Erlent

5 féllu í Fallujah

Loftárásir Bandaríkjahers á borgina Fallujah í Írak í nótt kostuðu í það minnsta fimm lífið. Læknar segja fjórtán hafa særst, þar á meðal börn undir fjögurra ára aldri. Talsmenn Bandaríkjahers segja árásirnar hafa verið gerðar á bækisstöðvar stuðningsmanna Abu Musabs al-Zarqawis, leiðtoga al-Qaeda í Írak. Nokkur fjöldi alþjóðlegra hjálparstofnana íhugar nú að kalla starfsfólk sitt í Írak heim í kjölfar þess að tveimur ítölskum konum var rænt í landinu í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×