Erlent

Grafa undan baráttunni

Ríki sem veita foringjum og stuðningsmönnum uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu hæli eru með því að grafa undan herferðinni gegn hryðjuverkum. Þetta sagði Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, í viðtali við rússneska blaðið Vremya Novostei. Hann sakaði vestræn ríki einnig um tvöfeldni með því að halda hlífiskildi yfir Tsjetsjenum meðan þau berðust gegn öðrum hryðjuverkamönnum. "Þegar ríki veita þeim hæli sem vitað er að tengjast hryðjuverkum veldur það ekki aðeins sárum vonbrigðum heldur grefur það undan samstöðu ríkja í baráttunni gegn hryðjuverkum," sagði Lavrov.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×