitingahúss þar sem þau snæddu. Eigandinn er jafnframt einkaspæjari í Taílandi og hann virðist hafa hlaupið á eftir parinu, skotið manninn fyrst til bana og keyrt síðan á konuna og skotið. 10.9.2004 00:01 Þjóðarmorð í Súdan segir Powell Hvenær eru fjöldamorð þjóðarmorð og hvenær ekki? Það er spurningin sem vestrænar þjóðir og yfirvöld í Súdan deila um þessa dagana. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að framferði Súdanstjórnarinnar í Darfur væri ekkert annað en þjóðarmorð og hvatti þjóðir heims til að veita fé í friðargæslu í héraðinu. 10.9.2004 00:01 Vill Tyrki ekki í ESB Fjármálaráðherra Austurríkis sagðist í dag vera á móti inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið því landið væri „ekki tilbúið fyrir Evrópu“. Umsókn um formlegar samningaviðræður um inngöngu Tyrkja í sambandið eru á borði stjórnarinnar. 10.9.2004 00:01 Danskur dýraníðingur gengur laus Fyrirtæki, einstaklingar og dýraverndunarsamtök í Danmörku hafa tekið höndum saman og heitið andvirði einni og hálfri milljón íslenskra króna til þess sem veitt getur upplýsingar sem leiða til handtöku dýraníðings sem gengur laus á Jótlandi. 10.9.2004 00:01 Breskir feður þykjast sofa Helmingur breskra feðra sefur eða þykist sofa þegar lítil börn þeirra byrja að gráta á nóttunni. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem breska tímaritið <em>Mother and Baby</em> hefur látið gera. Það er ekki nóg með að 52 prósent feðra liggi sem fastast þó barnið gráti, 22 prósent til viðbótar drattast ekki á fætur fyrr en móðirin er komin fram úr. 10.9.2004 00:01 Penný varð að 20 milljónum Maður sem fór út að viðra hundinn sinn á dögunum í Bedfordskíri í Englandi fann eitt penný á götunni, beygði sig niður og tók það upp. Þessi hnébeygja borgaði sig heldur betur því nú hefur komið í ljós að pennýið er ævagamalt og ber nafn Kóenwulfs sem ríkti í Mercíu-héraði í Mið- Englandi á níundu öld. 10.9.2004 00:01 Síamstvíburar aðskildir Tveggja ára gamlir síamstvíburar sem fæddust með samvaxin höfuð gætu farið að ganga einir fyrir áramót. Tvíburarnir, sem eru frá Filippseyjum, fóru í aðgerð í New York fyrir fimm vikum og heppnaðist hún mjög vel. 10.9.2004 00:01 5 ára stúlka lifði af sprenginguna Fimm ára áströlsk stúlka, sem talið var að hryðjuverkamenn hefðu drepið í árás þeirra á ástralska sendiráðið í Indónesíu í gær, er á lífi. Móðir hennar lést í árásinni. 10.9.2004 00:01 Vara við borgarastríði Ísrael er á barmi borgarastríðs vegna áforma Ariels Sharon forsætisráðherra um að flytja ísraelska landtökumenn frá Gaza-svæðinu að sögn forystumanna landtökumanna. 10.9.2004 00:01 Létust í lestarslysi í Svíþjóð Tveir létust og 47 slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar lest lenti í árekstri við flutningabíl í Nosaby skammt frá Kristianstad í Suður-Svíþjóð. Einum af þremur vögnum lestarinnar hvolfdi við áreksturinn og var í fyrstu óttast að fólk kynni að hafa lent undir vagninum. Síðar um daginn kom þó í ljós að svo hafði ekki verið. 10.9.2004 00:01 Málaliði sakfelldur Breski málaliðinn Simon Mann, sem stjórnvöld í Miðbaugs-Gíneu sökuðu um að leiða hóp málaliða sem áttu að steypa þeim af stóli, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að reyna að kaupa vopn ólöglega. Dómurinn var kveðinn upp í fangelsi í Simbabve en í honum var ekkert tekið á ásökunum um fyrirhugað valdarán. 10.9.2004 00:01 Fjölmenni á slóð lykilsins Spennusagan Da Vinci lykillinn selst ekki bara eins og heitar lummur heldur hafa margir lesendur hrifist svo mjög að þeir leggja á sig löng ferðalög til að sjá staðina sem koma við sögu í bókinni. Nú er svo komið að nokkur fyrirtæki bjóða upp á skipulagðar ferðir fyrir þá sem vilja komast að því hversu mikið í bókinni á við rök að styðjast. 10.9.2004 00:01 Heimurinn öruggari en enn er hætta "Við búum enn í hættulegu umhverfi. Það er enn til fólk sem vill vinna Bandaríkjunum mein," sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann segir Bandaríkjamenn þó öruggari nú en um það leyti sem hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í New York og Washington fyrir þremur árum. 10.9.2004 00:01 Hálf milljón íbúa Jamaíku flýja Hálf milljón íbúa Jamaíku hefur verið hvött til að flýja heimili sín áður en fellibylurinn Ívan nær ströndum eyjarinnar í kvöld. Íbúar í Kingston hafa í allan dag unnið hörðum höndum að því að verja heimili sín og festa allt lauslegt. Að minnsta kosti tuttugu og sjö manns hafa þegar látist í veðurofsanum en fellibylurinn fór yfir Grenada á síðasta sólarhring. 10.9.2004 00:01 Al-Kaída segir sigurinn nærri Þremur árum eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum segir næstæðsti maður al-Kaída sigurinn nærri í Írak og Afganistan. Þeir sem lifðu árásirnar af og aðstandendur þeirra sem létust eiga enn um sárt að binda. </font /></b /> 10.9.2004 00:01 2 létust í lestarslysi í Svíþjóð Tveir létust og fjörutíu og sjö slösuðust þegar lest ók á flutningabíl í suðurhluta Svíþjóðar í morgun. Margir lestarfarþeganna voru börn og unglingar á leið í skóla. 10.9.2004 00:01 Bush með gott forskot Bush Bandaríkjaforseti mælist með nokkuð öruggt forskot á keppinaut sinn, John Kerry, í nýrri fylgiskönnun vegna forsetakosninganna sem birt var í Bandaríkjunum í dag. Bush fengi fimmtíu og tvö prósent atkvæða samkvæmt henni en Kerry fjörutíu og þrjú prósent. Fylgisaukning Bush er þökkuð flokksþingi repúblikana í fyrri viku. 10.9.2004 00:01 Á brattann að sækja fyrir Kerry Ef draga má lærdóm af forsetakosningunum fyrir átta og tólf árum er demókratinn John Kerry búinn að tapa forsetakosningunum fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta. 9.9.2004 00:01 Spánverjar fengu mest frá ESB Spánverjar fengu allra þjóða mesta styrki frá Evrópusambandinu í fyrra en Hollendingar greiddu mest hlutfallslega í sjóði sambandsins. Fjárlög sambandsins námu alls 7.900 milljörðum króna í fyrra en af þeim fór nær fimmtungur, eða 1.400 milljarðar króna, til Spánar. 9.9.2004 00:01 Fimm milljón dollara brúðkaup Demantar og djásn voru í boði í Brúnei í nótt þar sem krónprinsinn Al-Muhtadee Billah Bolkiah gekk að eiga unnustu sína. Krónprinsinn er þrítugur en brúðurin aðeins sautján ára. Sex þúsund manns var boðið í brúðkaupsveisluna sem fór fram í aðalhöll konungsfjölskyldunnar í Brúnei, en þar er aðeins að finna 1788 herbergi. 9.9.2004 00:01 Rautt á sykurgums Danir hafa nýstárlegar hugmyndir um hvernig auðvelda mætti almenningi að borða hollan og góðan mat. Neytendaráðherra Danmerkur, Henrietta Kjær, vill að matvörur verði framvegis merktar með lituðum límmiðum sem gefa eiga til kynna hversu hollur eða óhollur viðkomandi varningur er. 9.9.2004 00:01 9 látast í bílsprengingu Níu féllu þegar öflug bílsprengja sprakk við sendiráð Ástralíu í Jakarta í Indónesíu í morgun. yfir hundrað særðust og óttast er að tala fallina muni hækka. Lögregluyfirvöld segja þessa sprengju hafa verið mun öflugru en sprengjuna sem sprakk fyrir utan Marriott-hótelið í Jakarta í fyrra, en þá fórust tólf. 9.9.2004 00:01 5 féllu í Fallujah Loftárásir Bandaríkjahers á borgina Fallujah í Írak í nótt kostuðu í það minnsta fimm lífið. Læknar segja fjórtán hafa særst, þar á meðal börn undir fjögurra ára aldri. Talsmenn Bandaríkjahers segja árásirnar hafa verið gerðar á bækisstöðvar stuðningsmanna Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaeda í Írak. 9.9.2004 00:01 Vilja herða tökin Ísraelskar hersveitir réðust inn í palestínskar flóttamannabúðir í morgun og er stefnt að því að herða tökin þar í því augnamiði að koma í veg fyrir eldflaugaárásir á Ísrael. Tugir byssumanna börðust við hersveitirnar í Jabalya-búðunum, og er einn sagður fallinn. 9.9.2004 00:01 Fleiri hryðjuverk í Rússlandi? Lögreglan í Rússlandi fann fyrir stundu bæði sprengiefni og skammbyssu í kvikmyndahúsi í Pétursborg. Húsið var lokað vegna viðgerða og eru aðstæður að mörgu leyti svipaðar og í barnaskólanum í Beslan. Óttast er að hryðjuverkamenn hafi þar verið að undirbúa aðra árás. </font /> 9.9.2004 00:01 50 uppreisnarmenn felldir Í það minnsta 50 íslamskir uppreisnarmenn voru drepnir af herliði Pakistana við landamæri Afganistan í dag. Herþyrlur og þotur Pakistana réðust á það sem herinn taldi vera þjálfunarbúðir fyrir erlenda hryðjuverkamenn. Búist við að tala látinna muni hækka. 9.9.2004 00:01 Blair stokkar upp í ríkisstjórn Tony Blair, forsætisráðherra Breta hefur stokkað upp í ríkisstjórn sinni, að því er virðist til að reyna að styrkja stöðu sína innan stjórnarinnar og ekki síður innan Verkamannaflokksins. Blair hefur fengið einn helsta stuðningsmann sinn; Alan Milburn sem áður gegndi embætti heilbrigðisráðherra, til að móta stefnu flokksins fyrir næstu kosningar. 9.9.2004 00:01 Keyrir framhjá slysstað daglega Að minnsta kosti ellefu féllu og nokkur hundruð særðust þegar öflug bílsprengja sprakk við sendiráð Ástralíu í Jakarta í Indónesíu í morgun. Bílasprengjan sprakk við fjölfarna umferðagötu í miðborg Jakarta og til marks um það hvað sprengjan var öflug myndaðist fjögurra metra djúpur gígur þar sem bíllinn stóð. 9.9.2004 00:01 Fimmtungur saknar múrsins Fimmti hver Þjóðverji vildi gjarnan að Berlínarmúrinn stæði enn ef marka má nýja þýska skoðanakönnun, tímaritsins Stern og sjónvarpstöðvarinnar RTL. 24 prósent Vestur Þjóðverja sakna múrsins og tólf prósent allra Austur Þjóðverja. 9.9.2004 00:01 Þjóðarmorð í Darfur Þjóðarmorð hafa átt sér stað í Darfur héraði í Súdan, sagði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell í dag á fundi með utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjanna. Hann sakaði stjórnvöld í landinu og Janjaweed uppreisnarhópinn um að bera ábyrgð á ódæðunum. 9.9.2004 00:01 Heimurinn vill Kerry Könnun sem gerð var í 35 löndum um heim allan sýnir að flestir utan Bandaríkjanna vilji sjá demókratann John Kerry sem næsta forseta Bandaríkjanna, frekar en núverandi forseta, George Bush. 9.9.2004 00:01 Reykbann á breskum krám Um þriðjungur bara og kráa í Bretlandi verða reyklaus fyrir árslok. Þar með feta Bretar að sumu leiti í fótspor Norðmanna og Íra þar sem gildir allsherjarbann á Reykingum á veitingahúsum og börum. 9.9.2004 00:01 Óhugur vegna endurhæfingastöðva Ráðgert er að byggja fjórar til fimm endurhæfingastöðvar fyrir um eitthundrað kynferðisafbrotamenn í Bretlandi, en áformin hafa slegið óhug á íbúa á svæðum þar sem þær eiga að rísa. 9.9.2004 00:01 Fellibylurinn Ivan veldur óskunda Fimmtán hafa látist á karabísku eyjunum eftir að fellibylurinn Ivan geystist yfir eyjarnar á 200 km hraða á klukkustund. Hús hafa jafnast við jörðu og rafmagnsleysi víða. Flest dauðsföllin urðu í Grenada og hefur forsætisráðherra landsins lýst yfir þjóðarhörmung. Fellibylurinn mun ganga yfir Jamaíka á morgun og yfir Kúbu um helgina. 9.9.2004 00:01 Hótar að reka Arafat úr landi Ísraelsk stjórnvöld eru nær því nú en nokkru sinni áður að reka Jasser Arafat, forseta Palestínu, frá heimastjórnarsvæðum Palestínumanna, sagði Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, þegar hann ávarpaði fund í Likudbandalaginu. Óvíst er hvort alvara búi að baki orðum hans eða hvort Shalom hafi aðeins verið að styrkja stöðu sína innan flokksins. 9.9.2004 00:01 Neita að bera vitni Vitni sem áttu að hjálpa málstað Slobodan Milosevic, fyrrum Júgóslavíuforseta, eru farin að neita að bera vitni að sögn lögmanna hans. Að þeirra sögn er fólkið ósátt við að forsetinn fyrrverandi fái ekki að verja sig sjálfur og bregðast því við með því að neita að mæta í réttarsal. 9.9.2004 00:01 Getum alltaf átt von á árásum Átta létust og á annað hundrað særðust í sprengjuárás í Djakarta. Ómar Valdimarsson, sem býr í nágrenni staðarins þar sem árásin var gerð, segir hryðjuverk eins og þetta hættu sem fólk býr við dag hvern. </font /></font /></b /></b /> 9.9.2004 00:01 Nær 200 hafa farist í flóðum Flóðin miklu í suðvesturhluta Kína hafa kostað 177 manns lífið og bitnað á alls ellefu milljón einstaklingum. Nokkur hundruð þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín og í Sichuan-héraði einu, sem hefur orðið einna verst úti, hafa 10.000 einstaklingar veikst eða slasast í hamförunum. 9.9.2004 00:01 Grafa undan baráttunni Ríki sem veita foringjum og stuðningsmönnum uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu hæli eru með því að grafa undan herferðinni gegn hryðjuverkum. Þetta sagði Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali við rússneska blaðið Vremya Novostei. 9.9.2004 00:01 Bush heldur forskotinu George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sjö til átta prósentustiga forskot á demókratann John Kerry samkvæmt nýrri skoðanakönnun CBS sjónvarpsstöðvarinnar. 9.9.2004 00:01 Þjóðarmorð framin í Darfur "Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að þjóðarmorð hafi verið framið í Darfur og að súdanska ríkisstjórnin og Janjaweed beri á því ábyrgð. Það getur verið að þjóðarmorð eigi sér enn stað," sagði Colin Powell, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna. Janjaweed eru arabískar vígasveitir sem starfa með stjórnarhernum. 9.9.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fellibylur á leið til Jamaíka Jamaíka-búar búa sig nú í ofboði undir öflugasta fellibyl ársins, Ívan, en hann þokast nær Karíbafinu. Almenningur hamstrar birgðir og neglir fyrir glugga í von um að takmarka skemmdir en vindhraðinn nær allt að 240 kílómetra hraða á klukkustund. 10.9.2004 00:01
Óvíst um fjölda fátæklinga Norsk stjórnvöld og Evrópusambandið greinir á um tölu fátæklinga í Noregi. Stjórnvöld telja að um níutíu þúsund Norðmenn lifi undir fátæktarmörkum en sérfræðingar í Brussel telja að þeir séu fjórfalt fleiri, eða um 360 þúsund. 10.9.2004 00:01
Ufsinn á 125 þúsund krónur Þýskir ferðamenn fengu nýverið himinháar sektir fyrir eins konar landhelgisbrot í Noregi þegar þeir renndu í grandaleysi fyrir ufsa, sér til matar, í friðsælum norskum firði. Í firðinum eru líka laxeldiskvíar og eru veiðar stranglega bannaðar í grennd við þær þar sem ferðamenn hafa oftar en ekki látið öngla sína detta innan kvínna í von um lax á öngla sína. 10.9.2004 00:01
2 látnir í lestarslysi í Svíþjóð Að minnsta kosti tveir eru látnir í alvarlegu lestarslysi sem varð í suðurhluta Svíþjóðar í morgun. Lítil lest sem var á leið frá Karlskrona til Kristianstad rakst á vörubíl sem einhverra hluta vegna hafði verið skilinn eftir á lestarteinunum. Bílstjóri vörubílsins var ekki í honum þegar slysið varð og er nú yfirheyrður af lögreglu. 10.9.2004 00:01
Breskt par drepið í Taílandi Lögregla í Taílandi leitar að morðingja ungs bresks pars á bakpokaferðalagi í landinu. Svo virðist sem parið hafi lent í rifrildi við eiganda veitingahúss þar sem þau snæddu. Eigandinn er jafnframt einkaspæjari í Taílandi og hann virðist hafa hlaupið á eftir parinu, skotið manninn fyrst til bana og keyrt síðan á konuna og skotið. 10.9.2004 00:01
Þjóðarmorð í Súdan segir Powell Hvenær eru fjöldamorð þjóðarmorð og hvenær ekki? Það er spurningin sem vestrænar þjóðir og yfirvöld í Súdan deila um þessa dagana. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að framferði Súdanstjórnarinnar í Darfur væri ekkert annað en þjóðarmorð og hvatti þjóðir heims til að veita fé í friðargæslu í héraðinu. 10.9.2004 00:01
Vill Tyrki ekki í ESB Fjármálaráðherra Austurríkis sagðist í dag vera á móti inngöngu Tyrklands í Evrópusambandið því landið væri „ekki tilbúið fyrir Evrópu“. Umsókn um formlegar samningaviðræður um inngöngu Tyrkja í sambandið eru á borði stjórnarinnar. 10.9.2004 00:01
Danskur dýraníðingur gengur laus Fyrirtæki, einstaklingar og dýraverndunarsamtök í Danmörku hafa tekið höndum saman og heitið andvirði einni og hálfri milljón íslenskra króna til þess sem veitt getur upplýsingar sem leiða til handtöku dýraníðings sem gengur laus á Jótlandi. 10.9.2004 00:01
Breskir feður þykjast sofa Helmingur breskra feðra sefur eða þykist sofa þegar lítil börn þeirra byrja að gráta á nóttunni. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem breska tímaritið <em>Mother and Baby</em> hefur látið gera. Það er ekki nóg með að 52 prósent feðra liggi sem fastast þó barnið gráti, 22 prósent til viðbótar drattast ekki á fætur fyrr en móðirin er komin fram úr. 10.9.2004 00:01
Penný varð að 20 milljónum Maður sem fór út að viðra hundinn sinn á dögunum í Bedfordskíri í Englandi fann eitt penný á götunni, beygði sig niður og tók það upp. Þessi hnébeygja borgaði sig heldur betur því nú hefur komið í ljós að pennýið er ævagamalt og ber nafn Kóenwulfs sem ríkti í Mercíu-héraði í Mið- Englandi á níundu öld. 10.9.2004 00:01
Síamstvíburar aðskildir Tveggja ára gamlir síamstvíburar sem fæddust með samvaxin höfuð gætu farið að ganga einir fyrir áramót. Tvíburarnir, sem eru frá Filippseyjum, fóru í aðgerð í New York fyrir fimm vikum og heppnaðist hún mjög vel. 10.9.2004 00:01
5 ára stúlka lifði af sprenginguna Fimm ára áströlsk stúlka, sem talið var að hryðjuverkamenn hefðu drepið í árás þeirra á ástralska sendiráðið í Indónesíu í gær, er á lífi. Móðir hennar lést í árásinni. 10.9.2004 00:01
Vara við borgarastríði Ísrael er á barmi borgarastríðs vegna áforma Ariels Sharon forsætisráðherra um að flytja ísraelska landtökumenn frá Gaza-svæðinu að sögn forystumanna landtökumanna. 10.9.2004 00:01
Létust í lestarslysi í Svíþjóð Tveir létust og 47 slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar lest lenti í árekstri við flutningabíl í Nosaby skammt frá Kristianstad í Suður-Svíþjóð. Einum af þremur vögnum lestarinnar hvolfdi við áreksturinn og var í fyrstu óttast að fólk kynni að hafa lent undir vagninum. Síðar um daginn kom þó í ljós að svo hafði ekki verið. 10.9.2004 00:01
Málaliði sakfelldur Breski málaliðinn Simon Mann, sem stjórnvöld í Miðbaugs-Gíneu sökuðu um að leiða hóp málaliða sem áttu að steypa þeim af stóli, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að reyna að kaupa vopn ólöglega. Dómurinn var kveðinn upp í fangelsi í Simbabve en í honum var ekkert tekið á ásökunum um fyrirhugað valdarán. 10.9.2004 00:01
Fjölmenni á slóð lykilsins Spennusagan Da Vinci lykillinn selst ekki bara eins og heitar lummur heldur hafa margir lesendur hrifist svo mjög að þeir leggja á sig löng ferðalög til að sjá staðina sem koma við sögu í bókinni. Nú er svo komið að nokkur fyrirtæki bjóða upp á skipulagðar ferðir fyrir þá sem vilja komast að því hversu mikið í bókinni á við rök að styðjast. 10.9.2004 00:01
Heimurinn öruggari en enn er hætta "Við búum enn í hættulegu umhverfi. Það er enn til fólk sem vill vinna Bandaríkjunum mein," sagði Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann segir Bandaríkjamenn þó öruggari nú en um það leyti sem hryðjuverkaárásirnar voru gerðar í New York og Washington fyrir þremur árum. 10.9.2004 00:01
Hálf milljón íbúa Jamaíku flýja Hálf milljón íbúa Jamaíku hefur verið hvött til að flýja heimili sín áður en fellibylurinn Ívan nær ströndum eyjarinnar í kvöld. Íbúar í Kingston hafa í allan dag unnið hörðum höndum að því að verja heimili sín og festa allt lauslegt. Að minnsta kosti tuttugu og sjö manns hafa þegar látist í veðurofsanum en fellibylurinn fór yfir Grenada á síðasta sólarhring. 10.9.2004 00:01
Al-Kaída segir sigurinn nærri Þremur árum eftir hryðjuverkaárásirnar í Bandaríkjunum segir næstæðsti maður al-Kaída sigurinn nærri í Írak og Afganistan. Þeir sem lifðu árásirnar af og aðstandendur þeirra sem létust eiga enn um sárt að binda. </font /></b /> 10.9.2004 00:01
2 létust í lestarslysi í Svíþjóð Tveir létust og fjörutíu og sjö slösuðust þegar lest ók á flutningabíl í suðurhluta Svíþjóðar í morgun. Margir lestarfarþeganna voru börn og unglingar á leið í skóla. 10.9.2004 00:01
Bush með gott forskot Bush Bandaríkjaforseti mælist með nokkuð öruggt forskot á keppinaut sinn, John Kerry, í nýrri fylgiskönnun vegna forsetakosninganna sem birt var í Bandaríkjunum í dag. Bush fengi fimmtíu og tvö prósent atkvæða samkvæmt henni en Kerry fjörutíu og þrjú prósent. Fylgisaukning Bush er þökkuð flokksþingi repúblikana í fyrri viku. 10.9.2004 00:01
Á brattann að sækja fyrir Kerry Ef draga má lærdóm af forsetakosningunum fyrir átta og tólf árum er demókratinn John Kerry búinn að tapa forsetakosningunum fyrir George W. Bush Bandaríkjaforseta. 9.9.2004 00:01
Spánverjar fengu mest frá ESB Spánverjar fengu allra þjóða mesta styrki frá Evrópusambandinu í fyrra en Hollendingar greiddu mest hlutfallslega í sjóði sambandsins. Fjárlög sambandsins námu alls 7.900 milljörðum króna í fyrra en af þeim fór nær fimmtungur, eða 1.400 milljarðar króna, til Spánar. 9.9.2004 00:01
Fimm milljón dollara brúðkaup Demantar og djásn voru í boði í Brúnei í nótt þar sem krónprinsinn Al-Muhtadee Billah Bolkiah gekk að eiga unnustu sína. Krónprinsinn er þrítugur en brúðurin aðeins sautján ára. Sex þúsund manns var boðið í brúðkaupsveisluna sem fór fram í aðalhöll konungsfjölskyldunnar í Brúnei, en þar er aðeins að finna 1788 herbergi. 9.9.2004 00:01
Rautt á sykurgums Danir hafa nýstárlegar hugmyndir um hvernig auðvelda mætti almenningi að borða hollan og góðan mat. Neytendaráðherra Danmerkur, Henrietta Kjær, vill að matvörur verði framvegis merktar með lituðum límmiðum sem gefa eiga til kynna hversu hollur eða óhollur viðkomandi varningur er. 9.9.2004 00:01
9 látast í bílsprengingu Níu féllu þegar öflug bílsprengja sprakk við sendiráð Ástralíu í Jakarta í Indónesíu í morgun. yfir hundrað særðust og óttast er að tala fallina muni hækka. Lögregluyfirvöld segja þessa sprengju hafa verið mun öflugru en sprengjuna sem sprakk fyrir utan Marriott-hótelið í Jakarta í fyrra, en þá fórust tólf. 9.9.2004 00:01
5 féllu í Fallujah Loftárásir Bandaríkjahers á borgina Fallujah í Írak í nótt kostuðu í það minnsta fimm lífið. Læknar segja fjórtán hafa særst, þar á meðal börn undir fjögurra ára aldri. Talsmenn Bandaríkjahers segja árásirnar hafa verið gerðar á bækisstöðvar stuðningsmanna Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaeda í Írak. 9.9.2004 00:01
Vilja herða tökin Ísraelskar hersveitir réðust inn í palestínskar flóttamannabúðir í morgun og er stefnt að því að herða tökin þar í því augnamiði að koma í veg fyrir eldflaugaárásir á Ísrael. Tugir byssumanna börðust við hersveitirnar í Jabalya-búðunum, og er einn sagður fallinn. 9.9.2004 00:01
Fleiri hryðjuverk í Rússlandi? Lögreglan í Rússlandi fann fyrir stundu bæði sprengiefni og skammbyssu í kvikmyndahúsi í Pétursborg. Húsið var lokað vegna viðgerða og eru aðstæður að mörgu leyti svipaðar og í barnaskólanum í Beslan. Óttast er að hryðjuverkamenn hafi þar verið að undirbúa aðra árás. </font /> 9.9.2004 00:01
50 uppreisnarmenn felldir Í það minnsta 50 íslamskir uppreisnarmenn voru drepnir af herliði Pakistana við landamæri Afganistan í dag. Herþyrlur og þotur Pakistana réðust á það sem herinn taldi vera þjálfunarbúðir fyrir erlenda hryðjuverkamenn. Búist við að tala látinna muni hækka. 9.9.2004 00:01
Blair stokkar upp í ríkisstjórn Tony Blair, forsætisráðherra Breta hefur stokkað upp í ríkisstjórn sinni, að því er virðist til að reyna að styrkja stöðu sína innan stjórnarinnar og ekki síður innan Verkamannaflokksins. Blair hefur fengið einn helsta stuðningsmann sinn; Alan Milburn sem áður gegndi embætti heilbrigðisráðherra, til að móta stefnu flokksins fyrir næstu kosningar. 9.9.2004 00:01
Keyrir framhjá slysstað daglega Að minnsta kosti ellefu féllu og nokkur hundruð særðust þegar öflug bílsprengja sprakk við sendiráð Ástralíu í Jakarta í Indónesíu í morgun. Bílasprengjan sprakk við fjölfarna umferðagötu í miðborg Jakarta og til marks um það hvað sprengjan var öflug myndaðist fjögurra metra djúpur gígur þar sem bíllinn stóð. 9.9.2004 00:01
Fimmtungur saknar múrsins Fimmti hver Þjóðverji vildi gjarnan að Berlínarmúrinn stæði enn ef marka má nýja þýska skoðanakönnun, tímaritsins Stern og sjónvarpstöðvarinnar RTL. 24 prósent Vestur Þjóðverja sakna múrsins og tólf prósent allra Austur Þjóðverja. 9.9.2004 00:01
Þjóðarmorð í Darfur Þjóðarmorð hafa átt sér stað í Darfur héraði í Súdan, sagði utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Colin Powell í dag á fundi með utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjanna. Hann sakaði stjórnvöld í landinu og Janjaweed uppreisnarhópinn um að bera ábyrgð á ódæðunum. 9.9.2004 00:01
Heimurinn vill Kerry Könnun sem gerð var í 35 löndum um heim allan sýnir að flestir utan Bandaríkjanna vilji sjá demókratann John Kerry sem næsta forseta Bandaríkjanna, frekar en núverandi forseta, George Bush. 9.9.2004 00:01
Reykbann á breskum krám Um þriðjungur bara og kráa í Bretlandi verða reyklaus fyrir árslok. Þar með feta Bretar að sumu leiti í fótspor Norðmanna og Íra þar sem gildir allsherjarbann á Reykingum á veitingahúsum og börum. 9.9.2004 00:01
Óhugur vegna endurhæfingastöðva Ráðgert er að byggja fjórar til fimm endurhæfingastöðvar fyrir um eitthundrað kynferðisafbrotamenn í Bretlandi, en áformin hafa slegið óhug á íbúa á svæðum þar sem þær eiga að rísa. 9.9.2004 00:01
Fellibylurinn Ivan veldur óskunda Fimmtán hafa látist á karabísku eyjunum eftir að fellibylurinn Ivan geystist yfir eyjarnar á 200 km hraða á klukkustund. Hús hafa jafnast við jörðu og rafmagnsleysi víða. Flest dauðsföllin urðu í Grenada og hefur forsætisráðherra landsins lýst yfir þjóðarhörmung. Fellibylurinn mun ganga yfir Jamaíka á morgun og yfir Kúbu um helgina. 9.9.2004 00:01
Hótar að reka Arafat úr landi Ísraelsk stjórnvöld eru nær því nú en nokkru sinni áður að reka Jasser Arafat, forseta Palestínu, frá heimastjórnarsvæðum Palestínumanna, sagði Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, þegar hann ávarpaði fund í Likudbandalaginu. Óvíst er hvort alvara búi að baki orðum hans eða hvort Shalom hafi aðeins verið að styrkja stöðu sína innan flokksins. 9.9.2004 00:01
Neita að bera vitni Vitni sem áttu að hjálpa málstað Slobodan Milosevic, fyrrum Júgóslavíuforseta, eru farin að neita að bera vitni að sögn lögmanna hans. Að þeirra sögn er fólkið ósátt við að forsetinn fyrrverandi fái ekki að verja sig sjálfur og bregðast því við með því að neita að mæta í réttarsal. 9.9.2004 00:01
Getum alltaf átt von á árásum Átta létust og á annað hundrað særðust í sprengjuárás í Djakarta. Ómar Valdimarsson, sem býr í nágrenni staðarins þar sem árásin var gerð, segir hryðjuverk eins og þetta hættu sem fólk býr við dag hvern. </font /></font /></b /></b /> 9.9.2004 00:01
Nær 200 hafa farist í flóðum Flóðin miklu í suðvesturhluta Kína hafa kostað 177 manns lífið og bitnað á alls ellefu milljón einstaklingum. Nokkur hundruð þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín og í Sichuan-héraði einu, sem hefur orðið einna verst úti, hafa 10.000 einstaklingar veikst eða slasast í hamförunum. 9.9.2004 00:01
Grafa undan baráttunni Ríki sem veita foringjum og stuðningsmönnum uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu hæli eru með því að grafa undan herferðinni gegn hryðjuverkum. Þetta sagði Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali við rússneska blaðið Vremya Novostei. 9.9.2004 00:01
Bush heldur forskotinu George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur sjö til átta prósentustiga forskot á demókratann John Kerry samkvæmt nýrri skoðanakönnun CBS sjónvarpsstöðvarinnar. 9.9.2004 00:01
Þjóðarmorð framin í Darfur "Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að þjóðarmorð hafi verið framið í Darfur og að súdanska ríkisstjórnin og Janjaweed beri á því ábyrgð. Það getur verið að þjóðarmorð eigi sér enn stað," sagði Colin Powell, utanríkismálaráðherra Bandaríkjanna. Janjaweed eru arabískar vígasveitir sem starfa með stjórnarhernum. 9.9.2004 00:01