Erlent

9 látast í bílsprengingu

Níu féllu þegar öflug bílsprengja sprakk við sendiráð Ástralíu í Jakarta í Indónesíu í morgun. yfir hundrað særðust og óttast er að tala fallina muni hækka. Lögregluyfirvöld segja þessa sprengju hafa verið mun öflugru en sprengjuna sem sprakk fyrir utan Marriott-hótelið í Jakarta í fyrra, en þá fórust tólf. Gýgur myndaðist þar sem sprengjan sprakk og er hann fjögurra metra djúpur. Íslamska öfgahópnum Jemaah Islamiah er kennt um, en hann er sagður einskonar útibú al-Qaeda í suðaustur-Asíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×